Félagsrit KRON - 15.02.1947, Síða 4
Fyrir skilnaðinn nam umsetning utan-
bæjardeilda Kron nál. 30% af heildar-
sölu. Niðurstaðan verður því sú að frá
árslokum 1944 til ársloka 1946 hefur
vörusala Kaupfél. á félagssvæði Kron
aukizt úr 13,3 milljónum í ca. 20 millj-
ónir og enda þótt um nokkra verðhækk-
un sé að ræða á þessu tímabili, er aukn-
ing viðskipta Kaupfélaganna augljós.
Það hefur komið í Ijós að skilnaður-
inn hefur verið réttur skipulagslega séð,
þó að á meðan á honum stóð. hafi hann
valdið Reykjavíkurdeildinni talsverðra
örðugleika, eins og franr kom af rekst-
ursafkomu félagsins árið 1945.
A síðasta ári var endanlega gengið
frá skilnaði Sandgerðis- og Grindavík-
urdeilda. Þessar deildir voru reknar sem
sjálfstæð Kaupfélög, Sandgerðisdeildin
frá 15. maí, en Grindavíkurdeildin frá
1. ágúst 1946. Vörusala þessara heggja
deilda var fyrri hluta ársins 1946 á nreð-
an þær voru reknar undir stjórn Kron
285 þús. krónur. Grindavíkurdeildin er
nú runnin saman við Kaupfélag Suður-
nesja en í Sandgerði er risið upp Kaup-
félagið Ingólfur, sem áður var Sand-
gerðisdeild Kron.
Eins og að framan greinir liggja ekki
enn þá fyrir endanlegar skýrslur um
rekstur Kron fyrir árið 1946. Þó má
fullyrða, að afkoman s.I. ár er að mun
betri en árið áður. Matvöruflokkurinn
hefur unr margra ára skeið verið rekinn
með óhagstæðum árangri, en jafnvel
þótt að ekki verði sagt að þessi grein
verzlunar sé ennþá ákjósanleg, er um
talsverða framför að ræða. Nánari
greinargerð fyrir reksturinn ahnennt
verður að bíða næsta heftis félagsrita,
en þá mun árskýrslan frá 1946 væntan-
lega birt.
Vörukaup og vöruskortur
Það leikur ekki á tveim tungum, að
oft er ástæða til að kvarta yfir vöntun
á ýmsum vörum, og fer KRON ekki var-
hluta af slíkum k\ Hrtunum frekar en
aðrir þeir, sem við vörudreifingu fást.
Flestir munu á einu máli um það, að á
meðan innflutningsverzlunin byggist
ekki á nákvæmri áætlun, þ. e. að áætlun
sé gerð um þarfir þjóðarinnar á magni
hverrar vörutegundar megi alltaf húast
við vöruskorti eða óhófsinnkaupum, sem
hlýtur óumflýjanlega að hafa óheppileg
áhrif á gjaldeyrismál þjóðarinnar.
Eins og kunnugt er eru það helzt tvö
innkaupasambönd, ,sem aðallega flvtja
nauðsynjar til landsins, þ. e.: Impuni =
Innkaupasamband kaupmanna ög S.I.S.,
sem er innkaupasamband Kaupfélag-
anna. A stríðsárunum voru kaupmenn
og kaupfélög að mestu leyti komnir upp
á þessi sambönd sín með vöruútveganir
og munu verða svo enn, á meðan vand-
kvæði eftirstríðsáranna um framleiðslu
og dreifingu bráefna og fullunninna
vara eru óbreytt.
A stríðsárunum lagði S.I.S. afar mik-
ið upp úr því, að vera vel byrgt af hvers
kyns matvörum og má segja að það hafi
2
Félagsrit KRON