Ármann - 31.07.1948, Blaðsíða 5

Ármann - 31.07.1948, Blaðsíða 5
Laugardagur 31. júli ÁRMANN 3 TjalcOíiiSastiíSmiifi. setur þúsundí Manna sltátaliðii’giiiiii re^lur. Tjaldbúðastjóri landsmótsins er Pétur M. fónsson, auk þess í tjaldbúð drengja Hermann R. Stcfánsson og stúlkna Soffía Stefáns- dóttir. Tjaldbúðastjórnin heftir nú gefið út reglur þær, er við birtum hér á eftir á íslenzku, ensku og dönsku, til að fyrirbyggja að nokkur misskilningur geti átt sér stað. Lögreglustjóri er Haraldur Guðjónsson, og sér löggæzla mótsins um, að reglur þessar séu haldnar. REGLUR 1. Ollum shátum ber að vera i fullkomnum búningi, þegar þeir dveija utan síns tjaldbuða- svæðis. 2. Ollum skátum ber að mceta í búningi við fánahyllíngar. 3. Skátum er óheimilt að reykja á mótasvceðinu, utan sins tjald- búðasvceðis. 4. Bannað er að kveikja eld, nema á þar til gerðum stöðum. 5. Oll umferð er bönnuð, utan tjaldbúðasvœðis félaganna frá kl. 23 e. h. til 7J0 f. h. 6. Hver tjaldbúðaforingi, ber ábyrgð á að reglur þessar séu haldnar. m Einkenni starfsmanna: Gcesla: Rauðir klútar. Sjúkrahús: Hvítur klútur með rauðum krossi. Aðrir starfsmenn: Gulir klútar. Aths.: Aðrar reglur fara eftir dag- skrá á hverjum degi. Varið ykkur á gjánum. Tjaldbúðastjórn. REGLER 1. Alle Spejdere skal bcere fuld Uniform, naar de er udenfor deres Lejromraade. 2. Til Flaghildsen skal alle Spej- dere tnöde i Uniform. 3. Det er Spejdere forbudt at ryge paa Mödets Omraade, udenfor deres egen Lejrþlads. 4. Det er forbudt at tcende Ild undtagen paa dertil bestemte Steder. 5. Fra kl. 23 til kl. 7þ30 er al Fœrdsel udenfor T eltlejrene forbudt. 6. Hver enkelt Teltlejrskomman- dant er ansvarlig for at disse Regler bliver overholdt. Distinktioner: Opsyn: Röde Skærv. Sygehus: Hvide Skærv med rödt. Kors. Andre: Gule Skærv. Bemœrkn.: Andre Regler bestem- mes med Dagsorden daglig. Pas paa Kloftene. T eltlejrsbestyrelse. REGULATIONS jk 1. All Scouts must be dressed in full Uniform when outside their Tent Zone. 2. All Scouts must be in full Uni- form during Flag Hoisting. 3. It is strictly þrohibted for Scouts to smoke within the reception area, outside their Zone. 4. It is strictly prohibited to light fires, except at the recognised places. 5. All journeys outside the en- campment are banned between the hours of 23.00 and 07.30. 6. The Scout in Charge of each Camp will ensure that these aforementioned Regulations are strictly adhered to. Authorised assistants: Guards: Red scarf. Sick bay attendants: White scarf with Red Cross. Others: Gold scarfs. Other Regulations will appear in the Bulletin each day. All Scouts are advised to beware of the daúgerous clefts in the rocks. ARMANN Útgefandi: 10. Landsmót skáta. Áby rgðarm.: ij Guðmundur Ófeigsson. RITNEFND: Jón Tómasson, ritstjóri. Örn Þór, fréttastjóri. Óskar Guðlaugssson, blaðarn. Þorbjörg Sigurðardóttir, blaðam. Ljósmyndári: Hallgrimur Sigurðsson. PRENTSM. ODDI H.F. A8 Bláskógum (PRÖLÓGUS). Að einum stað hnigur öll vor saga. Sá staður er vafinn vébönd- um, vígður guði. í Bláskógaheiði liggur. dalurinn eilifi og þar mœt- ist allt, sem var og er. Saga þjóðar og lands hefur farið um veginn til Þingvalla. Þingvellir er sá staður, sem drottinn allsherjar liefur aldrei yfirgefið. Það var hann, sem hlóð úr „bálstorku bergkastala frjálsri þjóð“. Það var hann, sem leiddi Grim Geitskó, hinn fyrsta íslending, um hinn fyrsta veg til Þingvalla. Siðan hefur þjóðin far- ið þennan veg, hún hefur ávallt á sínum stœrstu augnablikum numið staðar á Þingvöllum. Það var þar, sem hið fyrsta og elzta löggjafarþing veraldarinnar var grundvallað. Það var á Þingvöll- urn, sem kristinn siður var tekinn í sátt. Það var á Þingvöllum, sem erlendu valdi var neitað um ís- lenzkt land. jÞað var á Þingvöllum, sem endurreisnarbarátta Fjölnis- manna hefst. Þar sem sjálfur Ar- mann, land- og verndarvœtturinn, stigur af Árrnannsfelli frarn á vell- ina við Öxará og flytur þjóðinni boðskaþinn urn sinn eigin mátt og rnegin og gefur vonina um bjart- ari tima. Það var Ármann á Al- þingi, sern talaði fyrir munn þeirra, er trúðu á islenzka fram- tíð. Þúsund árum eftir stofnun Al- þingis leggur þjóðin ennþá einu sinni leið sína til Þingvalla. Blá-< skógaheiði er i nokkra daga heim- kynni fagnandi þjóðar, sem trúir á mátt sinn og megin. Hin heiðnu hörgur og Lögberg hið helga hljóma af söng og þakkargjörð fyr- ir handleiðslu þúsund ára. Það var þá, sem skáldið kvað lofsönginn um Þingvelli, þar sem Ármann hinn trúi verndari vallanna í Blá- skógum stigur fram og talar til þjóðar sinnar. í máli hans líður öll sagan fyrir sjónir, og þjóðin kern- ur á sviðið í gervi konu og manns. Þau lofsyngja hinn miklá, eilifa anda og liina þrauigóðu leitendur, er gáfu oss landið i arf. Rödd Ármanns og þakkargjörð þjóðarinnar verður ávallt ný. Cxóður éestwr. Hér á mótinu dvelur nú hjá okk- ur góður gestur frá Bretlandi. Það er F. Haydn Dimmock, ritstjóri enska skátablaðsins „The Scout“. Dimmock er íslenzkum skátum að góðu kunnur vegna tveggjá skáta- sagna, sem þýddar hafa verið á ís- lenzku: Skátarnir á Róbinsoneyj- unni og Skátasveitin. Dimmock hefur skrifað fjöldann allan af skáta- sögum fvrir drengi og þykja þær með þeim beztu af því tagi. En Dimmock hefur skrifað meir, því segja má að hann hafi verið sí- skrifandi rnestan hluta ævinnar. F. Haydn Dimmock. Hann byrjaði ungur að vinna við enska skátablaðið, sem er stórt blað, sem kemur út í hundrað þúsunda upplagi. Það leið ekki á löngu fyrr en hann hækkaði í tign og nú um langt skeið hefur hann einn, verið ritstjóri blaðsins. Dimmock er mjög sýnt um að finna hvað vekur áhuga og athygli drengja og greinar hans eru með vinsælasta efni sem flutt er. Hann hefur nú í fjölda mörg ár skrifað í blað sitt „The Log-book“, sem er aðal grein blaðsins. Sem dæmi um það hve Dimmoek hefur skrifað, skal þess getið að við c'gum liér einstaka blöð af „The Scout“ frá 1936 og þá hefur Dim- mock bersýnilega þegar verið búinn að skrifa sína vikulegu grein í blaðið. Dimmock er mjög eftirsóttur rnaður. Hann kemur víða fram fyr- ir brezka skáta, enda er hann á sífelldum stærri- og minni ferðum til þess að sjá og heyra, hvað fram fcr til að geta skrifað um það. „Ármann“ vonast til að lesendur blaðsins megi vænta einhverra greina frá Dimmock. Það cr skátaflokkurinn Úlfljótur, sem býður Dimmock og erum við þakklátir fyrir þá rausn, sem þeir sýna þar. Hver veit, nema út úr því geti komið skáldsaga eftir F. Haydn Dimmock, sem gerist á íslandi? Að endingu: Við bjóðum Dimmock hjartan- lega velkominn til íslands og vonum að dvolin hér megi verða honum til ánægju. Imlalapanzi. Þátttakenclumir í lanásmófinu ... Framhald af forsíðu. Hingað austur hafa farið um hverja helgi, undanfarnar vikur, áhugasamir hópar drengja og stúlkna, til þess að koma þessum hlutum í lag, — til þess að undir- búa fyrir okkur, sen konmrn í dag. Þessir skátar hafa sýnt vilja og áhuga fyrir að geta haldið þetta mót, og það er ekki sízt að þakka þeirii. Þannig hefur verið reynt að undir- búa þetta mót, eins vel og fök hafa verið á. Og nú þegar mesta undir- búningi er lokið, þegar komið er að mótssetningu, er það okkar allra að sýna frá byrjun gott samkomu- lág, glaðværð og fullkominn skáta- snda. Þegar skátaborgin er að rísa, og þið eruð að koma ykkur fyrir, viljum við bjóða ykkur öll velkomin, og vona, að þetta mót geti borið til- ætlaðan árangur, að það geti sýnt hvers við erum megnug og sýnt hve Hfið getur verið dásamlegt, ef lifað er í sátt og samlyndi, þó ekki sé nema í skátatjaldbúðum í skauti náttúrunnar, við dagleg skátastörf.

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/2021

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.