Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.08.2024, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 14.08.2024, Blaðsíða 6
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dag- bjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga  Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS vf is N Ý B U R A R Á S U Ð U R N E S J U M timarit.is Ö l l t ö l u b l ö ð V í k u r f r é t t a f r á 1 9 8 0 o g t i l d a g s i n s í d a g e r u a ð g e n g i l e g á timarit.is Gefa ætti færaveiðar í ufsa frjálsar Ágústmánuður farinn af stað og það þýðir tvennt. Ég á afmæli og þetta er síðasti mánuður fiskveiði- ársins 2023-2024. Þó svo fiskveiðiárið sé að verða búið þá standa eftir um 9500 tonn óveidd af þorski en heildarkvótinn var um 169 þúsund tonn. Ýsu- kvótinn er svo til að verða búinn en kvótinn var um 63 þúsund tonn og óveidd eru 895 tonn. Síðan er það ufsakvótinn. Hann var mjög stór eða um 69 þúsund tonn. Það sem vekur athygli er að mjög mikið er óveitt af ufsanum eða 38 þúsund tonn og stór hluti af þessu mun brenna inni og verða óveiddur þegar að nýtt kvótaár tekur gildi 1. september. Eftir að strandveiðarnar voru stöðvaðar þann 16. júlí síðast- liðinn hafa nokkrir færabátar farið á veiðar og verið þá að mestu að eltast við ufsann. Í raun og veru þá ætti að gefa færaveiðar á ufsa frjálsar því þessi 38 þúsund tonn af ufsa sem eftir eru mun aldrei nást að veiða á þessum nítján dögum sem eftir eru af ágúst. Talandi um færabátanna þá skulum við aðeins líta á þá það sem af er ágúst. Hafdalur GK hefur farið í fjóra róðra og landað 4,3 tonnum og mest 1,7 tonni. Af þessum afla er 4,1 tonn af ufsa. Líf NS var með 1,4 tonn í einni löndun og var ufsi af því 1,3 tonn. Hrappur GK var með 791 kíló í einni löndun og Kristbjörg KE 1,7 tonn sömu- leiðis. Kristbjörg KE er nýr bátur sem var keyptur til Keflavíkur fyrir tæpu ári síðan. Þessi bátur kemur frá Ólafsvík og hét þar Geisli SH og var gerður út þaðan í tíu ár. Dragnótabáturinn Siggi Bjarna GK hefur hafið veiðar og landaði 12,5 tonnum í tveimur róðrum. Mikið blandaður afli hjá honum, uppistaðan ýsa 2,1 tonn, þorskur 1,6 tonn og sólkoli 1,5 tonn. Enn sem komið er þá er enginn línubátur á veiðum frá Suður- nesjunum, allir Stakkavíkurbát- arnir nema Katrín GK, sem liggur í Sandgerðishöfn, eru komnir norður, og flestir þá til Skaga- strandar. Þar er t.d. Óli á Stað GK sem er með 25,3 tonn í fjórum róðrum, Gulltoppur GK 17,2 tonn í fjórum, Hópsnes GK 9,3 tonn í fjórum og Geirfugl GK með 5,6 tonn í tveimur. Margrét GK er á Hólmavík og hefur landað þar 34 tonnum í sex róðrum. Margrét GK er að veiða byggðakvóta sem kom í hlut Hólmavíkur og er aflinn unnin á Hólmavík. Einhamarsbátarnir sem allir réru í júlí og voru þá á Austur- landinu hafa ekkert landað það sem af er ágúst. Af togurum er frekar lítið að frétta. Jóhanna Gísladóttir GK hóf veiðar fyrir stuttu síðan eftir sumarfrí og kom til Grundarfjarðar með 44 tonna afla. Mest af því var þorskur, 17,5 tonn og ýsa 12 tonn. Áskell ÞH kom með 90 tonn til Grundarfjarðar og Vörður ÞH kom þangað líka með 95 tonna afla. Var þetta fyrsta löndun Gjögurstogar- anna síðan í enda júní, því togar- arnir voru stopp í tæpa tvo mánuði. Hjá Nesfisk þá hefur Pálína Þórunn GK ekkert landað síðan snemma í júlí og Sóley Sigurjóns GK, sem var á rækjuveiðum, hefur ekkert landað síðan seint í júlí. Baldvin Njálsson GK kom með 829 tonn af nokkuð blönduðum afla en langmest var af ýsu í aflanum eða 592 tonn, 149 tonn af þorski. Ef miðað er við sama meðalverð og Baldvin Njálsson GK var með árið 2023, þá má áætla að aflaverð- mætið hafi verið um 380 milljónir króna. AFLAFRÉTTIR Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Stúlka fædd þann 9. ágúst 2024 á ljósmæðravakt Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja. Þyngd: 3.922 grömm. Lengd: 52 sentimetrar. Foreldrar: Joanna Katarzyna Klimek og Rafal Blazej Muc- hnicki Þau eru búsett í Reykjanesbæ. Ljósmóðir: Rut Vestmann Stúlka fædd þann 5. ágúst 2024 á ljósmæðravakt Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja. Þyngd: 4.234 grömm. Lengd: 51 sentimetri. Foreldrar: Alexandra Högnadóttir og Davíð Birgisson. Þau eru búsett í Reykjanesbæ. Ljósmóðir: Agla Bettý Andrés- dóttir. Drengur fæddur þann 8. ágúst 2024 á ljósmæðravakt Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja. Þyngd: 3.684 grömm. Lengd: 51 sentimetri. Foreldrar: Arnbjörg Hlín Ásgeirs- dóttir og Andri Hermannsson. Þau eru búsett í Reykjanesbæ. Ljósmóðir: Hugljúf Dan Jensen Drengur fæddur þann 30. júlí 2024 á ljósmæðravakt Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja. Þyngd: 4.162 grömm. Lengd: 53,5 sentimetrar. Foreldrar: Aleksandra Wasi- lewska og Bjarki Jóhannsson Búsett í Reykjanesbæ Ljósmóðir: Guðlaug María Sig- urðardóttir Drengur fæddur þann 25. júlí 2024 á ljósmæðravakt Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja. Þyngd: 3784 grömm. Lengd: 51 sentimetri Foreldrar: Arndís Sif Birgisdóttir og Svanur Karlsson Búsett í Reykjanesbæ Ljósmóðir: Agla Bettý Andrés- dóttir Drengur fæddur þann 27. júlí 2024 á ljósmæðravakt Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja. Þyngd: 3,586 grömm. Lengd: 51 sentimetri. Foreldrar: Viktoría Roshka og Soliviov Denis Olegovich Þau eru búsett í Reykjanesbæ. Ljósmóðir: Telma Ýr Sigurðar- dóttir Bresk flugsveit með fjórar F-35 á Keflavíkurflugvelli Bresk flugsveit er komin til landsins til að sinna loftrýmis- gæslu Atlantshafsbandalagsins. Flugsveitin samanstendur af fjórum F-35 orrustuþotum og 180 liðsmönnum. Sveitin tekur þátt í verkefninu ásamt starfs- mönnum stjórnstöðva Atlants- hafsbandalagsins í Uedem í Þýskalandi og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmd verkefnisins verður með sama fyrirkomulagi og undan- farin ár og í samræmi við loftrým- isgæsluáætlun Atlantshafsbanda- lagsins fyrir Ísland. Flugsveitin hefur aðsetur á ör- yggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli ásamt flugsveitum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins sem sinna kafbátaeftirliti á Norður Atlants- hafinu. Varnarmálasvið Landhelgis- gæslu Íslands annast framkvæmd verkefnisins, í umboði utanríkis- ráðuneytisins, í samstarf i við Isavia. Ráðgert er að loftrýmisgæslunni ljúki í byrjun september. F-35 þota kemur til lendingar á Keflavíkurflugvelli á dögunum. VF/Hilmar Bragi Þotur Play bíða meðan F-35 þotan lendir til vesturs. VF/Hilmar Bragi 6 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.