Alþýðublaðið - 09.02.1926, Side 1

Alþýðublaðið - 09.02.1926, Side 1
1926. 34. tölublað. Hér með tilkynsiist vinum og vaudmSnmun, að elsku litla dóttip okkar, SvaSa, andaðist 2. febs*úap. Jai'ðariömn er ákveðin Simtudaginn 11. {>. m. og liefst ki. 1 e. m. Srá heimili hennar, Freyjugðtu 7. Margrét Th. fingvarsdóttir, Símon Njálsson. LODIT-snðosú Kanpdella ð ísafirði. ísafiröi, FB., 8. febr. Flestir atvinnurekendur lækka dagkaup karla niður í 1 krónu, f<venna í 60 aura á tímann. Verka- menn héldu fjölmennan mótmæla- fund í gær og stöðvuðu vinnu við Goðafoss í hálfa aðra klst. til þess að mæta á fundi. Nefnd kosin til samninga. I dag fór fram útskipun á fiski í Mjölni af fártm mönnum, en var stöðvuð um stund. Samkomulag hefir náðst um útskipun í þetta sinn. Kaupgreiðsla eftir væntan- legum samningum. Erlesid símskeytl. Khöfn, FB., 8. febr. Bandarikjamenn víttir. Frá Ncw-York-borg er. símað, að Gerard, sendiherra Bandaríkj- anna í Berlín á styrjaldarárun- um, hafi opinberlega vítt Ame- ríkumenn fyrir miskunnarlaust styrjaldarskulda-okur og hræðslu við Þjóðabandalagið. Kveður hann framkomu þeirra í garð Evrópu skammarlega. Kolanámumálið brezka. Frá Lundúnum er símað, að kolaríámumálunum sé þannig var- ið nú, að námaeigendur krefjist þess, að vinnutími verði lengdur og laun lækkuð, en verkamenn krefjast þess, að fyrst og fremSt verði þessu í engu breytt, sem stendur, en því næst, að ríkið taki að sér allan námuiðnað, og enn fremur öll fyrirtæki, er standa í sambandi við kolaframleiðslu, t. d. rafstöðvar, og láta ríkisstofn- unina ákveða laun, annast sölu o. s. frv. Karl krónprinziðrast. Samkvæmt fregn frá Vínarborg hefir Karl krónprinz nú iðrast þess, að hann afsalaði sér rétti til krúnunnar, og hefir hann tekið orð sín aftur. Danzæði. Frá París er símað, að nú séu kappdanzar algengir. Slátrari einn danzaði hvíldarlaust í 130 tíma. Kappdanzar kváðu nú og vera al- gengir í New-York-borg, og hefir slíkt danzæði gripið einstaka menn, að þeir hafa danzað unz þeir duttu niður dauðir af þreytu. Khöfn, FB., 9. febr. Ámundsen úr hættu. Frá Osló er símað, að svar hafi komið þangað upp á fyrirspurn um líðan Amundsens. Hann er úr allri hættu. Fyrstu fregnir ýkt- ar. Heimsmet í skautahlaupi. Frá Detroit er símað, að finsk- ur skautamaður hafi sett heims- met í skautahraðhlaupi. Hann fór hálfa aðra enska mílu á hálfri fimtu mínútu. Alþlngl. Þingfundur hófst í sameinuðu þingi kl. 1 e. h. í gærdag. Akl- ursforseti er að þessu sinni Björn Kristjánsson. Tók hann því for- sæti. Mintist hann fyrst látinna þingmanná. Því næst skipuðust þingmenn í kjördeildir til þess að rannsaka kjörbréf nýju þing- mannanna þriggja. Þá fór fram kosning forseta sameinaðs alþingis. Hlaut Jö- hannes Jóhannesson þingm. Seyðf. kosningu með 22 atkv. Næstur honum varð Klemens Jónsson með 15 atkv. Sigurður Eggerz fékk 5 atkv. Þá var kosinn varaforseti sam- einaðs þings, Þórarinn Jönsson, með 21 atkv. Skrifarar voru kosn- ir þeir Jón A. Jónsson og Ing- ólfur -Bjarnason. Að svo búnu skiftu þingmenn sér í deildir og hófust þá fundir þar. Efri deild. Þar var kosinn forseti Halldór Steinsson með 8 atkv. Er hann hafði tekið forsæti, mintist hann nokkrum orðum þeirra tveggja nýlátinna efrideildarþingmanna, Hjartar Snorrasonar og Sigurðar Jónssonar, og bauð varamenn þeirra velkomna í deildina. 1. Varaforseti var kosinn séra Eggert Pálsson með 8 atkv. 2. varaforseti Ingibjörg H. Bjarna- son með 7 atkv. Skrifarar: Gunnar Ólafsson og Einar Árnason. Neðri deild. Forseti var kosinn Benedikt Sveinsson með 17 atkv. Klemens Jónsson fékk 11 atkv. . 1. varaforseti var Pétuir Ottesen kosinn með 13 atkv. Næstur hon- um varð Þorleifur frá Hólum með 7 atkv. 2. varaforseti var kosinn Sigur- jón Jónsson með 13 atkv. Skrifarar: Magnús Jónsson og Tryggvi Þórhallsson.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.