Leikskrár Þjóðleikhússins - 01.02.1957, Side 20

Leikskrár Þjóðleikhússins - 01.02.1957, Side 20
Gullna hliðið sýnt i Finnlandi Um miðjan desembermánuð var Gullna hliðið, eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, frumsýnt í Tammerfors í Finnlandi. Þjóðleikhúsinu hefur borizt fréttabréf frá Erik Juuranto, ræðismanni Islands í Helsingfors, þar sem hann skýrir nokkuð frá þessum atburði og blaðaummælum eftir frumsýninguna. 1 bréfinu segir m. a., að allt frá því að leikflokkur frá íslandi heimsótti Finn- land árið 1948 og sýndi Gullna hliðið, hafi Finnar haft mikinn áhuga á þess- um sjónleik. Leikritið var þýtt á finnsku og hefur áður verið sýnt í leikhús- um í Ábo, Kotka, Helsingfors og Jyvaskyla. I Tammerfors var Gullna hliðið sýnt í Työvaen Teatteri (Verkalýðsleik- húsinu). Forstjóri Työvaen Teatteri, Eino Salmelainen, er einn þekktasti leik- húsmaður Finnlands. Hann setti siálfur Gullna hliðið á svið og lagði geysi- mikla vinnu í það, að gera sýninguna sem bezt úr garði. Sviðsetning hans er með öllu óháð fyrri sviðsetningum á leiknum, og er sýningin því nokkuð frá- hrugðin þeirri íslenzku, m. a. var bætt við nokkrum dönsum. Tónlist Páls Tsólfssonar var Ieikin á sýningitnni, Gagnrýnendur Ijúka allir lofsorði á leikritið og leikendur. Einkum fær þó leikhússtjórinn Salmelainen lof fyrir mjög góða leikstjórn. Aðalhlutverkið. kerlinguna, lék hin þekkta Ieikkona Elna Hellman og vann þár mikinn leik- sigur, þótt hún túlkaði ekki hlutverkið á sama hátt og Arndís Björnsdóttir. Onnur hlutverk voru einnig í öruggum höndum kunnra leikara. Búast má við. að Gullna hliðið verði sýnt í Tammerfors fram eftir vetri og að þúsundir ínanna mtini sjá þessa ágætu sýningu. Það er mikilvægt fyrir íslenzk-finnsk menningartengsl, að íbúum í Tammerfors gefst kostur á að sjá íslenzkan sjóm leik, þar sem sýningin á Gullna hliðinu mun útbreiða þekkingu á íslenzkum bókmenntum víða meðal finnskumælandi fólks. í sambandi við frumsýninguna var mikið ritað í dagblöðm í Tammerfors um ísland og íslenzkar bókmenntir og þess getið, að Työvan Teatteri hafi tekizt vel, er það valdi Gullna hliðið til sýninga. Erik Juuranto, ræðismanni Islands, konu hans og dóttur, var boðið að vera viðstödd frumsýninguna og buðu þau leikhússtjóranum og leikunim til kvöld- verðar að henni lokinnj. Tammerfors er iðnaðarborg norður af Helsingsfors með um 100 þús. íbúum. Borgin er víðfræg í Finnlandi fyrir leikhúsmenningu sína [ 18 ]

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.