Við kjósum forseta - 10.06.1980, Page 1

Við kjósum forseta - 10.06.1980, Page 1
Blað stuðningsmanna Vigdísar Finnbogadóttur á Austurlandi /úní 1980 „Treystu þunn þú tryggju vilf Hún kom, sú og sigruði Það hefur vorað vel í Breið- dal eins og annars staðar á land- inu. Hér var því snemma allt á ferð og flugi, farfuglar í lofti og á legi, á landi ýmsir fuglar í sam- bandi við væntaniegt forsetakjör. Einn vorboðinn var framboð Vig- dísar Finnbogadóttru- — vorboði í jafnrétti kynjanna. — Um það leyti sem fréttin barst hingað um að kona gaefi kost á sér til for- setakjörs, hafði verið boðað til venjulegs fundar í kvenfélaginu Hlíf. Á þessum fundi kom fram svohljóðandi tillaga, sem var sam- þykkt einróma: „Fundur haldinn í K.venfélaginu Hlíf 3. febriíar 1980 hefur ákveðið að lýsa ein- dregnum stuðningi við framboð Vigdísar Finnbogadóttur til for- setakjörs 29. júní í sumar“. Ég hygg því, að hverjum sem við að endingu ljáum atkvæði, séu konur hér almennt ánægðar með framboð Vigdísar Finnboga- dóttur. Nú síðustu vikur og daga hafa komið hér þeir sem boðnst hafa til þess að taka að sér það virðu- lega og vandasama starf að vera forseti landsins. Sumir hafa farið með fjörum og heimsótt frysti- húsið á Bretðdalsvík , en við, svaltafólkið, höfum því miður orðið að sjá þeim á bak, aðrir, svo sem Guðlaugur Þorvaldsson og Vigdfs Finnbogadóttir hafa gefið sér tíma til þess að staldra við og tala við fólk á almennum fundi. Var fundur að Staðarborg með Vigdísi Finnbogadóttur. Fundinn sóttu um hundrað manns og er það fjölmennur fundur miðað við fólksfjölda hér, enda komu menn úr innstu dölum og af ystu nesj- um. Nokkrir komu og af Beru- fjarðarströnd. Fundarmenn þágu veitingar í boði stuðningsmanna Vigdísar. Kristín Ellen Hauks- dóttir, stöðvarstjóri Pósts og síma, setti fundinn en fundarstjóri var Einar Rafn Haraldsson. Vigdís flutti fróðlegt og snjallt erindi þar sem málið lék henni á tungu svo sem best getur orðið. Síðan svar- aði hún fyrirspurnum og ræddi við fundargesti. Ég er ekki svo bjartsýn að ætla að þarna hafi allir verið væntan- legir kjósendur Vigdísar Finn- bogadóttur, en hitt var greinilegt að hún átti hug og hjörtu fund- armanna. Og ég hygg að þeir sem fyrir fundinn renndu til hennar hýru auga hafi nú snúið við henni allri ásjónunni. Þegar framboð Vigdísar Finnbogadóttur var ráð- ið vakti það þegar mikla athygli, eigi aðeins innanlands, heldur og vfða út um heim, þvf enn er það svo, að fremur fátftt er að konur skipi sæti kjörinna þjóðhöfðingja. Kosning Vigdísar yrði því mikil landkynning, vekti athygli á ís- lenskri þjóð út um víða veröld. Við getum verið fullviss um að Vigdís Finnbogadóttir myndi skipa hið háa og mikilvæga em- bætti forseta íslands með þeirri reisn og virðuleika sem því hæf- ir. Ef til vill fáum við Vigdísi Finnbogadóttur ekki kjörna til forseta, en því munu þá að miklu ieyti valda gamlir fordómar á því að konur starfi utan heimilis og taki þátt í opinberum störfum, auk þess sem nokkrir virðast vera sammála höfundi sköpunarverks- ins og segja: „Það er ekki gott að maðurinn sé einn“ og Vigdís of gömul til þess að hægt sé að gera henni meðhjálp. Allt um það getum við sagt: Vigdís kom, sá og sigraði, því að nú er enginn í vafa um það að við eigum konu, sem vegna atgerfis sfns er fær um að vera forseti og stendur í engu að baki okkar bestu körlum. Austfirðingar, sýnum ennþá einu sinni að við látum ekki póli- tfska erindreka segja okkur fyrir verkum þegar kjósa á forseta. Fylkjum okkur um Vigdísi Finn- bogadóttur. Anna Þorsteinsdóttir, Heydölum. „Treystu bann ]>ú tryggja vilt“ segir gamalt spakmæli á þeirri tungu, sem gerir okkur Íslen4inga að sérþjóð meðal þjóða og hefur í ellefu hundruð ár verið sameiningartákn okk- ar. Að geta komið hugsunum okkar í orð er munaður okkar manna í margsamansettu lífríki á jörðinni, og frélsi og réttindi okkar til að segja og hugsa það sem okkur sýnist best, met ég mest af öllu sem íslendingur. Vináttu okkar allra innbyrðis og samstöðu met ég á sama hátt og þar hafa Austfirðingar ekki legið á liði sínu. Það er alltaf erfitt að fjalla um vináttuna. Enginn veit í raun og sann hvern hann á að vini, en sjálfur veit maður alltaf hvers vinur maður er. Ég hef lengi vitað hverjir í heim- inum eiga mig að vinj, hvað sem á bjátar. Ella hefði ég ekki snúið aftur heim eftir margra ára dvöl erlendis með vinum á öðrum slóðum. Og á Austfjörðum hef ég svo sannarlega í gegnum tíðina fundið andsvar við því vinarþeli, sem ég ber til þessarar þjóðar í samtíð minni. Mér er og verður það metn- aðarmál að koma hugsunum hennar og spakmælum um lífið til skila og að hún, sem ekki á annað en orðið og ótrúlega verk- menningu fárra manna að vopni, verði ávallt frjáls og óháð á skákborði heimsmálanna. í skákinni hefur drottningunni frá ómuna tíð ávallt verið teflt fram til vinnings. Sé henni fórnað í taflinu er kóngurinn jafnan í hættu. en til allrar hamingju á hann sér líka aðra útverði, og því sættumst við sem góðir skákmenn á hvern þann vinning, sem við hljótum. Með vinarkveðju til Austfirðinga. Vigdís Finnbogadóttir. Eru sjö menn í kjöri? Senn líður að því að þjóðin gangi að kjörborðinu til að velja sér nýjan forseta. Gefst mönnum þá kostur á að velja milli fjög- urra frambjóðenda, (margir eru famir að halda að valið sé milli sjö manna), sem vafalaust era allir vel hæfir til að gegna embætti þessu með sóma. Þó vekur einn frambjóðandinn, Vig- dís Finnbogadóttir, að mörgu leyti meiri athygli en hinir, þar sem kona á f hlut. Kona sem sýnt hefur, mér liggur við að segja, það einstaka áræði að bjóða sig fram móti þremur karlmönnum. í embætti sem fram að þessu hefur verið einokað af þeim. Karlmenn þessir virðast mér þó þurfandi mjög styrks kvenna sinna í kosn- ingabaráttu þeirri sem nú fer fram, og beita þeim mjög svo fyrir sig. Eiga sumir erfitt með að skilja hvað eiginkona forseta- frambjóðanda komi kjörinu við, þar sem verið er að kjósa forseta en ekki konu hans. Þó sýnist mér að baráttuaðferð þessi eigi að kasta rýrð á framboð Vigdfsar, þar sem hún státar ekki af maka, en um leið að gera hina fram- bjóðendurna álitlegri, þar sem þeir hafi stuðning af konum sfnum. Þessu mætti þá alveg eins snúa við, og segja sem svo að veikleiki mótframbjóðenda Vigdísar birtist í því að þeir eigi styrk sinn í mökum sínum, sem ekki er verið að kjósa um, en styrkur Vigdísar sé í henni sjálfri, þar sem hún treystir sér til að gegna forseta- embættinu án þess að styðja sig við eiginmann. Það sem styður framanrátað, er hve geysimikla áherslu karlfram- bjóðendumir leggja á það að þeir hafi eiginkonur sér við hlið. Er ég hér þó engan veginn að kasta rýrð á eða efast um ágæti kvenna þeirra. Virðist mér því að hér sé verið að nota sér vanahugsun — taktu eftir, vanahugsun — og jafn- vel kreddufestu fólks í þessum efnum, til að gera minna úr fram- boði Vigdísar, sem meS framboði sínu er þó að brjóta blað í sögu kvenréttinda og kvenfrelsis hér á íslandi, og e. t. v. víðar í heim- inum. Ættu konur að íhuga þá hlið málsins, þar sem þær standa karlmönnum alls ekki jafnfætis hvað varðar ýmis konar mann- réttindi, hvað svo sem lög segja þar um. Má þar til nefna launa- kjör. Þar sést að konur eru fjöl- mennastar í lægstu launaflokk- um, og vinni kona sama verk og karlmaður, við hlið hans, er í mörgum tilvikum breytt um stárfs- heiti hans, til pess að hægt sé að greiða honum hærri laun. Svona einfalt er þetta í ríki karla- veldisins. Verði Vigdís Finnboga- dóttir kosin forseti íslands, má telja það víst að margir fordóm- ar gagnvart konum hverfi sjálf- krafa, og þær öðlist verðugan sess í íslensku þjóðlífi. Þess vegna ætti það að verða sómi íslenskra kvenna að kjósa Vigdísi Finn- bogadóttur forseta íslands, fyrsta kvenforseta í heiminum kosinn í frjálsum kosningum. Sjálfur kýs ég Vigdísi, í virðingarskyni við konur, ekki bara vegna þess að þær eru konur, heldur vegna þess að þær eru menn. Menn sem eiga að hafa sama rétt og karlmenn til að njóta sín. Kjósendur á Austurlandi. Við kjósum forseta 29. jún/ næstkomandi, látum ekki vanahugsun og fordóma gagnvart konum verða til að seinka þróun- inni. Gerum hlut Vigdísar svo stóran, að hún verði okkar næsti forseti. Veljum Vigdisi. Jóhann Sveinbjörnsson Seyðisfirði

x

Við kjósum forseta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Við kjósum forseta
https://timarit.is/publication/2001

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.