Félagsrit KRON - 15.02.1947, Síða 11
mál okkar í stærra samhengi og vinna
að framkvæmd þeirra.
Samvinnuhreyfingin hefur allt frá
byrjun lagt mikla áherzlu á fræðslu og
kynningarstarf alls konar, og fljótt
skyldist mönnum, hve geysileg áhrif
húsmóðirin gat haft á þróun samvinnu-
hreyfingarinnar, vegna þess að hún
kemur daglega fram sem fulltrúi neyt-
endanna.
Samvinnukvenagildin eða félögin,
sem fyrst eru stofnuð í Englandi og
hafa víða, t. d. í Svíþjóð, náð mikilli
útbreiðslu, starfa bæði að fræðslu hús-
. mæðra um samvinnumál og um störf
húsmæðranna almennt. Þau eru nú til
innan flestallra neytendafélaga í Sví-
þjóð. Stundum hafa þau einnig haft með
höndum fræðslu út á við um möguleika
samvinnuhreyfingarinnar til þess að
létta heimilisstörfin og víða út um
hyggðirnar hafa þau átt frumkvæðið að
því að hrinda samvinnuþvottahúsamái-
inu í framkvæmd, og þá oft getað unnið
með öðrum kvennasamtökum. Smám
saman hafa þessi kvennasamtök orðið
ráðgefandi aðilar í starfi sænsku sam-
vinnuíélaganna og upp af þessari starf-
semi hefur svo sproltið húsmœðraráð
sænska sambandsins. Það var stofnað
1944. Það er skipað rúmum 20 konum
fulltrúum húsmæðra úr kaupstað og
sveit, sérfræðingum á ýmsum sviðum
heimilisstarfa, og félagsfræðingum.
Ráð þetta heldur flesta fundi sína í
smáhópum og skiptir með sér verkum,
þannig að einn hópurinn fjallar um
matvörur, annar um áhöld til heimilis-
notkunar, þriðji um vefnaðarvörur og
húsgögn, fjórði um tilbúinn fatnað,
fimmti um samvinnustofnanir til léttis
heimilisstörfum, svo sem samvinnu-
þvottahús, sjötti um fræðslu.
Ráð þetta kemur einnig með ýmsar
uppástungur um val á vörutegundum og
framleiðslu á öðrum, sem heimilin
skorta. Það leikur enginn efi á því að
þessi samvinna húsmæðranna við stjórn
neytendafélaganna hefur þegar haft
mikil áhrif á vöruval og vöruvönduu
fyrirtækjanna, og þá jafnframt á vöru-
val og vöruvöndun einkafyrirtækjanna,
á sama hátt og kaupfélögin hafa lækkað
verðið hjá kaupmönnunum. Sjónarmið
neytandans hefur þannig náð meiri á-
hrifum.
Velferð alls mannkynsins í framtíð-
inni byggist að miklu leyti á því, að
sem flestir skilji og viðurkenni, að eini
skynsamlegi tilgangur allrar framleiðslu,
vörudreifingar og verzlunar er að upp-
fylla sem flestar þarfir allra neytenda.
Neytendasamtök á samvinnugrundvelli
geta átt geysimikinn þátt í því að efla
þennan skilning.
FélagsiiiannaÉal
Félagsmenn 31. des. 1945: 6033.
Dánir og gengnir úr á árinu 1946: 24.
Gengu úr vegna Sandgerisdeildar: 61.
Gengu úr vegna Grindavíkurd.: 43.
Fluttir burt af félagssvæðinu án þess
þó að hafa formlega sagt sig úr
KRON: 107.
Nýir félagsmenn á árinu 1946: 255.
Félagsmenn 31. des. 1946: 6103.
Félagsrit KRON
9