Mosfellingur - 11.07.2024, Blaðsíða 2

Mosfellingur - 11.07.2024, Blaðsíða 2
Í þá gömlu góðu ... Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is) MOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Næsti MosfelliNgur keMur út 27. ágúst Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is Ritstjórn: Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 5.000 eintök. Dreifing: Afturelding. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Ingibjörg Valsdóttir ISSN 2547-8265 Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út mánaðarlega. Birgir skólastjóri, eins og hann er gjarnan kallaður, hefur verið útnefndur heiðursborgari Mosfells- bæjar. Innilega til ham- ingju Birgir, svo sann- arlega verðskulduð viðurkenning. Birgir hefur gert svo margt uppbyggilegt fyrir samfélagið okkar hér í Mosó. Hann var skólastjóri í Varmárskóla lengi vel, eina grunnskólanum í Mosfellsbæ í þá tíð. Þá hefur Birgir gefið svo mikla orku í tónlistarlífið sem við búum enn að í dag. Stofnaði skólahljómsveitina fyrir 60 árum og stýrði henni sjálfur í 40 ár. Við sem fengum að alast upp í skólahljómsveitinni vitum hvað Birgir og Jórunn hafa virkilega lagt á sig. Takk fyrir mig. Birgir blés svo sannarlega lífi í menninguna hér í bæ þegar hann stofnaði lúðrasveitina og hefur hann fylgt henni eftir allar götur síðan. Þúsundir Mosfellinga hafa notið leiðsagnar hans á lífsleiðinni og eiga honum margt að þakka. Til hamingu heiðursmaður. Til hamingju Birgir! Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings www.isfugl.is 6 - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ2 Þjóðhátíð í mosfellssveit 17. júní 1964 Héðan og þaðan Fjallkonan Arnfríður Ólafsdóttir frá Varmalandi og Sveinn Þ. Birgisson á Brúarlandi færir henni blóm. Bæði fædd 17. júní. Séra Bjarni Sigurðsson og Kirkjukór Lágafellssóknar. Sölutjöld á hátíðarsvæði. Knattspyrna á Varmárvelli. Jón M. Guðmundsson oddviti flytur ávarp við vígslu Varmárlaugar. Vígslusund - Klara Klængsdóttir kennari.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.