Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.08.2024, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 14.08.2024, Blaðsíða 16
Mundi Það er enginn páfagauka- lærdómur að lesa Víkurfréttir. Skólarapp „Hvaða dýrategund tengjast orðin gæðingur, klár og fákur?” spurði ung upprennandi útvarps- stjarna félaga sína á einni vin- sælustu útvarpsstöð landsins. Annar þeirra gat ómögulega svarað en hinn ákvað að láta það fyrsta sem upp kom í huga hans duga: „Selur!“. Nei hættið nú alveg hugsaði ég um leið og ég slökkti á útvarpinu og steig út úr bílnum. Þessari ungu kynslóð er ekki við- bjargandi! Um kvöldið ákvað ég samvisku- samlega að lesa bók um dýr fyrir þriggja ára son minn áður en hann svifi inn í draumalandið, með það í huga að nú skyldum við setja allt í botn við að auðga orðaforða hans svo hann yrði ekki eins og félag- arnir í útvarpinu. Honum fannst spenarnir á kúnni merkilegir og vildi fá að vita meira. „Jú sonur sæll, þetta eru spenar og úr þeim kemur mjólkin sem að… sem að sko… barn kýrinnar drekkur. Eða ekki barnið heldur afkvæmi hennar sem kallast… hvað kallast það nú aftur…“ Ég gat ekki fyrir mitt litla líf munað hvað afkvæmin köll- uðust. „Það eru allavega ekki hvolpar eða kettlingar, því eins og þú manst þá eru þeir afkvæmi hunda og katta en börn kýrinnar eru… já ætli það séu ekki bara kið- lingar.“ Þegar barnið var sofnað, ekki kiðlingurinn heldur sonur minn, ákvað ég að gúggla þetta og komst þá að því að ég hafði hreint ekki haft rétt fyrir mér. Ekki frekar en útvarpsdrengirnir sem ég hafði úthúðað fyrr um daginn. En er það nú kannski svo að þessi orð, sem við erum svo áfjáð í að ungmenni skilji í dag, þá sér- staklega með tilliti til alþjóðlegra kannanna, eru í lítilli sem engri notkun í daglegu lífi þeirra? Ég get ímyndað mér að ungu útvarps- drengirnir ræði álíka oft um gæð- inga og fáka og ég um kálfa. Við búum við allt annan veruleika í dag en bara fyrir tíu árum síðan. Við erum líklegast öll sammála því að tímarnir breytast og menn- irnir með, en á það ekki einnig við um tungumálið? Ég hef það á til- finningunni að um miðbik síðustu aldar hafi eldri kynslóðin fussað og sveiað yfir því að ávaxtasafi hafi verið kallaður djús en nú finnst okkur fátt eðlilegra. Nám nemenda nútímans er í sífellt minna mæli byggt á æva- fornum bókmenntum og páfa- gaukalærdómi eins og tíðkaðist hér áður fyrr þar sem börn þurftu að læra urð og grjót, upp í mót utan- bókar og þylja það svo upp fyrir kennarann. Aftur á móti eru þeim kenndar aðferðir við gagnlega upp- lýsingaöflun. Aukin áhersla er lögð á jafnrétti, lausnamiðaða hugsun og að virðing sé borin fyrir skoð- unum annarra. Svo ekki sé talað um mikilvægi þess að þau finni sinn farveg og þurfi þá ekki að eyða dýrmætum stundum lífsins í störf sem þeim þykja leiðinleg. Sem þau svo aftur öðlast ekki með páfa- gaukalærdómi einum saman. ÍRISAR VALSDÓTTUR Veistu hver sagði hlíðin er svo fögur? Veistu hvað gerðist 44? Hvað er langt á Húsavík? Hvað er óákveðinn greinir? Veistu að Ingólfur og Hjörleifur þeir komu ekki einir? Suður í Afríku eru ljón en í Kína eru grjón Hvaða er Vatnajökull hár? Sýndu mér hvað þú ert klár Búmm cha a búmm búmm cha! Alvarlegt vinnuslys varð í Grindavík í síðustu viku. Starfs- maður hjá Ægi sjávarfangi festi hendi í vél. Viðbragðsaðilar fóru þegar á vettvang og var viðkomandi fluttur á Landspítala Fossvogi. Lögreglan og Vinnueftirlitið rannsaka slysið. Sérsveitarmenn frá ríkislögreglu- stjóra aðstoðuðu l ö g r e g l u n a á Suðurnesjum við handtöku á manni sem skotið hafði úr haglabyssu í Garðinum á laugardagskvöld. Úlfar Lúðvíksson, lögreglu- stjóri, sagði í samtali við Vísi að að skotin hafi ekki beinst að einum né neinum. Þarna hafi verið óvarlega farið með vopn í byggð. Maðurinn var handtekinn og færður á lög- reglustöð til yfirheyrslu. Alvarlegt vinnuslys Byssumaður í Garði Vel lukkað kríuvarp í Suðurnesjabæ Kríuvarp í Suðurnesjabæ heppnaðist vel. Tvö varplönd eru áberandi stærst. Annars vegar við Norðurkot í Sandgerði og hins vegar við Ásgarð í Garði. Á báðum stöðum kom krían upp stórum hópi unga sem hún mataði með síli í öllum stærðum. Svo virðist sem ástandið í hafinu hafi verið kríunni hag- stætt. Nú er krían að leggja upp í þriggja mánaða ferðalag á suðurskautið. Meðfylgjandi myndir voru teknar við Norðurkot II í síðustu viku og þar má sjá foreldra bera björg í bú og myndarlegan unga að fá hita í kroppinn á götunni. VF/Hilmar Bragi Hafnargata 45 | 421-3811 | opticalstudio.is Ljósanæturtilboð 30% afsláttur af öllum vörum. Annað par fylgir öllum margskiptum glerjum. Tilboðið gildir 6. ágúst til 7. september. REYKJANESBÆR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.