Leikskrár Þjóðleikhússins - 17.10.1952, Side 11
1897, að leiksvið og salur er mjög áþekkt að stærð og var í
„Mechanics“ áður en ungfrú Horniman lagði fram fé til breyt-
inga. En jafnvel eftir breytinguna eða síðustu ár Abbey-leik-
hússins, var margt keimlíkt með Iðnó, þó var leiksviðið aðeins
dýpra og áhorfendasalur með svölum tók samtals 560 áhorf-
endur. í þessu húsi fór fyrsta leiksýningin fram 27. des. 1904.
Lady Gregory var viðbrugðið fyrir dugnað og stjórnsemi, en
mest var um það vert, að hún var ágætt leikritaskáld og hafði
oftast á takteinum ný viðfangsefni handa leikhúsinu. Samvinna
milli hennar og ungfrú Horniman fór út um þúfur frá fyrstu
stundu þegar af þeirri ástæðu, að ekki var hægt að telja ung-
frúna eiganda leikhússins, vegna búsetu í öðru landi, en Lady
Gregory talin eigandi í leyfisbréfi yfirvaldanna til handa leik-
húsinu. Seinna kippti ungfrú Horniman að sér hendinni um
allan stuðning við leikhúsið, þegar henni fannst stjórn þess
sýna litla tillitssemi við Breta, en þá var leikhúsreksturinn
lcominn á rekspöl og leikhúsið búið að koma undir sig fótunum
fjárhagslega. llíkisstyrk fékk leikhúsið fyrst árið 1925 og' var
það enn Lady Gregory, sem samdi urn það mál við þáverandi
fjármálaráðherra Irlands, Ernst Blythe, en hann varð síðar
leikhússtjóri og var hann einn meðal crlendra gesta, sem boðið
Leiksvið A bbey-leiJchússins.