Leikskrár Þjóðleikhússins - 21.11.1952, Qupperneq 23

Leikskrár Þjóðleikhússins - 21.11.1952, Qupperneq 23
L e i k s v i ð i ð : LEIKS VIÐSST JORI .......... LEIKTJALDA- OG BÚNINGATEIKN- INGAR .................... LJÓSA MEISTA RI ............ YNGVI THORKELSSON LÁRUS INGÓLFSSON HALLGRÍMUR BACHMANN Málarar: Lárus Ingólfsson og Konráð Pétursson. Buningar: Saumastofa Ljóðleikhussins saumaði, forstöðukona Nanna Magnússon. Aðstoðarmenn leiksviðsstjóra: Aðalsteinn Jónasson, Guðni Bjarnason og Þorgrímur Einarsson. Hárkollur og hárgreiðsla: Kristólína Kragh, Torfhildur Baldvins og Haraldur Adolfsson. Marcel Pagnol (Fmmh.«/ bb. w). mikla brautryðjanda nútíma-Ieiklistar í Frakldandi, var leikritið tekið til sýningar í Variétés-leikhúsinu í París og frumsýnt í). október 1938. Það er tileinkað Antoine. Leikritið var sýnt samfleytt til 1933 og færði höfundin- um á skömmum tíina heimsfrægð. Nú rak hvert leikritið annað frá hendi Pagnols: „Marius“ (1939), „Fanny“ (1933) og „César“ (upphaflega samið sem kvikmyndahandrit og ekki leikið á leiksviði fyrr en 1947). Þessi þrjú verk eru nokkurskonar þríleikur (trilógía) um próvensalskt almúgatolk, veitingamanninn César, soninn Maríus og kærustu hans Fanny, og hefur einkum leikur hins nýlátna leikara, Raimu’s, vakið heimsiathvgli í kvik- myndunum, sem gerðar hal'a verið um leikrit þessi, en hann hefur leikið César í öllum myndunum. Upp úr árinu 1931 tekur Pagnol að helga sig eingöngu ritun kvikmynda- handrita, og lét hann einskis ófreistað til þess að læra það verk svo vel, sem tök voru á. I því skyni gerðist liann fyrst kvikmyndatökumaður, síðan starfs- maður á vinnustofu, leikstjóri, auglýsingastjóri og kvikmyndahússtjóri, allt í því skyni að kvnnast öllum liliðum kvikmyndaiðnaðarins. Hefur hann skrifað fjölda kvikmynda, bæði um sín eigin verk og verk annarra höfunda. þ. á m. ,,Tópaz“, „Marius“, „Fanny“, „César“, ,.La femme du Boulanger“ (Kona bakarans). „La Fille du Puisatier“ (Dóttir brunngrafarans), „La Belle Meuniere“ (Malarastúlkan fagra — um ævi Schuberts). Arin 1944—1946 var hann forseti Félags franskra leikritahöfunda og tónskálda og vann mikið starf í því skvni að fá viðurkennda réttinda-aðstöðu höfunda kvik- myndahandrita. Arið 1946 var liann kjörinn félagi frönsku Akademíunnar, fvrsti kvikmyndahöfundur, sem kjörinn var til þeirrar virðingarstöðu. Marcel Pagnol er riddari heiðursfylkingarinnar og á nú heima í Monaco.

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.