Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.07.2024, Qupperneq 14

Víkurfréttir - 31.07.2024, Qupperneq 14
Golfmæðgurnar Karen og Guðfinna voru heiðursgestir á Íslandsmótinu í golfi – Karen sló fyrsta höggið. Keppt um Guðfinnubikarinn í fyrsta sinn. Mæðgurnar Guðfinna Sigur- þórsdóttir og Karen Sævars- dóttir úr Golfklúbbi Suður- nesja eiga saman ellefu Ís- landsmeistaratitla í golfi en sú síðarnefnda tók fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru dagana 18.–21. júlí. Guðfinna var fyrsti Íslands- meistari kvenna 1967 og vann alls þrisvar sinnum. Karen dóttir hennar byrjaði í golfi fimm ára og vann átta titla í röð, 1989–2006. Þær voru heiðursgestir við upphaf Íslandsmótsins í golfi sem haldið var á Hólmsvelli í Leiru 18.-21. júlí, á heimavelli þeirra mæðgna og Karen sló fyrsta höggið. Á Íslandsmótinu í ár var í fyrsta skipti keppt um Guðfinnu- bikarinn sem besti áhugakylfing- urinn í kvennaflokki á mótinu vinnur. Guðfinna átti í fórum sínum eignarbikar sem hún vann 1967, sinn fyrsta Íslandsmeist- aratitil, og hann var afhentur í mótslok. Íslandsmeistari kvenna 2024, Hulda Clara Gestsdóttir, var fyrst til að vinna Guðfinnu- bikarinn. „Ég ætlaði nú eiginlega ekki að tíma því að láta bikarinn frá mér,“ sagði Guðfinna og hló en hún var ein af fáum og þeim fyrstu konum sem tóku þátt í Íslandsmóti. „Við fengum bara að spila níu holur og ég barðist fyrir því að við fengjum að spila meira. Þetta var frum- kvöðlastarf hjá mér og okkur sem voru í kvennahópnum, að reyna fá að spila keppnisgolf. Ég man að þetta var vesen í byrjun að fá kylfur og búnað og fyrstu kylf- urnar sem ég notaði voru karla- kylfur. Svo kom þetta nú allt með tímanum. Ég hef átt frábæra tíma á golfvellinum með fjölskyldunni allri enda er þetta frábær íþrótt sem ég reyni að stunda enn,“ segir Guðfinna en hún er 78 ára. Karen rifjar það upp í viðtali sem VF/kylfingur.is tók við þær mæðgur (og sjá má í myndbandi á vf.is og kylfingur.is) að hún hafi byrjað að spila golf þegar hún var fimm ára. „Ég var eitthvað að leika mér í og við fjörurnar í Leirunni ásamt því að reyna slá bolta. Mér fannst þetta magnaður staður og þykir enn,“ segir Karen m.a. í spjallinu en allir fjölskyldumeð- limirnir urðu Íslandsmeistarar. Karlpeningurinn, faðirinn Sævar sem er látinn varð einu sinni Ís- landsmeistari í 1. flokki og son- urinn, Sigurþór, varð Íslands- meistari unglinga einu sinni og það sama ár og systir sín. „Það gekk allt upp sem þurfti að ganga upp, völlurinn var í frábæru ásigkomulagi, breytingarnar á uppsetningu vallarins mæltust mjög vel fyrir, vallar- og mótsmet voru slegin og síðast en ekki síst var farin hola í höggi,“ segir Birkir Þór Karlsson, vallarstjóri á Hólmsvelli í Leiru, golfvelli Golfklúbbs Suðurnesja (GS), en Íslandsmótið í höggleik, stærsta mót sumarsins, fór fram fyrr í mánuðinum. Upprunalega átti Golfklúbbur Reykjavíkur að halda mótið en klúbburinn baðst undan því og þar með var leitað til GS seint síðasta haust. Fljótlega var tekin ákvörðun um að þekkjast boðið og fór þá allt á fullt í undirbúningi og ákveðið að ráðast í þær framkvæmdir sem höfðu staðið til og áttu að vera búnar áður en Íslandsmótið yrði haldið í Leirunni 2026 eða 2027. Mesta athygli vakti breytt holu- röðun en sú hugmyndin fæddist samt ekki þegar ákvörðun var tekin um að halda mótið. „Það er kannski ótrúlegt að mönnum hafi ekki dottið þessi breyting fyrr í hug, sjálfur hafði ég aldrei spáð í þessu en þegar búið er að framkvæma breytinguna getur maður ekki annað en hugsað með sér; af hverju var ekki löngu búið að gera þetta? Fyrir þá sem ekki þekkja til snýst breytingin um að færa erfiðustu holurnar yfir á seinni níu en þetta voru fyrstu holurnar á vellinum. Byrjunin var sérstaklega erfið má segja, par 5 hola með lítið rými hvort sem var til hægri eða vinstri, kylfingar ekki orðnir heitir og oftar en ekki er mótvindur á þessari holu. Eftir hana kemur erfið og blind hola og þar næst svo hin margrómaða Bergvík, ein fallegasta golfhola landsins. Mörgum fannst hálf sorg- legt að sú hola væri aldrei í sjón- varpi og þar með var þetta í raun mjög einföld ákvörðun. Fyrsta holan í dag er gamla níunda holan, þægileg byrjunarhola og eina breytingin í raun er að eftir gömlu par 5 holuna sem var númer 14 og er númer sex í dag, kemur önnur par 5 hola, hola sem var númer sex í fyrri uppsetningu. Holur fimmtán til átján halda sér eins og þær voru, það er stutt að fara frá flöt fjórtán sem var flöt númer fimm. Ég tel líka mjög gott að breyta gömlu fyrstu holunni úr par 5 í par 4 og færa teigana framar, þá er enginn í hættu og kylfingar auk þess orðnir heitir þegar kemur að þeirri holu. Allir kylfingar voru himinlifandi með allar þessar breytingar og ljóst að völlurinn verður spilaður svona út þetta sumar og svo mun aðalfundur taka ákvörðun hvort breytingin verði varanleg.“ Hola í höggi og met Segja má að allt hafi haldist í hendur til að láta allt ganga full- komlega upp, veðrið lék við kylf- inga fyrstu dagana en veðurguð- irnir vildu líka sýna á lokadeginum að Leirulognið getur líka ferðast á smá hraða. Þar sem ný uppsetning var á vellinum var ljóst að nýtt vallarmet myndi líta dagsins ljós, mótsmet var slegið og síðast en ekki síst lét rúsínan í pylsuend- anum sjá sig. „Það er búið að vera mikið að gera undanfarnar vikur má segja við að koma vellinum í stand og ekki síst, framkvæma þær breyt- ingar sem búið var að ákveða, t.d. varðandi nýja göngustíga. Við ákváðum að malbika þá og gerir það ásýnd vallarins miklu betri. Malbikunargengið mætti um hádegi einn daginn en þá var of mikil rigning svo þeir komu aftur seinni partinn og þá gekk dæmið upp. Það var mikið álag á okkur síðustu vikur og á sunnudeginum fyrir mótið kallaði ég alla út en þá rigndi eins og hellt væri úr fötu. Spáin sýndi samt fram á góða daga og má segja að veðrið hafi leikið við okkur fyrstu dagana fyrir utan úrhellisskúr á öðrum degi í u.þ.b. klukkustund. Sumir kylf ingar höfðu á orði að þeir væru ekki vanir að spila í svona logni í Leirunni, það segir eitthvað. Þessar rign- ingar að undanförnu, gerðu það að verkum að flatirnar voru mjög mjúkar og því gátu þessir frábæru kylfingar ráðist á pinnann eins og sagt er. Strax á fyrsta degi spiluðu tveir kylfingar á sex undir, eða 65 höggum. 64 högg sáust næsta dag og Gunnlaugur Árni Sveinsson sló svo það vallarmet á þriðja degi og lék á átta undir, eða 63 höggum, algerlega frábært. Það var svo Aron Snær Júlíusson sem stóð uppi sem sigurvegari á nýju mótsmeti, eða fjórtán undir pari. Rúsínan í pylsuendanum var svo kannski að strax á fyrsta degi, og það tiltölu- lega snemma, fór kylfingur holu í höggi. Einar Bjarni Helgason af- rekaði það á níundu holu, gömlu áttundu holunni. Nú róast aðeins hjá okkur vallar- starfsmönnunum en svo styttist í meistaramót GS, það er líka fjög- urra daga mót og verður nóg að gera hjá okkur í kringum það og svo eru frekari framkvæmdir á vell- inum fyrirhugaðar eftir golftíma- bilið. Þá munum við fá gervigras úr Nettóhöllinni en það verður skipt um það í haust, og munum setja það á nokkra staði á Hólmsvelli, þar sem golfbílarnir keyra og líka á að gera nýja göngustíga. Fyrir utan að sjá um Hólmsvöll sláum við líka púttflatirnar við sjúkrahúsið og hirðum líka Ásbrúarvöllinn. Það er nóg að gera hjá okkur og ég myndi segja að framtíð golfs á Suðurnesj- unum sé mjög björt,“ sagði Birkir Þór að lokum. Íslandsmótið í golfi heppnaðist fullkomlega Séð yfir hluta Hólmsvallar. Mæðgurnar Guðfinna Sigurþórsdóttir og Karen Sævarsdóttir við upphaf Íslandsmótsins í golfi í Leiru fyrr í mánuðinum. GOLF Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Birkir Þór með afmælismerki GS í baksýn. Suðurnesjakylfingurinn Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, einn elsti keppandi í karlaflokki, slær hér á hinni frægu Bergvík í Leiru á Íslandsmótinu en hún var áberandi í sjónvarpsútsendingum RÚV frá mótinu. Fyrir þá sem ekki þekkja til snýst breytingin um að færa erfiðustu holurnar yfir á seinni níu en þetta voru fyrstu holurnar á vellinum ... sport

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.