Mosfellingur - 11.07.2024, Blaðsíða 8
Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu
Skrifstofa félagsstarfsins er opin
alla virka daga kl. 13–16. Sími félags-
starfsins er 586-8014. Forstöðumaður
félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ
er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda-
og félagsmálafræðingur, s: 698-0090.
Skrifstofa FaMos á Eirhömrum
er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16.
- Fréttir úr bæjarlífinu8
Stjórn FaMoS
Félag aldraðra
í Mosfellsbæ og nágrenni
famos@famos.is
www.famos.is
Sumarið í félagsstarfinu
Við lokum í tvær vikur í sumar 29. júlí
og opnum aftur mánudag 12. ágúst.
Opnunartíminn í handverksstofu í júlí
er kl. 13-16 alla daga. Öll námskeið
farin í sumarfrí.
Viltu hjálpa til?
Okkur vantar alltaf fleiri hendur til að
prjóna sokka og vettlinga af öllum
stærðum og gerðum til að selja á
basarnum okkar sem verður haldinn
í nóvember. Værum við afar þakklát
ef þið sæjuð ykkur fært að prjóna
eða hekla fyrir okkur í raun hvað sem
er. Allt garn getið þið fengið í hand-
verksstofu ókeypis en að sjálfsögðu
þiggjum við alla muni enda málefnið
brýnt, því allur ágóði rennur óskiptur
til samfélagsins í Mosfellsbæ og fer
ágóðinn á góða staði. Kærleikskveðja
basarnefndin
gönguhópur
Minnum á gönguhópinn okkar sem
fer alla miðvikudaga kl. 10:30 í göngu
frá Hlégarði. Allir velkomnir með
og hentar öllum. Verum dugleg að
hreyfa okkur í sumar.
HIttUMSt Í HlégarðI
BYRJUM 3. september
Alla þriðjudaga kl. 13-15 í vetur. Hlé-
garður verður opinn fyrir allan aldur
til að koma saman og njóta samveru
og t.d. prjóna, spila, vefa, tefla, dansa
og syngja. Endalausir möguleikar
og ýmar heimsóknir og kynningar
eru á dagskrá sem verða auglýstar
síðar. Alltaf verður heitt á könnunni
og hlýlegt að koma til okkar. Nýtum
fallega Hlégarð til samveru.
Ef þú hefur einhverjar góðar
hugmyndir sem ættu heima í
þessum samverustundum endilega
hafðu samband við forstöðumann
félagsstarfins, Elvu, í síma 6980090
eða elvab@mos.is
Heilsa, hugur og vatnsleikfimi
Skráning og kynningarfundur í
Hlégarði miðvikudaginn 28. ágúst
kl. 14.00-16.00. Íþróttanefnd FaMos
verður með kynningu á starfsemi
félagsins í vetur. Heilsa og hugur,
vatnsleikfimi, Ringó, Boccia, göngur
og púttæfingar. Skráning og posi
á staðnum í Heilsa og hugur og
vatnsleikfimi.
Þjónusta
Kynning á þjónustu við eldri borgara
Mosfellsbæjar í Hlégarði, miðviku-
daginn 28. ágúst kl. 14:00.
Aðilar sem sinna þjónustu við eldri
borgara kynna starfsemi sína. Kaffi á
könnunni, endilega takið daginn frá.
jónas Sigurðsson formaður
s. 666 1040 jonass@islandia.is
jóhanna B. Magnúsdóttir varaformaður
s. 899 0378 hanna@smart.is
Þorsteinn Birgisson gjaldkeri
s. 898 8578 thorsteinn.birgis@gmail.com
guðrún K. Hafsteinsdóttir ritari
s. 892 9112 gunnasjana@simnet.is
ólafur guðmundsson meðstjórnandi
s. 868 2566 polarafi@gmail.com
Ingibjörg g. guðmundsdóttir varamaður
s. 894 5677 igg@simnet.is
Hrund Hjaltadóttir varamaður
s. 663 5675 hrundhj@simnet.is
Nýsköpunarstyrkur Mosfellsbæjar var af-
hentur í Hlégarði fimmtudaginn 27. júní.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd veitir
nýsköpunarstyrkinn annað hvert ár. Þau
nýsköpunarverkefni koma til greina sem
tengjast Mosfellsbæ sérstaklega eða gagn-
ast Mosfellsbæ á einn eða annan hátt.
Nýsköpun er skilgreind sem innleiðing
nýrrar eða mjög endurbættrar vöru, þjón-
ustu eða ferils, nýrrar aðferðar til mark-
aðssetningar eða nýrrar skipulagsaðferðar
í viðskiptaháttum, skipulagi á vinnustað
eða ytri samskiptum.
Heildræn meðferðarsýn fyrir ungmenni
Alls bárust tólf umsóknir um nýsköpun-
arstyrk Mosfellsbæjar fyrir árið 2024.
Styrkinn hlutu Hildur Margrétardóttir,
Ívar Zophanías Sigurðsson, Matthew Mill-
er og Snorri Sigurðarson Hertervig fyrir
verkefnið Náttúrumeðferðarúrræði fyrir
ungmenni sem eiga við fjölþættan vanda
að stríða.
Verkefnið er heildræn meðferðarsýn þar
sem útivera, sagnahefðir og þær áskoranir
sem hópurinn tekst á við, líkamlega og
andlega, leggja grunninn að samtali ung-
mennis við jafningja og leiðbeinendur með
sjálfsuppbyggingu að leiðarljósi. Markmið
úrræðisins er að rjúfa einangrun og styrkja
heilbrigða sjálfsmynd ungmenna en sú
aðferð að nota útivist og náttúrumeðferð
til að tengja ungmenni við innri og ytri
áhrifaþætti er ný af nálinni.
Aðstandendur verkefnisins og starfs-
stöð eru í Mosfellsbæ og stefnt er að því
að fyrsta námskeiðið verði fyrir mosfellsk
ungmenni.
Náttúrumeðferðarúrræði fyrir ungmenni sem eiga við fjölþættan vanda að stríða
nýsköpunarstyrkur
mosfellsbæjar afhentur
snorri, hildur, matthew og ívar
Frístundaávísanir
hægt að nýta allt árið
Bæjarstjórn hefur tekið ákvörðun
um að heimilt verði að nýta
frístundaávísanir allt árið en
áður miðaðist nýting þeirra við
skólaárið. Frá og með 1. júní til
14. ágúst verður
því unnt að nýta
frístundaávísanir
hjá viðurkennd-
um félögum sem
uppfylla reglur
um styrkhæfni.
Sem fyrr verður
ekki heimilt að
flytja styrkinn á
milli tímabila en nýtt tímabil hefst
15. ágúst næstkomandi. Mosfells-
bær veitir forráðamönnum barna og
unglinga á aldrinum 5–18 ára sem
eiga lögheimili í Mosfellsbæ kost
á frístundaávísun sem hægt er að
nýta til að greiða fyrir hvers konar
frístundastarf hjá viðurkenndum
frístundafélögum eða frístunda-
stofnunum. Ráðstöfun frístundaá-
vísana fer fram stafrænt í gegnum
skráningarkerfi félaga og stofnana.
www.fastmos.is
Sími: 586 8080
Örugg og góð
þjónusta