Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Side 21

Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Side 21
sé kennt við, svo að það verði engum framar til tjóns. Hallgrímur Pétursson, sem allir róma, hefur líka gerzt trúskiptingur fyrir handan. í áður- nefndri bók á hann að kveða svo fast að orði, að endurlausnarkenningin sé eitruð ósannindi. „Eg elskaði frelsarann og orðið frelsari og trúði því af dýpstu sannfæringu, að þetta væri heilagur sann- leikur“. Nú hefur Jesús sýnt Hallgrími fram á, að skáldið rangfærði kenningar hans. Já, Guð sjálfur hefur birt Hallgrími, að hann hafi engum gefið vald til að frelsa menn frá illgjörðum þeirra eða friðþægja fyrir syndir þeirra. Þess vegna séu Passíusálmarnir lýsing á lausnara, sem aldrei hafi verið til nema í ímyndun hans og annarra. (Jónas Þorbergsson: Ljós yfir landamærin, bls. 189, 197, 264. — Bréf frá Ingu, útg. Soffanías Thorkelsson, II. bindi, bls. 168—171; III. bindi, bls. 184—185.) Trúin á Jesúm fretsar Nægir þetta ekki til þess að sýna, af hvaða rótum spíritisminn er runninn? Skiljum við nú ekki svolítið betur, hvers vegna Guð hefur bannað allar tilraunir til sambands við andaheiminn? Spíritisminn eflir ekki trúna á orð Drottins, hvet- ur menn ekki til að spyrja Biblíuna um veginn til sáluhjálpar. Spíritisminn segir fólki ekki að reiða sig á tign og vald Jesú Krists og endurlausnina, sem hann hefur búið okkur með dauða sínum og upprisu. Hann hjálpar mönnum ekki til að átta sig á því, að fyrir Guði eru allir menn sekir syndarar og geta ekki frelsað sig sjálfir, ekki heldur með óendanlegum þroska fyrir handan gröf og dauða. Kenningar spíritismanns og kristindómsins fara ekki saman fremur en eldur og vatn. Spíritisminn er andstæður Biblíunni og þar með fagnaðarerindinu um Jesúm Krist, son Guðs. Vangaveltur um „framhaldslíf ‘ nægja ekki. Spurningin mikla er þessi: Hvað á ég að gera, til þess að ég verði hólpinn? Hvað um sekt mína og synd? Hvernig get ég öðlast frið við Guð? Biblían á rétta svarið: „Trú þú á Drottin Jesúm, og þú munt verða hólpinn“ (Post. 16,31). „Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð“ (I.Pét. 2,24). „Hann er vor friður“ (Efes. 2,14). Jesús sagði: „Ég er vegurinn, sannleikurinn, og lífið; enginn kemur til föðurins nema fyrir mig“ Qóh. 14,6). „Ég er upprisan og lífið; sá, sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi“ (Jóh. 11,25). „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu“ (Matt. 28,20). Leiðin til eilífs hjálpræðis er því að snúa sér frá syndum sínum og frá allri fánýtri trú á mátt sinn og megin, en leita nú þegar hælis hjá Jesú Kristi, hinum krossfesta og upprisna frelsara, og setja allt traust sitt á hann. Hvatning Biblíunnar er sífellt tímabær: „Halt þú stöðulega við það, sem þú hefur numið og hefur fest trú á, þar eð þú veizt, af hverjum þú hefur numið það og þar eð þú frá blautu barnsbeini þekkir heilagar ritningar, sem geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Kristi Jesú“ (II.Tím. 3,14). BENEDIKT ARNKELSSON Jufaiá.. * fylgd við hann. Þessi maður mat eigur sínar meira. Én þú? Hvað metur þú meira? Ég held að þessi saga eigi er- indi til okkar beggja, mín og þín. I fyrsta lagi held ég að við höfum gott af því að vera minnt á spurninguna um eilífa lífið. Við vitum vel að meðalaldur hins mannlega líkama er 70—80 ár. Það er ósköp stutt miðað við eilífðina. I öðru lagi er gott að við skulum minnt á að leita til Jesú með þessa spurningu. Hann gef- ur svör. Hann hvetur okkur einn- ig til sjálfsprófunar. I þriðja lagi er gott að við skulum minnt á að hið endanlega svar við þessari spurningu er fólgið í eftirfylgd við Jesúm; trú á Jesúm, þ.e. að við treystum honum fyrir sjálfum okkur og metum hann meira en allt annað. Hann gaf meira en aðrir, líf sitt — eða hold sitt heiminum til lífs — eins og hann orðaði það sjálfur. Það væri efni í aðra grein. En hér læt ég staðar ‘ numið. Efni okkar var: Hvað á ég að gjöra til þess að ég eignist eilíft líf? Pétur postuli gaf gott svar er hann var spurður hins sama, svar sem var í fullu samræmi við svar Jesú. Pétur svaraði: Trú þú á Droitin Jesúm og þú munt verða hólpinn! Sigurður Pálsson. 21

x

Kristilegt skólablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.