Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.08.2024, Side 1

Víkurfréttir - 14.08.2024, Side 1
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM „Geitungabúin eru oft á ýmsum stöðum en að velja körfubolta er líklega það skrýtnasta sem ég hef séð,“ segir Ragnar Guðleifsson, meindýraeyðir þegar hann sýndi blaðamanni geitungabú sem var fast ofan á körfubolta sem hafði verið úti í garði á heimili í Reykja- nesbæ. Ragnar hló þegar hann var spurður hvort þetta hafi verið körfuboltageitungar en það sé kannski ekki skrýtið í ljósi vinsældar íþróttar- innar á Suðurnesjum. Sjá mátti nokkur bú í bíl Ragnars sem hann hafði eytt síðustu daga en meindýraeyðirinn mætir vopnaður sérstöku eitri í brúsa sem hann spreyjar yfir búið. Þegar hann er búinn að því er búið dautt innan tuttugu sekúndna. Á veraldarvefnum kemur fram að geitungar séu félagsskordýr. Þeir byggja bú úr pappírs- kvoðu sem þeir fá með því að naga timbur. Í hverju geitungabúi er ein drottning og mörg hundruð vinnugeitungar. Drottningin verpir eggjum í sérstök hólf. Úr eggjunum þroskast lirfur sem síðan verða að púpum. Úr púpunum skríða aðeins vinnugeitungar yfir sumartímann. Vinnugeitungar annast lirfur og viðhalda búinu. Yfir vetrartímann liggja geitungadrottningar í dvala. Hér á landi fara þær yfirleitt aftur á kreik seinnihlutann í maí og leggja þá drög að byggingu bús á hentugum stað. Geitungabúið er síðan „lifandi“ oftast vel inn í ágúst og sept- ember en þá afleggur drottningin búið og íbúar þess flosna upp frá því. Á haustin verða til nýjar drottningar sem lifa af veturinn. Geitungabú á körfubolta Fjölbreytileikanum fagnað á Suðurnesjum Fjölskyldudagar Sveitar- félagsins Voga eru haldnir frá fimmtudegi til sunnudags en þeir eru ávallt haldnir þriðju helgina í ágúst ár hvert. Þar er boðið upp á fjölbreytta dag- skrá fyrir alla fjölskylduna og aðgangur að öllum viðburðum hátíðarinnar er ókeypis. Hátíðin hefst á fimmtudag með tónleikum í Háabjalla. Aðalhátíðisdagurinn er svo á laugardag þar sem fer fram fjöl- breytt dagskrá í Aragerði. Nánar má sjá um fjölskyldudagana á vef Víkurfrétta, vf.is Fjölskyldudagar haldnir í Vogum Víkurfréttir eru 44 ára í dag Víkurfréttir eiga afmæli í dag, 14. ágúst. Fyrsta tölublað Víkur- frétta kom út á þessum degi árið 1980. Á þessum tíma lætur nærri að 2.200 tölublöð hafi komið út. Víkurfréttir eru aðgengilegar frá fyrsta tölublaði á timarit.is. Þar geta áhugasamir grúskað í sög- unni og sett sig inn í tíðarandann á þessum 44 árum sem liðin eru frá fyrsta tölublaði. Geitungabúið er mikil listasmíði. VF/pket Sjá viðtal í miðopnu! Elín sér um að upp- tökur frá Ólympíu- leikunum gangi fullkomlega upp Gangbraut fjölbreytileikans var máluð við ráðhús Reykjanesbæjar við Tjarnargötu í síðustu viku. Gangbrautin var fyrst máluð á þessum stað árið 2021. Það voru ungmenni frá Vinnuskóla Reykjanesbæjar sem sáu um málningarvinnuna og nutu aðstoðar bæjarfulltrúanna Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur og Guðnýjar Birnu Guð- mundsdóttur. Í Suðurnesjabæ var risastór regnbogafáni málaður á götuna við Vörðuna í Sandgerði. Þar naut Magnús Stefánsson bæjarsjóri aðstoðar annars starfsfólks bæjarins við málningarvinnuna. VF/Hilmar Bragi Ragnar með körfuboltann með geitungabúinu. DREIFT Á SUÐURNESJUM OG Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU • ÓKEYPIS EINTAK Miðvikudagur 14. ágúst 2024 // 30. tbl. // 45. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.