Leikskrár Þjóðleikhússins - 17.10.1952, Blaðsíða 12

Leikskrár Þjóðleikhússins - 17.10.1952, Blaðsíða 12
var til vígslu Þjóðleikhússins. Styrkurinn, sem þjóðleikhúsið írska nýtur nú, neniur 3000 pundum. 1 stuttri grein verður vitanlega aðeins stiklað á örfáum at- ritum úr hálfrar aldar sögu leikhússins. Fyrsti höfundurinn, sem varpaði ljóma yfir hið sögufræga leikhús, var John Millington Synge. Eftir dauða hans hjöðnuðu að mestu deilur, sem staðið höfðu látlaust um leikrit hans, einkum ,,The Playboy of the Western World“, en raunar varð ólgan litlu minni, þegar Sean O’Casey kom fram á sjónarsviðið með ,,The Plough and the Stars“. A þessum árum bar Abbey-leikhúsið ægishjálm yfir flest enskumælandi leikhús, en allt er í heiminum hverfult og árið 1947 reis eitt leikritaskáldið upp úr sæti sínu meðan á leiksýn- ingu stóð og skoraði á áhorfendur að yfirgefa salinn vegna slæ- legrar frammistöðu leikenda og óstjórnar leikhússins yfir höf- uð. Þessi maður var Roger MacHugh, prófessor í enskum bók- menntum við Dyflinnar-háskóla, einnig kunnur hér fyrir fyrir- lestra við IJáskóla Islands 1950. Leikhússtjórnin sá að sér, kall- aði að leikhúsinu til starfa leikritaskáldið og leikarann Walter Macken frá Galway og leikstjóra frá New-York, ungfrú Ria Mooney, sem verið hafði lærisveinn Yeats og áður leikið í fremstu röð í leikhúsinu. Undir handleiðslu Ria Mooney stefn- ir leikhúsið nú að því að ná aftur hinni gömlu leikmeðferð. I þessu stutta ágripi er aðeins hægt að minnast á leikrita- skáld eins og Lennox Robinson, sem jafnframt hefur starfað manna lengst sem leikstjóri við leikhúsið og á nú sæti í stjórn þess, Paul Vincent Carroll, John St. Ervine, Frank O’Connor, George Shiels og fleiri, sem gert hafa garðinn frægan. Hér verð- ur algerlega að ganga fram hjá þeim þættinum í starfi leikhúss- ins, sem snýr að eflingu hinnar fornu þjóðtungu í Irlandi. Sjálf- ur Douglas Hyde reit fyrsta leikritið á írsku fyrir leikhúsið og það var sýnt á fyrsta ári aldarinnar, en ýmislegt bendir til þess, að leikhúsið eigi einmitt eftir að leysa höfuð-viðfangsefni frarn- tíðarinnar á þeim vettvangi og skipa þjóðtungunni aftur í önd- vegi —• en þá er líka. út.i öll sa.ga af leikhúsi. ensk-írsku skáldanna. [ 10 ]

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.