Ármann - 31.07.1948, Blaðsíða 3

Ármann - 31.07.1948, Blaðsíða 3
Með þessu blaði hefst útgáfa dagblaðsins ÁRMANN. Arrnann er fyrsta prentaða dagblaðið, sem skátar gefa út hér á landi, og er það því rnerkur þáttur í útgáfu og blaðamennsku þeirra. Blaðinu eru ekki œtlaðir langir lifdagar, aðeins þeir 10 dagar, sem íslenzkir skátar fjölrnenna til móts við skátasystur og brœður allmargra annarra þjóða að Þingvöllum. Markmið blaðsins er það, að fesla i letur það markverðasta, sem skeður á'10. landsmóti skáta. Safna ýmsum fróðleik urn skáta og skátamálefni og birta álit leiðandi manna urn rnarkmið, leiðir og áhriþ skátahreyfingarinnar. Tilgangi sinum hyggst blaðstjórnin ná.með því að hafa frétta- menn sína og Ijósmyndara stöðugt á varðbergi, þar sem merkustu atburðir mótsins kunna að gerast; með þvi að leita sagna úr þró- unarsögu skátahreyfingarinnar, og með þvi að fá greinar frá sem flestum, er kunnugleika hafa á starfi og áhrifum skátareglunnar. Auk þessa verður lögð rnikil áherzla á að kynna Þingvelli frá ýmsum sjónarmiðurn, þvi að margt mun verða hér ungmenna fyrsta sinni. Nafngift blaðsins hefði getað orðið á ýrnsa vegu, af þvi að mörg skátaheiti eru falleg. En einhugur ríkti um nafnið Ármann, enda er stór ávinningur að geta nefnt blaðið svo. Mörg rök liggja að því og skulu nokkur talin hér. Nafnið er stutt, áferðarfallegt og hljómfagurt. Útgefandi Ármanns á Alþingi, Baldvin Einarsson, var einn af skátum sinnar tiðar, gerði aílt, sem í hans valdi stóð, til að gera sliyldu sina við guð og ættjörðina. Þá vœri full ástœða fyrir okkur skáta að láta blaðið heita eftir Árrnannsfelli, sökum fegurðar og shjóls, sem það hefur veitt okkur. Og siðast, en ekki sízl, eftir Ármanni, sem bjó í Ármannsfelli, en hann kunni ráð við hvers manns vanda og leysti þrautir allra, er til hans leituðu, og varð hann þvi talinrl meðal hollvætta lands- ins. Ekki þurfti annað en nefna nafn Ármanns, þá var hann til staðar, þótt stundum v.æri yfir úlhaf að fara. Ekki þurfti alltaf að nefna nafn Armanns til þess að hljóta náð fyrir augum hans. Hrein sál, athafna- og góðvilji voru lyndiseinkenni að hans skapi, og kom hann oft óbeðinn til móts við sltka menn á örlagavikum augnablikum. Blaðið væntir þess, að allir skátar beri virðingu og traust til hollvœtta lands og þjóðar, og að hugarfar skátans verði sem næst því formi, sem Baden Powell gaf okkur fegurst. Þá mun land- vættin, Ármann, Ijá okkur lið og gefa okkur anda og kraft til að verða ármenn þjóðar okkar iim ókomin ár. RITSTJ. Skátar frá 34 félögum og Jiwii þjóSum komii Þiu^vulla. í cfaj* Móíílð ver&UT l-íátíðlega sett hl. 21 á morgun Fyrstu þátttnkendur í 10. Lands- móti skáta, komu hingað í gærdag, en síðan heíur stöðugur straumur aí skátum verið austur í dag. Hugsið ykkur. í dag er 31. júlí, á morgun 1. ágúst og síðan eru eftir okkar, er nú ævintýrið að byrja, — sá hluti sem þið takið öll þátt í. Af hálfu mótsstjórnarinnar og annarra starfsmanna mótsins, hefúr verið mikið að gera, e. t. v. um of. En þrátt fyrir það, h5fa allir reynt Mótstjómin á fundi. Talið frá vinstri: Pétur M. Jónsson, Aðalstemn Júliusson, Helgi S. Jónsson, Soffía Stefánsdótlir, Páll Gíslason mótsstjóri, Sigríður Guð- mundsdóttir, Herrnann R. Slefánsson, Vilbergur Júliusson og Guðm. Ófeigsson. níu dásamlegir dagar, það landsmót sem svo lengi hefur verið beðið eftir. Skátaborgin er þegar að rísa og hinir 1000 íbúar hennar eru í óða önn að korna sér fyrir. Eftir allan þennan rnikla undir- búning, öll ferðalögin ykkar sumra, og ekki sízt hinna erlendu gesta að leysa sín verk á sem beztan hátt. Undirbúningurinn á mótssvæðinu okkar hefur einnig verið mikill, það sjáið þið, ef þið athugið byggingarn- ar, vatnsleiðslurnar, símakerfið, varðeldastæðin og annað, sem mikil vinna liggur í. Framhald á 3. bls. Unnið við tjaldbúðasveeðið.

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/2021

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.