Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Blaðsíða 17

Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Blaðsíða 17
endurkoma Krists, bænir, ástar- mál ungs fólks, friðþægingin og margt fleira. Kvöldvökur og tón- leikar eru einnig á dagskrá. í vetur hafa af og til verið haldnir síðfundir, sem eru eins konar framhald af venjulegum fundum, þá er dagskráin í höndum fund- argesta sjálfra. Mikið er sungið og orðið gefið laust þeim sem vilja vitna um Jesúm Krist. Að sumrinu eru bíblíulestrar hvern föstudag, auk þess sem farið er í ferðalög, stutt eða löng eftir atvikum. í flestum framhaldsskólum eru biblíuleshópar, þar sem meðlimir KSS koma saman til biblíulestr- ar, hver í sínum skóla, einu sinni í viku. Sumir biblíuleshóparnir hafa staðið fyrir kynningu á KSS í sínum skólum. Stór liður í starfi KSS eru kristilegu skólamótin, sem haldin eru að jafnaði tvisvar á ári, um bænadagana í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi og að haust- inu í sumarbúðum KFUK í Vindáshlíð. Sækja þau að jafnaði 130 — 160 manns og komast stundum færri en vilja. Undan- tekning frá þessu var páskamótið ’75, sem haldið var á báðum stöðunum, vegna fjölmennis. Skólaprestur starfar á vegum KSS og KSF. Starf hans er m.a. fólgið í því að heimsækja framhaldsskólana. Skólaprestur- inn velur efni fyrir biblíuleshóp- ana og undirbýr stjórnendur þeirra, en þeir eru einhverjir úr hópnum. Eins og lesendur hafa komist að raun um gefur KSS út Kristi- legt skólablað sem kemur út einu sinni á ári, og flytur efni samið af meðlimum sjálfum auk annarra (góðra manna). Undanfarin ár hefur hópur meðlima KSS farið til Norður- landanna á SUM (Skoleung- domsmöte). Þau mót eru á veg- um kristilegu skóla- og stútenta- hreyfinga Norðurlanda. Flér hefur aðeins verið stiklað á stóru, en komdu og kynnstu samtökunum af eigin raun. 17

x

Kristilegt skólablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.