Leikskrár Þjóðleikhússins - 17.10.1952, Qupperneq 23

Leikskrár Þjóðleikhússins - 17.10.1952, Qupperneq 23
HÖFUNDURINN (Framh. af bls. 19). 1945 og vakti mikla athýgli. en seinna leikrit hans, ,.Rekkjan“, var sýnt í London haustið 1950 og verið að sýna það um þessar mundir í New-York, í Svíþjóð og víðar. auk þess sem Þjóðleikhúsið sýnir það hér. Höfundurinn skrifar sjálfur um það, hvernig leikritið „Rekkjan“ varð til: „Eg leigði mér herbergi í elliheimili fyrir konur í Amsterdam og fór huldu Iiöfði undir dulnefninu „frú Flyingheart“. sem er álíka fátítt nafn í Hollandi og „de Hartog“ í öðrum löndum. Þama lét ég fyrirberast í tíu vikur og vék aldrei út fyrir herbergið. Einustu manneskjurnar, sem vissu um mig og að ég var karlmaður en ekki kona, voru forstöðukonan og Mary litla. Mary litla var eldabuskan, sextíu ára gömul og farin að kalka. Hún færði mér mat ái bakka þrisvar á dag. — Það var mér lífið sjálft og svo ,,Rekkjan“. Eftir snæðing þess- ara leynilegu matarsendinga, settist ég við riáttborðið og skrifaði leikrit, sem ég hafði aldrei áður þorað að skrifa. — I mörg ár hafði ég velt fyrir mér leikriti með aðeins tveimur leikendum, eiginlega frá því mér var ljóst, hvernig á að skrifa leikrit (og það var talsvert síðar en ég byrjaði að skrifa þau). — Eg var svo upptekinn af að skrifa og lagði mig allan fram, svo að það kom fyrir að súpan hennar Mary litlu kólnaði á diskinum hjá mér. Eg skrifaði um það líf, sem ég vissi, að ég fengi ekki að lifa — lífið, sem mig dreymdi um. Tveimur dögum eftir að ég var búinn kom köllunin, bréf til „frú Flyingheart“, þar sem hún var beðin að mæta á járnbrautarstöðinni klukkan fimm um morguninn 2. apríl 1943 til fundar við konu, sem ætti að leiðbeina mér fyrstu sporin á leið minni til frelsis eða aftöku. Eg lagði af stað, hetja, sem beit á jaxlinn en skalf í hnjáliðunum. En „Rekkjan“ var búin og tekin til vörslu í fataskáp forstöðukonunnar. — Sjálfsmorðsboðskapur minn til eftirlifenda, og eitt þóttist ég vita: þar voru mörg mistök. — En leikritið er kveðja ungs manns til æsku sinnar, ástríðufull ástarjátning til þeirrar konu, sem hann hafði ehn ekki fundið. — Það er skrifað í ást og örvæntingu en ekki af kunnáttu. — Ef mér endist aldur til, skrifa ég ef til vill betri leikrit; en það leggst í mig, að þó að ég verði hundrað ára, muni mér aldrei takast að skrifa neitt, sem af sjálfu sér er jafn tilfinningaríkt og innilega hreinskilið.“ Ljósamenn: Kristinn DanÍelsson, Carl StefÁnsson og Helgi Baciimann. Hárgreiðsla og aðstoð við búninga: Kristólína Kragh, Torfhildur Baldvins og Haraldur Adolfsson. ík Sýningin hefst klukkan 20.00. — Sýningunni er lokið um klukkan 23.00. [ 21 ]

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.