Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.08.2024, Síða 4

Víkurfréttir - 14.08.2024, Síða 4
Ekki unnið að framkvæmdum á meðan frekari jarðhræringar eru yfirvofandi Aðgerðir sem framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavík- urbæ hefur kynnt eru háðar nátt- úruöflunum og ekki er unnið að framkvæmdum á meðan frekari jarðhræringar eru yfirvofandi líkt og nú. Þetta kemur fram í til- kynningu frá Grindavíkurnefnd- inni. Sett hefur verið á laggirnar sérstakt framkvæmdateymi sem vinnur nú að undirbúningi verksins og mun hafa umsjón með framkvæmdum þegar þær geta hafist. Framkvæmdanefndin hefur kynnt aðgerðaáætlun vegna við- gerða á innviðum innan þéttbýlis Grindavíkur. Aðgerðirnar miða að því að tryggja virkni og öryggi innviða, þar á meðal á gatnakerfi, lögnum og opnum svæðum, segir í tilkynningu. Helstu atriði áætlunarinnar Viðgerðir á innviðum: Viðgerðir á gatnakerfi, lögnum og öðrum sam- gönguleiðum þar sem eru sýnilegar sprungur, þ.m.t. mótvægisaðgerðir vegna flóðahættu við byggingar vestan við höfnina. Jarðkönnun: Framhald jarðkönn- unar til að meta ástand jarðvegs og tryggja öryggi. Áhættumat: Gerð áhættumats í samvinnu við ríkislögreglustjóra og Almannavarnir. Mannheldar girðingar við sprungu sveima og önnur óörugg svæði Kostnaðarskipting: Heildar- kostnaður vegna þessara aðgerða er áætlaður 470 m.kr., þar af greiðir ríkið 440 m.kr. og Grindavíkurbær 30 m.kr. Aðgerðirnar eru mikilvægar til að stuðla að öflugu atvinnulífi og öruggu samfélagi í Grindavíkurbæ eftir því sem aðstæður leyfa. Að jafnaði er unnið að margvíslegum umbótum á innviðum í Grindavík. Framkvæmdir miða meðal annars að því að hægt sé að auka aðgengi að bænum. Í aðgerðaráætluninni kemur fram að hún miðist við núver- andi stöðu, þ.e. að eldgos sé ekki í gangi, en verði breytingar þar á muni að sjálfsögðu þurfa að upp- færa áhættumat og þar með einnig framvindu framkvæmda. Þannig eru aðgerðirnar háðar náttúru- öflunum og ekki er unnið að framkvæmdum á meðan frekari jarðhræringar eru yfirvofandi líkt og nú. Vegagerðin er verkkaupi/ verkeigandi í umboði Grindavíkur- nefndar og Grindavíkurbæjar. „Við opnuðum á laugardaginn kl. 12 og má segja að fullt hafi verið út úr dyrum allan daginn. Ekki skemmdi fyrir að bjóða upp á ljúfa tóna á opnunardeginum en við eigum eftir að halda almennilegt opnun- arhóf,“ segir Magnea Tómasdóttir, ein fjögurra systra sem ættaðar eru frá Hvalsnesi. Þær systur hafa opnað kaffihúsið Kaffi Golu og byrjunin lofar góðu. Magnea segir að löng hefð sé fyrir því að taka á móti gestum í Hvalsnesi og eins hefur tónleika- röðin Tónar í Hvalsneskirkju farið þar fram undanfarin ár. „Við erum ættaðar héðan og þessi hugmynd kviknaði, að byggja kaffihús á grunni gamla fjóssins og hlöðunnar sem hér var, og ákváðum að það myndi heita Gola. Það hefur alltaf mikill fjöldi gesta komið að Hvalsnesi enda er aðdráttarafl kirkjunnar og staðarins í heild sinni mikið og því teljum við góðan grundvöll fyrir að reka hér kaffihús. Við opnuðum á laugardaginn kl. 12, vorum bara með einfaldar veitingar, kökur, vöfflur og rækjubrauð, allt sem við gerðum frá grunni, það eina sem vantaði að við hefðum veitt laxinn sjálfar. Við erum að þróa matseðilinn en ég get þó gefið út að við munum alltaf vera með sjávarréttasúpu á boðstólnum. Það var mjög góð mæting alla helgina og ekki skemmdi fyrir að fá saxó- fónleikarann Óskar Guðjónsson ásamt færeyskum vinum sínum til að halda tónleika inni hjá okkur, það var góður góður andi í salnum á meðan tónarnir ómuðu og á ég ekki von á öðru en sá andi muni haldast um ókomna tíð. Venjulega eru tónleikar haldnir í kirkjunni en þá verður gott fyrir tónleikagesti að koma við hjá okkur áður og fá sér hressingu. Við munum vera með opið frá 9-17 alla daga, viljum geta boðið aðilum upp á að leigja salinn eftir klukkan fimm en hægt er að halda alls kyns viðburði hjá okkur,“ sagði Magnea að lokum. n Kaffi Gola búin að opna í Hvalsnesi Fullt út úr dyrum allan daginn Landsig hefur orðið við höfnina í Grindavík og eru hæðarbreytingar um hálfur til einn metri. Til að flóðahætta verði ekki meiri en fyrir jarðhræringar þarf að hækka sjóvarnir um tvöfalda þá hæðarbreyt- ingu. Aðgerðin er nauðsynleg til að verja fiskvinnslur, fiskmarkaðinn og önnur hús við Miðgarð. Þetta kemur fram í aðgerðaáætlun vegna viðgerða á innviðum innan þéttbýlis í Grindavík sem framkvæmda- nefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ, Grindavíkurnefndin, hefur lagt fram. Íbúðarhús, sem nú eru að nokkrum hluta í eigu Fasteigna- félagsins Þórkötlu ehf. og hverfi gætu verið í hættu ef flóð verður mikið, s.s. við Verbraut og Lautina. Vegagerðin hefur metið nauð- synlegar framkvæmdir og greint kostnað við þær. Flóðvörnin vestan við nýja vestari brimgarðinn er um 385 metrar að lengd og um einn til tveir metrar að hæð. Miðað er við að hækka þurfi grjótvörnina á þeim kafla um einn til tvo metra. Innan hafnar þarf að hækka landið um einn til tvo metra og ganga frá grjótfláum milli Kvía- bryggju og Norðurgarðs annars vegar og Norðurgarðs og Miðgarðs hins vegar. Tímarammi er einn mánuður og kostnaður 40 milljónir króna. Þórkatla langt komin með kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík Fasteignafélagið Þórkatla hefur gengið frá kaupum á 852 fast- eignum í Grindavík eða 93% þeirra sem sótt hafa um. Afhend- ingar hafa gengið vel og hefur félagið þegar tekið við um 650 eignum. Unnið er að lokaupp- gjöri við seljendur og frágangi afsala. Félaginu hafa alls borist 917 umsóknir, auk 18 umsókna frá búseturéttarhöfum. Heildarfjárfesting félagsins til þessa er rúmir 65 milljarðar króna. Þar ef eru kaupsamnings- og af- salsgreiðslur tæpir 45 ma. kr. og yfirtekin húsnæðislán rúmir 20 ma. kr. „Það er ánægjulegt að okkur hefur nú þegar tekist að koma rúm- lega 850 fjölskyldum í Grindavík til hjálpar í þessum erfiðu aðstæðum. Fram undan er vissulega ákveðin biðstaða en við vonum að náttúru- öflin verði okkur að lokum hlið- holl svo huga megi að framtíð og uppbyggingu Grindavíkur fljótlega aftur,“ segir Örn Viðar Skúlason, framkvæmdastjóri Fasteigna- félagsins Þórkötlu. Hollvinasamningur um afnot af húsum verður í boði þegar aðstæður leyfa Fasteignafélagið Þórkatla hyggst bjóða fyrrum eigendum húsnæðis í Grindavík upp á bæði leigu- samninga og svokallaða hollvina- samninga, en forsenda þeirra er þó að öruggt sé talið að dvelja í Grindavík. Hollvinasamningur mun byggja á samstarfi Þórkötlu við seljendur eignanna um um- hirðu, minniháttar viðhald og almennt eftirlit með eignunum. Ákvörðun um framkvæmd þessara samninga verður tekin um leið og aðstæður leyfa. Svæðið þar sem flóð geta m.a. haft áhrif. VF/Hilmar Bragi Kaffi Góla stendur í fallegu umhverfi Hvalsneskirkju. VF/Hilmar Bragi Séð inn í nýja kaffihúsið á Hvalsnesi. VF/Hilmar Bragi Íbúðarhús og hverfi í Grindavík í hættu vegna mögulegra flóða n Hækka varnargarða og land innan hafnar um einn til tvo metra 4 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.