Mosfellingur - 11.07.2024, Page 16

Mosfellingur - 11.07.2024, Page 16
 - Bæjarblað í 20 ár16 Sérsniðin þjónusta til byggingaraðila A L L T . I S - A L L T @ A L L T . I S - 5 6 0 5 5 0 5 Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár 100%GÆÐI HREINT KJÖT •EN G IN V IÐBÆTT AUKAEF N I • GRENSÁSVEGI 48 - REYKJAVÍK SUNNUKRIKA 3 - MOSFELLSBÆ FÁÐU RÁÐLEGGINGAR HJÁ FAGMÖNNUM GRILLA Í KVÖLD? Aron Daníel Arnalds er 23 ára uppalinn Mosfellingur sem alla tíð hefur haft mikinn áhuga á tónlist. Hann æfði á trommur í nokkur ár og nú síðustu 2-3 ár hefur hann gefið sér meiri tíma og kraft í að semja texta og lög. „Ég finn að ég er tilbúinn með mitt sound,“ segir Aron en hann gengur undir listamannanafninu ADA. „Ég sem texta og lög í samstarfi með „producer“ og er núna að fara gefa út mitt fyrsta lag þann 19. júlí, „Lúxus Vandamál“, í sam- starfi við Yung Nigo Drippin sem er vel þekkt nafn í bransanum. Nafnið á laginu segir um hvað lagið snýst, lífstílinn og lúxusvanda- málin sem fylgja honum.“ Aron Daníel leikur knattspyrnu með ÍR í Lengjudeildinni og er í námi í Háskólanum í Reykjavík. Fullt af hugmyndum og mörg lög á lager „Fyrsta demóið af „Lúxus Vandamál“ var gert sumarið 2023 og það vakti strax mikla eftirtekt hjá þeim sem fengu að heyra það. Svo hélt ég áfram að semja og búa til fleiri lög og alltaf var maður að bæta sig. Frá því í mars hef ég einbeitt mér að því að klára „Lúxus Vandamál“ og gera það fullkomið svo ég geti komið með sprengju inn í leikinn. Í dag er ég með fullt af hugmyndum og á mörg lög á lager sem eru komin mislangt í sínu ferli. Þannig að ég er með efni sem ég get gefið út í framhaldinu og stefnan í dag er að gefa út EP svona „mini“ plötu seinna á árinu og langtímamarkmiðið er að gefa út stóra plötu á næsta eða þarnæsta ári. Aron Daníel Arnalds gefur út sitt fyrsta lag undir nafninu ADA • Bara byrjunin Glímir við lúxusvandamál ada kemur fram á sjónarsviðið Kjartan formaður Ung Framsóknar Á stofnfundi félags ungs fram- sóknarfólks í Suðvesturkjördæmi eða Kraganum var Kjartan Helgi Ólafsson úr Mosfellsbæ, 25 ára starfsmaður dómsmálaráðuneytis- ins, kjörinn formaður. Fleiri Mos- fellingar voru kosnir í stjórn, þau Úlfar Darri Lúthersson og Embla Líf Hallsdóttir. Í tilkynningu segir að ný stjórn geti ekki beðið eftir að láta til sín taka í þessu fjölmennasta kjördæmi landsins. „Áhersla verður lögð á gott samstarf við flokkinn og samtalið við grasrótina verður virkt með það að leiðarljósi að efla þátttöku ungra. Framsóknarflokkur- inn byggir á góðri sögu og við viljum halda áfram að skrifa hana.“

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.