Félagsrit KRON - 15.02.1947, Síða 10

Félagsrit KRON - 15.02.1947, Síða 10
félögin með því að koma með skynsam- lega gagnrýni og tillögur um endurbæt- ur á starfseminni. Eg býst við að marg- ar ykkar séuð ekki sjálfar í félaginu, heldur sé það húsbóndinn og sumum ykkar finnist því að þið berið minni ábyrgð á starfsemi félagsins. En eins og ykkur er kunnugt af lögum Kron, geta hjónin mætt á fundum, hvort sem er, og greitt atkvæði hvort fyrir annað. Þið berið jafnmikla ábyrgð á fjárhag heim- ilanna og húsbóndinn, en þar sem það eruð aðallega þið, sem kaupið vöruurn- ar, handfjadið þær daglega og vinnið úr þeim og með þeirn, er það skylda ykkar að gefa félaginu bendingar um vöruval og þvílíkt. Það eruð þið hús- mæðurnar, sem daglega kaupið vörurnar og þið ákveðið hvar þær eru keyptar. Félagið gerir þá kröfu til ykkar, að þið verzlið ekki annars staðar að nauð- synjalausu. Samvinnufélögin hafa leit- azt við að nota ætíð sem mest eigið rekstursfé og inneignir félagsmanna sem veltufé, til þess að vera óháð lánar- drottnum. Kron vinnur nú að því að auka rekst- ursfé sitt, fá heilbrigðan grundvöll til þess að geta komiö upp fleiri sölubúð- um og unnið annað það í þágu félags- manna, sem okkur dreymir um. Við megum ekki gleyma því, að með því að verzla við félagið aukum við vöruvelt- una, en þar sem hundraðshluti allrar viðskiptaveltu er lagður í varasjóð og vissir hundraðshlutar af viðskiptaupp- hæð hvers félagsmanns á ári hverju eru lagðir í stofnsjóð, en báðir þessir sjóðir eru notaðir sem veltufé félagsins, þá sjá- um við að allar húsmæðurnar innan Kron geta haft geysileg áhrif á það að auka eigið veltufé félagsins. Kron krefst þess því af húsmæðrunum, að þær hafi þetta stöðugt hugfast. Félagið óskar þess að húsmæðurnar kynni sér árs- skýrslurnar sem bezt. En ef þær gera það og skilja mál talnanna, er engin hætta á öðru en þær hugsi sig um, áður en þær verzla annars staðar, því enginn vill vinna gegn sínum eigin hagsmunum. Húsmæðurnar geta líka haft áhrif á það að sntá upphæðir séu lagöar í innláns- deild félagsins. Innlánsdeildin verður líka til þess að auka sjálfstæði félagsins og fá því veltufé í hendur og margt smátt gerir eitt stórt. Kaupfélagið óskar þess einnig, að húsmæðurnar útskýri tilgang félagsins fyrir kunningjakonum, sem þær hitta af og til og ekki eru í félaginu, og stuðli þannig enn að því aö efla félagið. Það er oft sagt að kvenþjóöin sé mest gefin fyrir óljósa dagdrauma og sé illa við allar staðreyndir, sérstaklega ef þær eru settar fram með tölum. Það er nauðsynlegt að láta sig dreyma, en draumana verðum við að framkvæma með nákvæmum útreikningi og leiðin- legri þrautseigju og ef við viljum að eitthvað sé framkvæmt af okkar eigin félagssamtökum, verðum við að gera okkur Ijóst, hvaða fj árhagsgrundvöllur er fyrir hendi. Þetta vitum við ekki og þurfum því helzt að mynda námshringi og umræðuhópa til þess að skilja áhuga- Auhin viðshipti y&ur shapu mötfleika fyrir fleiri KRON-búöum 8 Félagsrit KRON

x

Félagsrit KRON

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit KRON
https://timarit.is/publication/2018

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.