Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.07.2024, Page 16

Víkurfréttir - 31.07.2024, Page 16
Mundi Verða Örlygsstaðir ekki tilvalið nafn á nýjan heimavöll Njarðvíkinga? Vertu velkomin(n) til okkar! Elmar verslunarstjóri og Bryndís taka vel á móti þér og veita þér faglega ráðgjöf fyrir málningarverkefnið þitt. Lífsgæði í Leiru Lengsta sjónvapsútsending frá Suðurnesjum sem ekki var frá hamförunum í Grindavík var um þarsíðustu helgi. Íslands- mótið í golfi í Leirunni. Frægasta golfhola landsins, Bergvíkin, skartaði sínu fegursta. Sjón- varpsáhorfendur fengu í fyrsta sinn að sjá þessa glæsilegu golf- holu bæði á flóði og í fjöru í beinni útsendingu. Leirulognið hafði hægt um sig allt fram á lokadag en þá fengu keppendur að eiga við Leiruna eins og hún gerist best. For ystumenn G ol fk lúbbs Suðurnesja hafa staðið sig gríð- arvel undanfarin ár í bætingum á vallarsvæðinu sem stöðugt verður glæsilegra. Ekki hafa viðlíka fram- kvæmdir átt sér stað hjá klúbbnum síðan í formannstíð Einars Magn- ússonar, tannlæknis, um síðustu aldamót og held ég að honum verði aldrei fullþökkuð sú eljusemi sem hann sýndi við uppbyggingu mannvirkja á svæðinu. En það voru aðrir á undan honum og ber þar helst að nefna bræðurna Hörð og Hólmgeir Guðmundssyni sem eru guðfeður Hólmsvallar í Leiru og Loga heitinn Þormóðsson sem hélt Landsmót með stæl í Leirunni 1986. Golfklúbbur Suðurnesja fagnar á þessu ári 60 ára afmæli. Að mínu mati eru er tveir bestu golf- vellir landsins í Leirunni og í Vest- mannaeyjum. Ég hef haldið því fram við nokkra Eyjamenn að ef þeir héldu rétt á spilunum gætu þeir haft meiri tekjur af golfvell- inum heldur en Þjóðhátíðinni. Þeir hafa allir haldið mig bilaðan. Fyrir golfáhugamenn sem sátu við sjónvarpið um helgina var sýnt frá Íslandsmótinu á Hólmsvelli í Leiru og frá Opna mótinu (e. The Open) sem leikið var á Royal Troon vell- inum í Skotlandi. Royal Troon er örlítið eldri en Hólmsvöllur en þar byrjuðu menn að leika golf árið 1878. Að leika einn átján holu hring á Royal Troon kostar 65.000 kr. Fullt vallargjald er Leirunni er 12.000 kr. en almennt eru gestir að greiða vallargjald uppá um 6.500 kr., eða einn tíunda af því sem kostar að leika á Royal Troon. Lesendur geta sjálfir farið í út- reikningana en í golfheiminum er mestur vöxtur í þeim geira sem kallast „Destination Golf“ en þeir sem eru illa haldnir af golfbakterí- unni ferðast um heiminn og leika golfvelli á afskekktum stöðum og greiða rausnarlega fyrir vallar- gjöldin. Það þarf t.d. ekki nema 5.000 leikna hringi á golfvelli fyrir viðlíka vallargjald og á Royal Troon til að jafna við tekjurnar af Þjóð- hátíð. Árlega eru leiknir ríflega 18.000 hringir á Hólmsvelli. Það eru fólgin í því mikil lífsgæði fyrir Suðurnesjamenn af hafa að- gang að fjórum frábærum golf- völlum á svæðinu fyrir vægast sagt mjög hóflegt árgjald. Golfvellirnir í Sandgerði og Grindavík eru mjög góðir og ekki má gleyma flottum níu holu Kálfatjarnarvelli á Vatns- leysuströndinni. Njótið þessara lífsgæða. Golf lengir lífið. MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR 960 kíló af rusli úr fjörunni Starfsfólki Lagardère Travel Retail bauðst á dögunum að nýta hluta vinnutíma síns við strand- hreinsun á Garðskaga. Um 30 manns tóku þátt og söfnuðu um 960 kílóum af rusli á hreinsunar- deginum. Samkvæmt Magdalena Anna Bilska, gæða- og sjálfbærnistjóra Lagardère, kom innblásturinn að þessu tiltekna framtaki frá Bláa hernum þegar Lagardère hafði samband við þau varðandi sam- vinnu tengda sjálfbærni. Blái herinn eru félagasamtök sem hafa fjarlægt yfir 1.550 tonn af rusli úr íslenskri náttúru á undanförnum 25 árum. „Garðströnd varð fyrir valinu þar sem hún er í nærumhverfi starf- seminnar okkar á flugvellinum. Þetta framtak passar fullkomlega við sjálfbærnistefnuna okkar, sem miðar að því að auka jákvæð áhrif fyrirtækisins á umhverfi og sam- félag. Það er góð tilfinning að geta gefið til baka til samfélagsins í kringum okkur og styðja við varð- veislu íslenskrar náttúru um leið,” segir Magdalena. Lagardère rekur veitinga- staðina Bakað, Loksins, Mathús og Keflavik Diner, sem opnaði fyrir skömmu á Keflavíkurflugvelli. Á næstunni mun fyrirtækið einnig opna mathöllina Aðalstræti en þar verða veitingastaðirnir Yuzu, La Trattoria og Zócalo. „Mikil ánægja var hjá þeim sem mættu á hreinsunardaginn. Starfs- fólkið okkar kunni virkilega vel að meta tilbreytinguna, samveruna og að geta gefið til baka til sam- félagsins. Allir voru sammála um að þetta er eitthvað sem okkur langar að gera aftur,“ sagði Mag- dalena að lokum. Myndir: Michal Jan Oles Hópurinn glaður í bragði að loknu góðu dagsverki. Tómas Knútsson frá Bláa hernum var starfsfólki Lagardère Travel Retail innan handar við strandhreinsunina. Magdalena Anna Bilska tók þátt í hreinsun fjörunnar á Garðskaga.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.