Leikskrár Þjóðleikhússins - 01.02.1957, Blaðsíða 9
hefur hann ennþá.
Aftur á móti hefur
hann lengi ekki haft
áhuga á neinu, og
eyðir helzt, tíman-
um með því að lesa
blöðin. Hann les
einnig það sem ég
skrifa, en honum
fellur ekki hugsunar
háttur minn í geð.
Auk eins bróðurs á ég mótorhjól, bíl, konu og tvö börn.
Foreldrar mínir höfðu ákveðið að ég ætti að verða verkfræð-
ingur. Þessvegna las ég lög og varð á skömmum tíma kunnur
landslagsmálari og skopteiknari. Þar sem enginn neyddi mig
til að læra að teikna í skólanum, varð sú starfsgrein sérstaklega
lokkandi, og eftir að ég hafði fengizt við að teikna skopmyndir
og auglýsingaspjöld um tíma, lærði ég tréskurð og leiktjalda-
málun. Jafnframt vann ég sem dyravörður í sykurverksmiðju
og sem yfireftirlitsmaður á reiðhjólastæði. og af því að ég
hafði ekkert vit á tónlist fór ég að kenna nokkrum vinum
mínum að leika á mandólín. Ég varð víðþekktur fyrir frá-
sagnarhæfileika. Um skeið var ég kennari í heimavistarskóla.
Að lokum fékk ég starf við prófarkalestur hjá dagblaði í litlu
þorpi. Til þess að auka tekjur mínar fór ég að skrifa smágrein-
ar um daglega lífið og þar sem ég átti frí á sunnudögum tók
ég að mér ritstjórn vikublaðs, sem kom út á mánudögum.
Einn góðan veður-
dag tók ég lestina til
Milano og komst þar
að við gamanblað, sem
hét Bertoldo. Þar var
mér neitað um að
skrifa, en teikna fékk
ég af hjartans lyst. Eg
greip tækifærið og
leiknaði á svartán