Leikskrár Þjóðleikhússins - 01.02.1957, Blaðsíða 11
Hvað sem öðru líður eru persónurnar í sögunum gæddar lífi
og sál, og atburðirnir oft ótrúlega raunverulegir. Það hefur
iðulega komið fyrir, að þegar ég hefi nýlokið við að skrifa sögu,
koma sömu atburðirnir fyrir í hinum raunverulega heimi og
liægt er að lesa um þá í dagblöðunum.
Eg er 178 cm. hár og hefi skrifað 8 bækur. Eg hefi einnig
skrifað kvikmyndahandrit og kvikmynd-
ir hafa verið gerðar eftir bókunum mín-
um. Sumum geðjast að kvikmyndum,
öðrum ekki. Mér er sama um þær. Mér
er reyndar sama um margt annað í líf-
inu, en það er ekki mér að kenna, heldur
styrjöldinni. Styrjöldin hefur eyðilagt of
margt, sem var okkur einhvers virði.
Auk þess að vera 178 cm. á hæð, er ég mjög hárprúður.