Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Page 6
er snmfl
fl HUflÐ
UID
TRúum?
Trúarþörf virðist vera manninum meðfædd.
Ýmsir hafa að vísu andmælt þessari staðhæfingu,
en enn þá hefur enginn þjóðflokkur fundizt á svo
frumstæðu stigi, að hann hafi ekki haft einhver
trúarbrögð.
A öllum öldum hafa verið uppi menn, sem
reynt hafa að uppræta trúarþörfina og talið hana
afleiðingu þekkingarskorts, sem ætti að hverfa
með aukinni upplýsingu mannsins. Á okkar tím-
um höfum við séð ýmsar tiiraunir tii upprætingar
trúarbragða, ekki hvað sízt í ýmsum iöndum, þar
sem marxistar fara með völd. Þar hefur guðleysi
verið boðað í stað trúar. Nú ætti öllum að vera
ljóst, að þessar tilraunir hafa mistekizt. Við eigum
nægjanlega margar sannanir fyrir lifandi trú
fjölda manna, þrátt fyrir allar ofsóknir yfirvalda.
6
Nægir þar að benda á neðanjarðarkirkjuna í
Sovétríkjunum og baráttu rithöfundarins Alex-
anders Solzhenitsyns.
Flestum virðist vera orðið ljóst, að þjóðfélag án
trúarbragða er óhugsandi. Þjóðfélagið verður að
mæta trúarþörf mannsins jafnt og öðrum þörfum
hans. Hér hafa því ýmsir reynt'að leysa vandann
með því að setja trúna á manninn í stað trúar á
Guð. Nægir að minna á Stalíndýrkunina í Sovét
fyrir fáeinum áratugum, og allir þekkja Maódýrk-
unina í Kína.
Öllum mönnum virðist einnig meðfædd sektar-
kennd gagnvart Guði. Við finnum, að við erum
ekki þess verð að nálgast Guð, — fáum ekki staðizt
frammi fyrir honum. Þess vegna grípur maðurinn
til þess að reyna að blíðka Guð. Sameiginlegt
einkenni allra trúarbragða er tilfinning fyrir þörf
friðþægingar í einhverri mynd. Maðurinn er sífellt
að reyna að komast upp til Guðs, — klifra upp í
himininn. Saga Biblíunnar um Babelsturninn
greinir frá einni af fyrstu tilraunum mannsins til
þess, og enn erum við á okkar dögum að reyna að
reisa einhverja Babelsturna til þess að komast upp
til Guðs.
Þess vegna gjöra öll trúarbrögð kröfur til
mannsins um það, sem hann verði að leggja á sig,
til þess að hann verði verðugur samfélags við Guð.
Mörg trúarbrögð leggja þungar þrautir fyrir iðk-
endur sína. Við heyrum um ótrúlegustu sjálfs-
pyndingar, sem menn leggja á sig til þess eins að
reyna að þóknast Guði. Og þó rekumst við á þá
staðreynd, að þessi sjálfslausnarleið gefur mannin-
um engan frið. Maðurinn lifir í sífelldum ótta:
Hef ég gjört nóg?
Þessar kröfur eru að meira eða minna leyti
sameiginlegar öllum þeim trúarbrögðum, sem
eiga uppruna sinn í hugsun mannsins, þótt margs
konar munur geti að öðru leyti verið á slíkum
trúarbrögðum. Mesti munurinn er á fjölgyðistrú-
arbrögðum og eingyðistrú.
Fjölgyðistrúin er miklu frumstæðari. Mikilli
furðu gegnir, að til skuli vera menn á íslandi, sem
í gamni eða alvöru vilja reyna að blása einhverju
lífi á Ásatrúna. Hún hafði engan fastan kenning-
argrundvöll, fremur en önnur fjölgyðistrú. Þar
reyndi maðurinn að fullnægja trúarþörf sinni með