Félagsrit KRON - 15.02.1947, Síða 14

Félagsrit KRON - 15.02.1947, Síða 14
Rafknúnar lieimilisvélar A aðalíundi Reykjavíkurdeildar Kron og á aðalfundi félagsins á s.l. ári kom fram og var samþykkt lillaga, sem átti miklu fylgi að fagna. Tillaga þessi var áskorun til Viðskiptaráðs og viðskipta- málaráðherra að veita KRON innflutn- ing á rafknúnum heimilisvélum eftir þörfum félagsmanna. Strax eftir fundina fóru félagsmenn að láta skrá sig á skrif- stofu félagsins fyrir einni og annarri tegund þessara véla. Tillagan var tilkynnt hlutaðeigandi aðiljum og forráðamenn félagsins sóttu strax formlega um þennan innflutning. Fyrst í júní fékk félagið 43 ísskápa og 100 hrærivélar frá Ameríku á vegum S.Í.S. og var því úthlutað til þeirra fé- lagsmanna, er fyrstir létu skrá sig. Til viðbótar þessu átti svo félagið á vegum verði neitað að endurnýja týnda seðla. Félagsmenn verða því að gæta þess vel að týna ekki seðlunum. Lokaorð Félagsmenn ættu að taka allt það, sem hér hefur verið sagt til athugunar. Auka viðskipti sín við félagið og halda arð- miðum sínum vel til haga, til þess að verða í sem ríkustum mæli aðnjótandi þeirra hlunninda, sem vörujöfnunin veitir. S.Í.S. innflutningsleyfi fyrir 40 þvotla- vélum og 100 hrærivélum, en ekkert af því fékkst afgreitt frá Ameríku á s.l. ári og var borið við verkföllum þeim, er þar voru á árinu. Isskápa hefði þó sennilega verið hægt að fá afgreidda. En þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir forráða- manna KllON fengust alls ekki afgreidd á síðasta ári meiri leyfi en að framan getur. Eftirspurnin eftir vélunum er hinsveg- ar mjög mikil og 24. jan. s.l. lágu fyrir hjá KRON óafgreiddar pantanir frá fé- lagsmönnum á: 597 hrærivélum, 449 þvottavélum, 470 ísskápum, 147 strau- vélum og 12 eldavélum. Margir félags- menn hafa þó hætt. við að láta skrá sig, sökum þess hve margir voru fyrir og vegna þess að alls engin loforð var hægt að gefa um afgreiðslu. Ekkert er að svo stöddu hægt að segja um, hvaða skilning og vilja forráða- rnenn ínnflutningsins ætla á þessu ári að sýna í þessu þýðingarmikla máli heimilanna, en væntanlega sjá þeir þó eitthvað að sér. Lágmarkskrafa KRON er að fá leyfi fyrir hinum .pöntuðu vél- um. Aðalfundir Aðalfundur Reykjavíkurdeildarinnar verður að forfallalausu haldinn í Iðnó á skírdag. 3. apríl n. k. kl. 2 e. h. Aðalfundur KRON verður að forfalla- lausu haldinn sunnudaginn 27. apríl. 12 Félagsrit KRON

x

Félagsrit KRON

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit KRON
https://timarit.is/publication/2018

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.