Víkurfréttir - 14.08.2024, Side 10
„Það er góð tilfinning að vita af því að verið sé að fjalla um lagið
manns á miðlum úti í heimi,“ segir Róbert Freyr Ingvason, ungur
og efnilegur tónlistarmaður sem hefur búið í Njarðvík síðan 2012.
Eftir að hafa mest verið að pródúsera og semja fyrir aðra, auk þess
að hanna umslög sem grafískur hönnuður, gaf hann út eigið lag sem
rataði út fyrir landsteinana og nýlega hóf hann samstarf við njarð-
víska söngvarann Elvar Þór Magnússon. Þeir hafa nýlega gefið út tvö
lög og þar sem nóg er til af efnivið er líklegt að þessi dúett eigi eftir
að láta mikið að sér kveða í framtíðinni.
Róbert segir að tónlistin flokkist
undir raftónlist sem blandast við
soul, popp og r&b en eftir að hafa
prófað að rappa og snert á öðrum
tónlistarstefnum, telur hann sig
vera búinn að finna sína fjöl.
„Ég byrjaði ungur að fikta í tón-
list, lærði sjálfur á gítar, píanó og
trommur og um fermingu var ég
farinn að taka upp sjálfur heima
hjá mér, innréttaði herbergið með
dýnum og eggjabökkum til að ná
góðum hljómgæðum. Ég á mjög
góða tölvu og hljóðkort, það er
magnað hve góðum hljómburði
hægt er að ná heima hjá sér en ég
hef alltaf haft gott tóneyra, ég heyri
tónlistina fyrir mér og á mikið af
efni í tölvunni minni. Ég var mest
að pródúsera og semja fyrir aðra en
vinir mínir hvöttu mig til að gera
meira við alla þessa tónlist sem ég
hef verið að leika mér með í ansi
langan tíma. Fyrst gaf ég út lagið
Moon og það rataði inn á erlenda
playlista og fékk umfjöllun, það
veitti mér mikinn meðbyr, það var
góð tilfinning að vita að fólk úti í
heimi væri að hlusta á tónlistina
mína og fjalla um hana.
Ég kynntist Elvari Þór þegar við
unnum saman uppi á flugvelli og
með okkur tókust góð kynni. Við
misstum mæður okkar á svipuðum
tíma og það tengdi okkur saman
og fljótlega sáum við að við gætum
átt samleið í tónlistinni því hann
er frábær söngvari. Ég var búinn
að gefa út þetta lag mitt, Moon og
við ákváðum að prófa að gera tón-
list saman. Þetta var athyglisvert,
ég fékk hann til að koma til mín
og syngja bara eitthvað yfir litla
tónlistarbúta sem ég hafði samið
og það kom mjög vel út. Ég raðaði
nokkrum svona bútum saman og
úr varð lag í fullri lengd, Skart. Þar
sem þetta lag gekk vel hjá okkur þá
munum við pottþétt vinna meira
saman og ég hlakka til samstarfsins
við hann.“
Eins og áður sagði rataði lag Ró-
berts, Moon, inn á playlista Spotify
út um allan heim og m.a. var bras-
ilískur bloggari sem fjallaði um
tónlistina. Lagið er instrumental,
þ.e. enginn söngur er en í lagi fé-
laganna, Skart, kemur söngur svo
sannarlega til sögunnar og það
sem kannski sker lagið frá öðrum
í þessum geira er dýpri texti. Það
verður fróðlegt að sjá hversu langt
það lag nær en hvernig kom það
til að Moon rataði á playlista úti í
heimi?
„Við viljum semja texta sem eru
dýpri og hafa meiri meiningu en
normið kannski er í raftónlistar-
senunni, ég hlakka til að sjá við-
brögðin. Ég hef fengið mikið af
jákvæðum skilaboðum í gegnum
Instagram-reikninginn minn og
það er auðvitað mjög ánægjulegt.
Það að komast á playlista hjá Spo-
tify er ekki einfalt mál, maður þarf
að láta vita af laginu áður en það
kemur út og fylgja því eftir og t.d.
hafði blaðamaður á virtu tónlistar-
tímariti samband við mig. Hann
kunni að meta Moon og skrifaði
um það og eftir það fékk ég fleiri
skilaboðasendingar og á endanum
komst lagið á playlista sem tugir
þúsunda út um allan heim eru að
hlusta á. Spotify er ótrúlega öflugur
miðill og ef maður kann á hann
getur maður komið tónlist sinni á
framfæri en það þarf að hafa fyrir
því. Það eru mjög margir að gefa út
tónlist í dag en það er ekki nóg að
hlaða laginu inn á Spotify, maður
þarf að vinna fyrir því að lagið
veki athygli. Mér hefur gengið vel
hingað til og tel að þegar maður er
búinn að koma einu lagi í spilun,
opnist dyr og auðveldara verði að
ná því næsta inn en auðvitað þarf
tónlistin að vera góð. Ég á mikið
af efni sem ég hlakka til að vinna
betur, m.a. með Elvari. Það verður
spennandi að sjá hversu langt
við náum,“ sagði Róbert Freyr að
lokum.
Semur lög
sem rata
út fyrir land-
steinana
„Það að komast á
playlista hjá Spotify
er ekki einfalt mál,
maður þarf að láta
vita af laginu áður
en það kemur út og
fylgja því eftir“
Ró
be
rt
Fre
yr
In
gv
as
on
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
sigurbjorn@vf.is
Elv
ar
Þó
r M
ag
nú
ss
on
Störf í boði hjá
Reykjanesbæ
Fjármála- og stjórnsýslusvið
Íþróttamannvirki Reykjanesbæjar
- Skjalastjóri
- Starfsmaður íþrótta-
mannvirkja í Akurskóla
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef
Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst
störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn.
Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn
10 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM