Unga fólkið - 17.05.1968, Side 1
I Ungir stuðningsmenn Gunnars Thor-
I oddsens mynda með sér samtök
Unga fólkið fylkir sér
Meö þessu blaði, sem hér lítur dagsins
E ljós, haslar ungt stuðningsfólk Gunnars
= Thoroddsens sér völl í kosnngabarátunni
I um forsetaembættið. Sívaxandi fjöldi
E reykvískrar æsku fylkir sér um framboð
E Gunnars Thoroddsens, og nú hefur fjöl-
= margt ungt fólk stofnað til sjálfstæðra
= samtaka í þeim tilgangi að sameina átak
E unga fólksins í kosningabaráttunni.
Unga fólkið getur ráðið úrslitum.
Það verðui’ æ skýrara, að í kosningunum,
E sem fara fram 30. júní n.k., getur unga fólk-
E ið ráðið úrslitum. Með lækkun kosningaald-
E ursins bættist enn mikill fjöldi æskufólks í
= hóp kjósenda. Þetta unga fólk veit, að með
= samstilltu átaki getur það ráðið miklu um,
= hver valinn verður til þess að gegna æðsta
= embætti þjóðarinnar. Þessvegna hefur fjöl-
E margt æskufólk tekið höndum saman og
= sett á stofn samtök ungra stuðningsmanna
= Gunnars Thoroddsens.
Samtökin hafa skrifstofu og aðsetur í
E Vesturgötu 17, og annast Baldvin Jónsson
= daglegan rekstur skrifstofunnar.
um framboð Gunnars Thoroddsens —
Tilgangur samtakanna.
Tilgangur þessara samtaka er eins og fyrr
segir að vinna að kosningaundirbúninginum
og taka virkan þátt í kosningabaráttunni,
sem þegar er hafin. Megináherzla verður
lögð á að skipuleggja starf unga fólksins í
kosningaundirbúningnum, fá sjálfboðaliða
til starfa og safna fé í kosningasjóðinn, en
eins og öllum er ljóst, krefst undirbúningur-
inn talsverðra fjármuna. Frekari upplýsing-
ar um starfsemina verða veittar á skrif-
stofunni, en hún verður opin alla virka daga.
Þá er ætlunin að gefa út nokkur tölublöð
af ,,Ungu fólki,“ þegar tilefni gefast. Stefn-
an í málflutningi blaðsins og efni þess verð-
ur í einu og öllu unnið af fólki í samtökun-
um.
Róginum hnekkt.
Eins og sjá má á efni þessa blaðs er tals-
verðu rúmi helgað þeirri rógsherferð, sem í
ríkum mæli hefur sett svip sinn á kosninga-
baráttuna. Því er ekki að leyna, að samfara
hinni skefjalausu rógburði um Gunnar Thor-
oddsen, hefur einnig verið rekinn mikill,
Rógsherferðinni hrundið
skipulagður, áróður gegn framboði hans.
Kristján Eldjárn er mætur maður, en þrátt
fyrir það virðast ýmsar áróðurshetjur telja
það vænlegra til árangurs í þessari baráttu
að bera út'gróusögur og róg um þau hjónin
Völu og Gunnar Thoroddsen og gera lítið úr
hlutverki forsetaembættisins, í stað þess að
benda á hæfileika Kristjáns. Samtökin
skora á ungt fólk að standa einarðlega gegn
slíkri rógsherferð, sem aðeins er upphafs-
mönnum og þátttakendum til vansæmdar.
Hefjum heiðarlega baráttu.
1 stað þess að endurvekja pólitík alda-
mótaáranna með tilheyrandi persónulegum
svívirðingum, verður í þessu blaði og þeim,
sem eftir koma, leitast við að sýna fram á
mikilvægi forsetaembættisins og nauðsyn
þess, að í það embætti veljist maður, sem
vegna eigin reynslu og hæfileika er þess
trausts verðugur að gegna æðsta embætti
þjóðarinnar.
Unga fólkið mun því hafna rógbera-
pólitíknni, og svara henni með jákvæðri
og heiðarlegri kosningabaráttu.
NOKKUR ÆVIATRIÐI
GUNNARS THOROÐDSENS
Dr. Gunnar Thoroddsen er
fæddur 29. desember 1910 í
Reykjavík, sonur hjónanna
Sigurðar Thoroddsens verk-
fræðings og yfirkennara við
Menntaskólans í Reykjavík
og Maríu Kristínar Thor-
oddsens.
Gunnar varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1929, og lauk kandídatsprófi
í lögfræði frá Háskóla Is-
lands 1934. Hann var for-
maður Orators, félags laga-
nema 1930—1932. Fram-
haldsnám, einkum í refsi-
rétti stundaði Gunnar í Dan-
mörku, Þýzkalandi og Eng-
landi frá því í apríl 1935 þar
til í júlí 1936. Eftir heim-
komuna hóf hann lögfræði-
störf í Reykjavík og urðu
þau aðalstarf hans til 1940.
Þá var hann ráðinn til að
gegna prófessorsstörfum í
lagadeild Háskólans. Settur
prófessor var hann frá 1.
marz 1942 og skipaður í það
embætti 1. nóvember 1943.
Borgarstjóri í Reykjavík
var Gunnar kjörinn 4. febr-
úar 1947 og endurkjörinn
1950, 1954 og 1958. Hann
gegndi borgarstjórastarfinu
þar til hann var skipaður
fjármálaráðherra 20. nóv.
1959.
Gunnar Thoroddsen hóf
stjórnmálaferil sinn korn-
ungur og varð landskjörinn
þingmaður fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn árið 1934 aðeins 23
ára að aldri. Þingmaður
Snæfellinga var hann árin
1942—1949. Það ár var hann
kosinn þingmaður Reykja-
víkurkjördæmis og var þing-
maður þess kjördæmis þar
til hann var skipaður sendi-
herra Islands í Kaupmanna-
Framh. á bls. 3.
LAHDSBCKASAFH
281004
fSlANDS
Mynd af Gunnari Thoroddsen er hann var borgarstjóri í Reykjavik.
= MiiiiiiiiimiiimmiiimmimiiiiiiiiimmmimimMiiimimmiiimiiNiiiMiiiMiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiniiniimimiiiiinmnMmnunmnn