Senn koma jólin - 01.12.1943, Side 3

Senn koma jólin - 01.12.1943, Side 3
SENN KOMA JÓLIN 3 GÓÐ BÓK er tilvalin jólagjöf! IVér höfum þessar |og ótal fleiri: Minningar frá Möðruvöllum j Strandarkirkja j Matreiðslubók Jóninnu Sig. Frú Roosevelt Söguþættir landpóstanna Sjö sneru aftur Hamingjudagar heima í Noregi Töframaðurinn I Sígræn sólarlönd Alþingishátíðin 1930 Roosevelt Sjö mílna skómir j Kvæðabækur Davíðs Stefánss. Homstrendingabók Á flækingi Dagur í Bjarnardal j Lönd leyndardómanna | Gullna hliðið Sólon Islandus Gríma Flökkulíf Ósigur og flótti Ritsafn Jóns Trausta Sannýjall Norður um höf Ultima Thule Ferðabók Eggerts og Bjarna Iðnsaga íslands Tónsnillingaþættir Salt jarðar j Góði dátinn Svejk 1 Salamína Bjöm formaður og aðrar sögur ¥ j Barnabækur: Shirley Temple j Sólargeislinn hans Hans og Gréta Oliver Twist | Kalla skrifar dagbók Gullnir draumar Vorið kemur Sögur Æskunnar Æfintýrið í kastalanum | lúdý Tumi Þumall Æfintýri Fjallkonunnar j Ása, Signý og Helga Kak Hildur álfadrottning Jólin koma Bakkabræður Kóngurinn í Gullá Öskubuska j Leggur og skel |Nýjustu bækurnar frá Reykjavík streyma nú til okkar! ÍBÓKABÚÐ AKUREYRAR! ! Hafnarstrætl 105. Sími 444.! Einar í Rauðhúsum Einar hét bóndi og bjó í Rau.ð- húsuni í Eyjafirði. Var hann gam- ansamur karl,. efi nokkuð ýkinn. Eru ýsmar sögur eftir honum hafð- ar. Ein er þessi: „Þegar ég var í Kaupmannahöfn um árið að læra járnsmíði, þá átti ég heima ekki langt frá aðsetursstað konungsin^, og langaði mig mjög til að sjá hann, en aldrei varð þó af því. Þangað til einn dag, að mig greip óstöðvandi löngun til þessa, svo að ég réð mér ekki lengur, en labbaði heim í konungsgarð og barði þar að dyrurn, og kom stúlka til dyranna. Eg heilsaði henni og spurði, hvort Itóngur væri heima, en hún kvað nei við því og væri hann niðri á engi við slátt. Kvaddi ég hana þá og labbaði niður á engi til kóngs. Fann ég konung þar og heilsaði honum, og tók hann vel kveðju minni. Varð mér þá litið á sláttuverkfæri hans, og varð ég öldungis hissa, því að hann sló með kolryðguðum spíkar- garmi. Síðan fór ég að tala við hann, og barst talið að smíðum. Sagði ég honum, að ég væri járnsmiður og gerði við ljái og annað fleira, og bauð honum að smíða handa hon- um Ijá, og það betra Ijá en mér sýndist, að hann hefði. Tók hann því með þökkum, því að ljárinn sinn biti hálfilla og væri stamur í grasinu. Stakk kóngur þá orfinu niður og bauð mér að koma heim með sér, því að hann vildi láta hita handa mér kaffisopa, en ég þakkaði fyrir, og gengum við heim. Bauð hann mér síðan inn með sér, en ég þakkaði fyrir og bað hann leyfis að fá að fara í smiðju og smíða ljáinn þá þegar, og vísaði hann mér þá á smiðjuna og fékk mér efni í Ijáinn. Síðan kveikti ég upp eld og fór að smíða, og stóð það heima, að verið var að hella í bollann handa mér, J)egar ég kom heim með ljáinn. Konungi leizt vel á verkfærið, Jrví að ljárinn var spegilfagur. Síðan veik hann sér burtu í herbergi at'- síðis, en konr að vörrnu spori aftur með stóra heiðursmedalíu úr gulli, hengdi á brjóst mér og sagði, að ég skyldi hafa þetta fyrir handarvikið. Það sem eftir var dagsins vorum við síðan á gangi innan um alls kon- ar ilmandi aldingarða. En er kvöld var komið, tók konungur mig við hönd sér og Ieiddi mig inn í svefn- herbergi þeirra hjóna; hugði ég, að hann vildi sýna mér það, en ekki, ‘ að ég yrði látinn sofa þar, eins og raun varð á, og hefi ég aldrei séð annað eins stáss á æfi minni; þar var til dæmis allt gólfið lagt með skíru gulli, og hvert sem ég leit, sá ég alls staðar sjálfan mig, þvi að allt var þakið dýrindis speglum. Konungshjónin sváfu ekki saman, heldur svaf drottningin í rúmi hjá; stóll var fyrir framan rúmin rétt hjá úr fílabeini, allur renndur og útskorinn, og lögðu þau fötin sín á harin, þegar þau afklæddust. Þá sagði konungur við mig, að ég yrði nú að gera mér það að góðu að sofa hjá sér í nótt. Síðan háttuðum við og fórum úr öllum fötum, því að það var ekki fyrir nokkurn mann að liggja í fötunum undir öllum ])eim ósköpum: það voru 12 lín- rekkjuvoðir og 7 yfirsængur, sem við höfðum ofan á okkur, en ekki vissi ég, hve margar fjaðrasængur voru undir okkur í rúminu. í fyrsta sinn, þegar ég lagði mig út af, var ég lengi að síga niður, og Jjótti mér nærri nóg um það, því að ég hélt, að hér væru einhver brögð í tafli; en ekki bar á neinu síðan, svo að ég sofnaði og Jrað heldur fast, og vakn- aði ekki fyrr en farið var að birta urn morguninn. Var konungur þá kominn á fætur og farinn að dengja. Varð mér þá hálfbilt við, því að ég kunni líka hálfilla við að vera þama einn eftir hjá drottningunni, sem ekki var enn komin á fætur. Þreif ég ])á nærfötin mín og fór í skyrtuna, en ég skildi ekkert í því. að ég ætlaði aldrei að komast í brókarfjandann. En þegar ég fór að gá að betur, þá var þetta brókin drottnirtgarinnar, sem ég hafði tek- ið í ógáti. Og þá hló drottningin. Síðan klæddi ég mig í snatri og fór, en áður en ég fór af stað, hitti ég kónginn, og vildi hann ekki sleppa mér eða láta mig fara, fyrr en ég hefði fengið eitthvað gott. En ég kvaðst ekki mega það, því að þá kæmi ég of seint á verkstæðið. Síð- an kvaddi ég og hélt heim." • ----o---- Gamansögur Krákur gamli t Hraungerði, faðir þeirra Krákssona, kom eitt sinn að Finnastöðum til séra Jóns prests í Grundarþingum (d. 1860), er þar bjó þá og átti danska konu. Spurði þá prestskonan Krák: „Hvorledes har din Kone det nu? Er hun rask?“ Krákur svaraði: „O, minnizt þér ekki á hana, fjandann þann arna; hún hefir legið niðri í nítt vikur og ég hélt henni núna í fyrradag." Prestskonan hristi höfuðið, því að hana furðaði á því, að hann skyldi geta talað svo hraklega um konu sína, og gekk þegjandi burt, en raunar var það svo, að karli hafði skilizt prestkonan spyrja sig um kúna sína. J^nas hét maður Einarsson úr Saltvík á Tjörnesi. Hann fór eitt sinn að ráði föður síns að biðja Sig- ríðar, systur séra Jóns Ingjaldsson- ar í Húsavík, og gerði það með þessum orðum: „Hvað ætli þér segðuð, séra Jón, ef ég tæki hana Sigríði, systur yðar, héldi henni og sleppti henni aldrei meir?“ Prest- ur svaraði: „Eg gegni ekki því, sem ekki gengur í.“ Og með það fór Jónas. Og er faðir hans spurði hann að málalokum, sagði hann orð prests. Sagði þá Einar: „Sæktu hestinn, drengur minn; ég skal sjálfur finna karlinn.“ Karl rak er- indið og fékk jáyrði. Jón hét maður og bjó að Hólum í Eyjafirði. — Jón var eitt sinn spurður um fæðingarstað sinn; þá sagði hann: „Eg er getinn, fæddttr, skírður og fermdur fyrir innan kórstaf Svalbarðskirkju, lasm. Hún er eins og fattyxna kýr í laginu, Iasm.“ ; r | Kvæðasafn ! Davíðs Steíánssonar. | Ljóðmæli Guðm. Guðmundssonar | Minningar | frá Möðruvöllum | Ferðabók Eggerts og Bjarna í Þúsund og ein nótt kemur um helgina | Heilsurækt og mannamein kemur um helgina j r ! Iðnsaga Islands ! Alþingishátíðin 1930 | Sígræn sólarlönd eftir Björgúlf Ólafsson ! Sjö mílna skórnir ferðasaga ! Talleyrand æíisaga ! Tónsnillingaþættir eftir Theodór Árnason I Maður frá Brimarhólmi saga eftir Fr. Á. Brekkan j Blítt lætur veröldin saga eftir Guðm. G. Hagalín | Dagur í Bjarnardal I-II I Hamingjudagar í Noregi eitir Sigrid Undset | Töframaðurinn heimsfræg skáldsaga I Salamína saga frá Grænlandi I Hornstrendingabók i | Strandarkirkja saga eftir Elínb. Lárusdóttur ! Kvæði og sögur eftir Jóhann G. Sigurðsson ! Afangar eftir Sigurð Nordal | Huganir eftir Guðmund Finnbogason ! Æfisaga Roosevelts ! Minningar frú Roosevelt i | Barna- og unglingabækur: Percival Keen, Oliver Twist, Tarzan, Sjómannalíf, Fugl- inn fljúgandi, Lajla, Júdý, Gosi, Keli, Æfintýri Fjallkon- unnar, Tumi þumall, Sagan af Dimmalimm kóngsdóttur, Draumurinn fagri, Litla æfin- E'rabókin, o. fl. o. fl. ! Gunnlaugs Tr. Jónssonar ! Bókaverzlun

x

Senn koma jólin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Senn koma jólin
https://timarit.is/publication/1987

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.