Mosfellingur - 11.07.2024, Blaðsíða 17
www.mosfellingur.is - 17
Loppumarkaður
31. ágúst kl. 11-17
Hægt er að skrá sig
á markaðinn með því
að senda póst á
maddy@mos.is
Loppumarkaður verður haldinn í
Kjarna í tengslum við bæjarhátíðina
Í túninu heima.
Taktu þátt í gleðinni og bókaðu pláss!
Athugið að Þátttakendur þurfa að
útvega borð, stóla o.s.frv
Þann 16. júní var haldinn fjölskyldudagur
á Tungubökkum þar sem sjálfboðaliðar
buðu, í samstarfi við Mosfellsbæ, palest-
ínsku flóttafólki á Íslandi að koma saman á
Tungubökkum og gera sér glaðan dag.
Dagurinn var ákaflega vel heppnaður í
alla staði og vel mætt á viðburðinn. Fulltrúi
frá Mosfellsbæ bauð fólk velkomið og er
óhætt að segja að gleðin hafi ráðið ríkjum
á staðnum.
Yfir 100 manns mættu, léku sér í bolta-
leikjum, dönsuðu, grilluðu, ræddu málin
og borðuðu saman. Með þessari fallegu
stund sýndi Mosfellsbær enn og aftur
hversu palestínska flóttafólkið í bænum er
velkomið.
Sjálfboðaliðarnir eru Mosfellsbæ ákaf-
lega þakklátir fyrir að hafa gert þennan
fallega dag að veruleika fyrir fólkið sem
þarf hvað allra mest á stuðningi að halda.
Palestínskt flóttafólk boðið velkomið • Gleðin við völd
Fjölskyldudagur
á Tungubökkum
Deiliskipulagsbreyting
fyrir Langatanga 11-13
á Hamraborgarreit
Markmið tillögunnar er að aðlaga byggingaráform
betur aðstæðum lands og lóðar.
Í stað tveggja fjölbýla er byggingarkroppum skipt upp
í þrennt, þeir færðir fjær byggð við Hamraborg, hæð
hluta bygginga lækkuð. Íbúðum fjölgar um 16 íbúðir,
byggingarmagn ofanjarðar er minnkað og heimildir
auknar í bílakjallara.
Tenging lóðar við Langatanga endurskoðuð, innkeyrsla
bílakjallara færð og skilmálar fyrir bílastæði uppfærðir.
Deiliskipulagsbreyting
fyrir frístundalóð
við Krókatjörn
Breytingin felst í því að skipta lóð L125210 upp í
fjórar frístundalóðir í samræmi við ákvæði gildandi
aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030.
Hver frístundalóð er á milli 6.500-7.000 m² af stærð
og skilgreindur er byggingarreitur innan hverrar lóðar.
Lóðin er austan megin við Krókatjörn og aðkoma er
um einkavegi frá Nesjavallavegi.
Hægt er að kynna sér tillögurnar á vef Mosfellsbæjar
á slóðinni mos.is/skipulagsauglysingar og á vef
Skipulagsstofnunnar á slóðinni skipulagsgatt.is.
Umsagnarfrestur er til og með 12. ágúst 2024
og umsagnir skulu berast með rafrænum hætti
í gegnum skipulagsgáttina.