Ármann - 31.07.1948, Blaðsíða 4

Ármann - 31.07.1948, Blaðsíða 4
2 Á R M A N N Laugardagur 31. júli VAIÐ MÓTSSKÁTAR. Mig langar til aS senda ykkur smá pistil um varðelda, ykkur, sem dvelj- ist á landsmótinu. Auðvitað hef ég ekkert nýtt að scgja, en stutt rabb franr og aftur getur ef til vill orðið að einhverju gagni. Þið hafið öll margoft heyrt talað um mikilvægi varðeldanna, hve vandasamt sé að undirbúa þá og hve nauðsynlegt að gera það nákvæm- lega. Þið hafið vonandi einnig lesið einhvers staðar urn ábyrgðina, sem hvílir á einstaklingununr, sem við varðeldinn sitja, og afstöðu þeirra til varðeldastjórans, og sjálfsagt haf- ið þið þá hugsað sem svo, að allt væri þetta nú orðum aukið. Því mið- ur er hér ekkert rúm til að kryfja þessi orð til mergjar, en ég ætla að biðja ykkur um þáð samt, að skoða þau sem gullnar reglur, ef ekki lög- mál, að svo stöddu. .... Og eitt ætti að vera hollt í þessu sambandi. Þið gætuð hugsað ykkur, að ykkar félag, ykkar deild, ykkar sveit, bæri ein ábyrgð á stóru varðeldununr á landsmótinu. STJÓRN VARÐELDSINS. En nú gæti ég trúað, að einhver ykkar varpaði fram þessari spurn- ingu: Er ekki allur gaklurinn fólg- inn í því að finna góðan varðelda- stjóra og er ekki allt í raun og veru undir valdi hans konrið? Það er ekki rétt nema að sumu leyti. Vissulega er nauðsynlegt, að varðeldastjórinn sé starfi sínu vax- inn, en aðeins með því, að bæði hann og aðrir einstaklingar vinni einlæglega, starfi saman, má ná veru- legum árangri. Hlutverk varðelda- stjórans er fyrst og fremst það, að sámeina hina einstöku þætti, hjálpa ykkur til við að framreiða ykkar efni og bera það á borð fyrir háttvirta áhorfendur. Og rnunið þetta í sambandi við rabbið um varðeldastjórann: Góður varðeldur getur orðið til með .léleg- um varðeldastjóra, en hann er óhugsanlegur með áhugalitlum og óduglegum þátttakendum. AÐRIR EINSTAKLINGAR. Og þið sjálf, sem sitjið við varð- cldinn, þið eruð kjarni hans, hold hans og sál, ómissandi hluti hans ELDAR meðan hann stendur yfir. Það verð- ur aldrei nógsamlega fyrir ykkur brýnt. Án virkra aðgerða ykkar og vilja verður hann aðeins hismið eitt, innantómur og yfirborðskenndur. Varðeldurinn er enginn einleikur, hann er sanrspil fjölmargra óma, radda, sem syngja sig saman og verða fyllri og áhrifaríkari eftir því, sem á líður. VARÐELDASÖNGURINN. Söngurinn er sérstæðasti þáttur varðeldsins, sá þátturinn, sem eink- unr auðkennir hann og gerir hann skátalegri. Hann er eins og þráður, sem gengur í gegnum allt annað, tengir það saman og sveipar sinni töfrablæju. En söngnum má heldur ekki of- bjóða, eða réttara sagt, varðeldafólk má ekki ofbjóða með söng. Hann getur líka orðið þreytandi, ef langt er gengið. PRAKTÍSKT EþNI. Ég geri ráð fyrir, að þið hafið eig- inlega búizt við öðru, þegar þið byrj- uðuð að lesa þessar hnur, búizt við ýnris konar töflum og upptalning- um um praktískt efni. En sannleik- urinn er sá, að ég taldi rabb, sem þetta, eina praktísktast, að svo stöddu. Og eiginlega get ég ekki gef- ið ykkur betra ráð en það, að afla ykkur sem beztra gagna um varð- elda að lestrinum loknum og taka síðan það, sem fýsilegast er, til með- ferðar, en geyma hitt til betri tíma. Bæklinga unr varðelda má nú panta hjá flokknum „Ú!fljóti“. í sambandi við efnið eða efnis- flutninginn vildi ég benda á eitt at- riði. Þegar leikþáttur er fluttur við varðeld, eru leiktjöld sjaldan notuð. Þetta er einn af varðeldasiðunum og einkennir varðeldaþættina, grein.ir þá frá öðrum leikþáttum. Leikendur gera þá oft í upphafi leiks grein fyrir leiksviðinu og biðja áhorfendur að hugsa sér það, eins og það á að vera. Svipað má segja um leikbúninga. Þó bregður út af þessu einstöku sinn- um og eru þá bæði leiktjöld og búningar notaðir. Er það einkum við dramatískar sýningar, þar sem skrauti og íburði er ætlað að setja sinn svip á flutninginn. VARÐELDAR Á SKÁTAMÓTUM. Varðeldar á skátamótum eru án efa líkastir eldum hinna fornu frum- byggja, sem eru hinar eiginlegu fyrir- myndir okkar, líkastir þeirn að anda og efni. Skátamir setjast þá við varð- eldinn að lokinni vinnu og skáta- störfum, til að hvíla sig og hverfa um stund frá áhyggjunr hversdags- Framh. d 4. bls. 1 Foringjabóðir kvennskáta 2 Akrahes. 3 Laugarvatn og Fossbúar. 4 Faxi, Vestmannaegjum. 5 Akureyri S/g/ufJörður 6 Hafnarfjöráur 7 Borgames. 8 Keflavik, Njar&vik. 9 Samtjaldhúíir stú/kna. fO Varáeldasvœbi stúikna tt Patreksfjörior. 12 isafjöröur, Flateyri, Bofungavik. 13 Kvennskátafelag fíeykjav/kur 14 Úif/Jótsvaln. 15 Eldhús stú/kna. 16 Bifrei&astœii almennings. 17 Aáalvaráeldasvœáil 18 Tja/dsvœ8i almennings. 19 Neyz/uvatn. 20 fíafstöi. 21 Sjúkrahós. 22 S/ysastffa. 23 Bifre/Sas/œ6i móf sbifreióa 24 Opinbe rar byggingar 25 Turn. 26 MiSgrSur. , 27 Eldhús drengja. 28 Skátafélag fíeykjavikur 29 Brœ Sralag. 30 Hafra r fjörSur. 31 isafjörSur. 32 VarStja/d. ASalh/iS 33 Kef/av/k. 34 Vbtsungor. 35 Akureyr/. 36 BatreksfjörSur. 37 Borgarnes. 38 Akranes. 39 Faxi, Vestmanna eyjum. 40 NjarSv/k. 41 Eyrarbakk/, Stykk/shá/m ur. 42 For/'ng jab ÚS /r dre ngja ská ka 43 VarSe rda tvatSi drengja A.y+ya 20.-7-

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/2021

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.