Mosfellingur - 11.07.2024, Side 20
Jón Brynjar tekur við
handboltastelpunum
Jón Brynjar Björnsson hefur
verið ráðinn þjálfari meistaraflokks
kvenna í handknattleik til næstu
tveggja ára. Hann kemur frá Víkingi
en auk þess er hann starfandi
þjálfari U-16 ára landsliðs kvenna.
Davíð Svansson formaður meist-
araflokksráðs kvenna: „Við erum
mjög ánægð með að hafa fengið Jón
Brynjar til félagsins og teljum hann
vera mikilvægt næsta skref fyrir liðið
til að ná lengra.“
- Íþróttir20
j a ko s p o r t ( N a m o e h f ) - k r ó k h á l s 5 f - 1 1 0 á r b æ r Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is
AftureldingAr
vörurnAr
fást hjá okkur sport íslandi
Mosfellingurinn Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, hefur fengið
boð um þátttöku á Ólympíuleikunum í París í sumar en Alþjóða-
ólympíunefndin staðfesti svo um helgina.
Erna Sóley hefur verið iðin við keppnir síðustu vikur og mánuði og
staðið sig afar vel. Hún sigraði meðal annars á Meistaramóti Íslands
fyrr í mánuðinum og setti þar að auk Íslandsmet í leiðinni.
Ólympíuleikarnir hefjast í París 26. júlí
Fimm íslenskir kastarar áttu raunhæfa möguleika á því að enda
meðal 32 efstu í sinni grein á stigalistanum og fá þar með sæti á Ól-
ympíuleikunum en eftir að lokalistinn var uppfærður þá kom í ljós
að ekkert þeirra náði því.
Erna Sóley var þar þó efst Íslendinga í 34. sæti eftir Íslandsmetið
sitt um síðustu helgi. Hún var því bara tveimur sætum frá því að
vinna sér inn Ólympíusæti.
Erna Sóley hefur ekki áður keppt á Ólympíuleikunum en hún verð-
ur fimmti keppandinn sem kemst inn á leikana fyrir Íslands hönd,
en þeir hefjast í París í Frakklandi 26. júlí.
Fyrsta konan frá Íslandi í kúluvarpi
Erna Sóley á
Ólympíuleikana
Meistaramót Golfklúbbs Mosfellsbæjar fór
fram um síðustu helgi í mikilli veðurblíðu
á Hlíðavelli.
Það var í raun þannig að veðrið lék við
kylfinga alla vikuna að undanskildum
fyrsta deginum þar sem veðuraðstæður
voru mjög svo krefjandi. En eftir það tók
við logn, sól og blíða.
Þegar upp var staðið voru það þau Kristj-
án Þór Einarsson og Berglind Erla Baldurs-
dóttir sem eru klúbbmeistarar GM í ár.
Berglind Erla lék mjög stöðugt golf alla
hringina og á lokadegi og skilaði hún inn
hring upp á 72 högg sem tryggði henni
titillinn.
Kristján Þór lék stórvel og kom inn á
nýju mótsmeti, hann var samtals 17 högg-
um undir pari og bætti einnig vallarmetið
á öðrum hring þegar hann kom inn á 64
höggum. Sannarlega flott mót hjá Kristj-
áni.
Hér að neðan má sjá úrslit í þeim flokk-
um sem luku leik á laugardaginn. Öll úrslit
mótsins má finn á www.golfmos.is
Meistaraflokkur kvenna
1. sæti - Berglind Erla Baldursdóttir
2. sæti - Kristín Sól Guðmundsdóttir
3. sæti - Katrín Sól Davíðsdóttir.
Meistaraflokkur karla
1. sæti - Kristján Þór Einarsson
2. sæti - Björn Óskar Guðjónsson
3. sæti - Nick Carlson
1. flokkur kvenna
1. sæti - Sara Jónsdóttir
2. sæti - Andrea Jónsdóttir
3. sæti - Edda Herbertsdóttir.
1. flokkur karla
1. sæti - Guðjón Ármann Guðjónsson
2. sæti - Örn Ragnarsson
3. sæti - Steinar Ægisson
2. flokkur kvenna
1. sæti - Dagný Þórólfsdóttir
2. sæti - Auður Ósk Þórisdóttir
3. sæti - Lena Ýr Sveinbjörnsdóttir
2. flokkur karla
1. sæti - Snæbjörn Þórir Eyjólfsson
2. sæti - Björn Maríus Jónasson
3. sæti - Gunnar Birgisson
Samtals voru 36 iðkendur frá Aftureldingu, ásamt 3 þjálf-
urum og 3 fararstjórum. Það voru a.m.k. 33 foreldrar og
systkin sem fóru til Gautaborgar að hvetja liðin þrjú áfram
í sinni keppni. Það sem eftir stendur eru minningarnar
um skemmtilegt mót, bæði gott veður en líka rigningu,
en öll Aftureldingarliðin sýndu sínar sterkustu hliðar í
rigningunni.
Afturelding B15, 15 ára drengir fæddir 2009, spilaði
ásamt 87 öðrum liðum frá 16 löndum í sínum flokki. Þeim
var skipt í 14 riðla og Afturelding vann sinn riðil í fyrstu
umferð. Liðið komst þannig áfram í A-úrslit og vann
áfram til fjögurra leikja úrslita en datt þá út, hafnaði því
í 5.-8. sæti á mótinu í sínum aldursflokki. Kristján Andri
Finnsson, Jökull Ari Sveinsson og Bjarni Ásberg Þorkels-
son skoruðu flest mörkin í þeirra leikjum.
Afturelding B16, 16 ára drengir fæddir 2008, spilaði
ásamt 113 liðum frá 19 löndum og þar var skipt í 18 riðla.
Liðið hafnaði í 3. sæti í sínum riðli og komst áfram í A-
úrslit og svo áfram í 32 leikja úrslit en datt þá út. Viktor
Nökkvi Kjartansson, Atli Fannar Hákonarson og Alexand-
er Sörli Hauksson voru markahæstir í liðinu.
Afturelding G16, 16 ára stúlkur fæddar 2008, spilaði
ásamt 96 liðum frá 9 löndum. Liðin skiptust í 16 riðla
og varð lið Aftureldingar neðst í sínum riðli en fór áfram
í B-úrslit. Þá fóru hlutirnir að ganga upp og þær unnu
sig áfram í 8 leikja úrslit og duttu út þar. Hanna Marey
Bjarnadóttir, Sara Viðarsdóttir og Elísabet Jónsdóttir voru
markahæstar í liðinu.
36 frá Aftureldingu á Partille Cup
lagt á ráðin fyrir leik
Meistaramót GM fór fram í veðurblíðu um síðustu helgi • Kristján Þór Einarsson og Berglind Erla Baldursdóttir
Kristján Þór og Berglind Erla klúbbmeistarar
Meistararnir í Mosó
Mosfellingur á
ólyMpíuleikana