Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.08.2024, Page 2

Víkurfréttir - 14.08.2024, Page 2
Vantar meira fé til að viðhalda gatnakerfinu í Reykjanesbæ Nýtt malbik hefur verið lagt yfir um sex kílómetra af götum Reykja- nesbæjar í sumar. Götur eru ekki einungis metnar úr frá hjólförum eða sjón, heldur ástand yfirborðs. Þegar farnar eru að myndast sprungur í yfirborðið er sutt í að götur hreinlega eyðileggist sem veldur mun meiri kostnaði við viðhald. „Sumsstaðar erum við einnig að fræsa upp eldra malbik þar sem þess er þörf. Við höfum haft um 120 milljónir í yfirlagnir á ári en það dugir enganvegin til að halda við vegakerfinu svo vel sé. Við erum klárir með yfirlagnapakka upp á annað eins, sex til sjö kíló- metra, en þurfum að meta stöðu fjármagns nú í haust hvort við komumst í meira í ár,“ segir Guð- laugur Helgi Sigurjónsson, sviðs- stjóri umhverfissviðs Reykjanes- bæjar. Gatnakerfi Reykjanesbæjar er um 160 km og fer stækkandi. „Við þyrftum að komast yfir um 15 til 20 kílómetra á ári svo vel sé til að viðhalda götum bæjarins. Mjög misjafnt er hver líftími yfirborðs gatna er, en það fer eftir umferð og álagi. Við höfum reynt að for- gangsraða götum eins og kostur er og oft þarf að bíða með yfirlagnir á götum sem nauðsynlegt er að fara í þar sem þörf er á að skipta út fráveitulögnum áður en farið er í yfirlagnir. Við höfum einmitt farið í stórátak undanfarin ár að mynda lagnir, fóðra þær ef þess er kostur en í versta falli fara þær á útskipti- lista og þá þarf að bíða með yfir- langir á þeim götum,“ segir Guð- laugur Helgi. FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR RAGNAR ÓLAFSSON Skipastíg 8, Grindavík lést á Hrafnistu Hlévangi, laugardaginn 10. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 16. ágúst klukkan 12. Ágústa Kristín Guðmundsdóttir Guðný Sigurðardóttir Magnús Ólafur Sigurðsson Snorri Viðar Kristinsson Sigþór Gunnar Sigþórsson Berglind Haraldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Mikil uppbygging við Flugvelli Mikil uppbygging hefur verið á Flugvöllum í Reykjanesbæ undanfarin misseri og eftir lægð í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Fjölmörg fyrir- tæki eru að koma sér þar fyrir. „Það eru í raun allar lóðir farnar sem við höfðum til úthlutunar. Það eru tvær lóðir sem við höfum ekki úthutað en þær eru undir knattspyrnuæfingarvell- inum ofan við Iðavelli, en þær fara ekki í úthlutun fyrr en völlurinn verður aflagður,“ segir Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanes- bæjar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær þeim lóðum verður úthlutað. Fyrirtækin á Flugvöllum eru flest í ferðaþjónustu- tengdri starfsemi og í þjónustu við bíla. Þar er líka að finna hleðslustöðvar, eldsneytisstöð, smurstöð og dekkjaverkstæði. Þá eru Brunavarnir Suðurnesja með slökkvistöð við Flugvelli, svo eitthvað sé nefnt. Á meðfylgjandi mynd má sjá yfir hluta athafnasvæðisins við Flugvelli. VF/Hilmar Bragi Frá malbikun á Hringbraut og Aðalgötu í Keflavík í síðustu viku. VF/Hilmar Bragi Úrval þátta og innslaga á vf.is w Ljósanæturafsláttur af allri vöru. Tímapantanir í síma 420-0077 og á www.reykjanesoptikk.is Gildir til 7. september. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 10–18 LOKAÐ LAUGARDAGA. 30% 2 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.