Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Síða 5

Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Síða 5
ævinni, var geysistór, segir hippa- prédikarinn. Brátt varð salurinn of lítill, og Blessit fór að leita að einhverju stærra í miðborginni. Hann taldi eiganda æskulýðsnæturklúbbs á að láta sig fá nokkra klukkutíma eitt kvöld í viku, þegar lítil væri aðsókn, til þess að geta talað til unga fólksins. Blessit fékk kvöld- ið, þegar aðsóknin var lélegust, og næturklúbbseigandinn aug- lýsti fyrir það á þessa leið: „Sjáið og heyrið Arthur Blessit, hvernig hann snýr þér til trúar.“ En bæði hann og Blessit urðu undrandi yfir því að sjá næturklúbbinn svo troðfullan af ungu fólki, að það var ekki einu sinni stæði eftir. Þetta vakti geysimikla athygli, og fregnin um það barst út, svo að eftir nokkra klukkutíma hafði hann fengið mörg tilboð um að láta ráða sig til þess að draga fólk að! — En Guðs orð er ekki nein verzlunarvara, svo að ég hafnaði því. Jafnframt skildi ég, að hungrið meðal unga fólksins var svo mikið, að útvega yrði nýjan hæfilegan sal til þess að halda starfinu áfram. Loks fann ég einn, sem var við hæfí. Hann kostaði sex hundruð dollara á mánuði, og eigandinn krafðist tveggja mánaða leigu fyrirfram til þess að skrifa undir samning til eins árs. Allt sem ég átti var 500 doll- arar, en ég sneri mér í bæn til Guðs, og þegar við áttum að skrifa undir samninginn og borga leiguna, höfðum við peningana. Trú okkar varð ekki til skammar, segir Blessit. Þannig varð evangeliski æsku- lýðsklúbburinn til, að Blessit kallaði hann „His Place“ (Staður Hans). Unga fólkið streymdi að til þess að hlusta á Guðs orð og fá hjálp og leiðbeiningu. Margir frelsuðust og losnuðu úr þeim fjötrum, sem bundu þá. En syndavenjur eru dálítið, sem er ábatasamt fyrir fjárglæframenn og næturklúbbaeigendur, og þeir urðu nú hræddir um, að þeir misstu alla viðskiptavini sína. Þess vegna mynduðu þeir samtök gegn Blessit og unga fólkinu. Með lygi og rógi fengu þeir einn- ig lögregluna og yfirvöldin til liðs við sig. Smám saman tókst þeim að flæma hippaprédikarann og hina nýfrelsuðu burt frá „His PIace“. Þegar Blessit tókst ekki að fá leigðan neinn nýjan sal, vissi hann ekki í örvæntingu sinni, hvað til bragðs skyldi taka. En þá ákvað hann að mótmæla bæði gagnvart hinum himneska heim og gagnvart mönnum. Blessit lét binda sig fastan við stóran tré- kross úti á götu og vildi ekki yfirgefa staðinn fyrr en einhver hefði leigt honum nýjan sal, þannig að „His Place“ gæti hafið starfsemi sína að nýju. Hann fékk margs konar samúðaryfirlýsingar, og dagblöð og sjónvarp fjölluðu um málið. Þetta var erfiður mán- uður fyrir hann, en trú hans varð ekki heldur að þessu sinni til skammar. Blessit fékk tilboð um nýjan sal fyrir „His Place“. Maðurinn, sem gerði honum þetta tilboð, var gyðingur og varð fyrir margs konar erfiðleikum. En hann hafði séð, hvað Blessit og samverkamenn hans höfðu komið til leiðar meðal unga fólksins, og hann stóð við tilboð sitt. „His Place“ hóf aftur starf, og hippa- æskulýðurinn fékk stað sinn við Sunset Strip, þar sem hann gat komið saman til þess að hlusta á Guðs orð. Smám saman breyttist afstaða kristinna safnaða og kirkna. Ábyrgðartilfinning manna hefur vaknað og tekið er á móti unga fólkinu á annan hátt núna, segir Blessit, sem sjálfur snerist til trú- ar aðeins sjö ára gamall í vakn- ingaherferð heima í Oak Grove í Louisiana. 15 ára gamall fékk hann köllun til þess að verða prédikari. Þá hafði hann þegar áunnið marga af félögum sínum Kristi til handa. (þÝTT ÚR VÁRT LAND) 5

x

Kristilegt skólablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.