Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Síða 7

Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Síða 7
framkvæmd ákveðinna trúarsiða. Um annað virð- ist aldrei hafa verið að ræða í Ásatrúnni. Hins vegar vitum við næsta lítið um eðli hennar, þar sem allt það, sem um hana er vitað, var á sínum tíma fært í letur af kristnum mönnum, og jafnvel Hávamál og Völuspá, sem menn vilja reyna að byggja á nú á dögum, virðast á sínum tíma ort á mótum heiðni og kristni undir greinilegum áhrif- um kristni. Hér er nrikill munur á svonefndum æðri trúar- brögðum, þar sem um ákveðin trúarkerfi er að ræða. Má þar nefna til Múhameðstrú, Búddhatrú og Bramatrú. En þó sjáum við, að þar er um sömu einkenni að ræða og hér hafa verið nefnd. Oll birta þau tilraunir manna til þess að nálgast Guð. Þess vegna eru þau full af kröfum til mannsins. Og mikil óvissa ríkir um _ árangurinn. Má þar nefna kenningu Indverja um sálnaflakk eða end- urgjaldskenninguna, þar sem manningum er sjálf- um ætlað að bera ábyrgð á lífi sínu og breytni frammi fyrir Guði. Menn lifa í stöðugum ótta. Sjálfslausnarleiðin er þjáningaleið, sem getur var- að milljónir ára að mati fylgjenda hennar sjálfra. Hin algjöra forlagatrú Múhameðstrúarmanna er jafn hræðileg. Samkvæmt henni er allt ákveðið fyrirfram. Guð virðist áhugalaus um afdrif manns- ins. Tilviljun ein virðist ráða örlögum hans. Slík trú getur dregið allan dug úr áhangendum sínurn. Þá er afstaða þeirra til konunnar furðuleg. Hún er óæðri vera og má ekki koma í moskuna til tilbeiðslu. Þetta hefur að vísu eitthvað breytz.t seinustu árin, en þá fyrir utanaðkomandi áhrif, ekki sízt fyrir áhrif kristindómsins. m Gagnvart öllum þessum trúarbrögðum, sem eiga uppruna sinn í mannlegum huga, stendur kristindómurinn með boðskap sinn. Hann gjörir kröfu til þess að vera opinberun Guðs sjálfs, sem sé gefin okkur í eingetnum syni Guðs, Jesú Kristi. Nú er það svo, að við fyrstu sýn getum við sagt, að kristindómurinn boði tvær lausnarleiðir. I Gamla testamentinu mætum við lögmálsleiðinni. Okkur eru flutt boðorð Guðs: Þú skalt, — þú skalt ekki. Og þessar kröfur eru ntargar hverjar furðu- líkar kröfum ýmissa mannlegra trúarbragða. En síðan kemur það, sem er algjörlega einstætt og greinir kristindóminn frá öllum öðrum trúar- brögðum. Okkur er hreinlega sagt, að þessi lög- ntálsleið sé öllum mönnum ófær vegna þess, að enginn maður getur uppfyllt állar kröfur Guðs, Enginn maður- getur komizt til Guðs fyrir eigin verk og verðleika. Lögmálsleiðin endar í vegleysu. Þessi staðreynd veldur manninum alltaf jafnmikl- um erfiðleikum, er hún lýkst upp fyrir honum. Hann fyllist vonleysi. Hvað get ég þá gjört? Hvernig get ég komizt til Guðs? Er þá engin von? Ég sagði, að kristindómurinn benti á tvær lausnarleiðir. Þegar maðurinn stendur frammi fyrir þeirri staðreynd, að önnur þeirra, lögmáls- leiðin, er ófær, birtist honum fagnaðareijindið í allri dýpt sinni: Það sem maðurinn aldrei gat gjört í sjálfum sér, hefur Guð þegar gjört í hans stað. Af þvi að enginn maður gat komizt upp til Guðs, kom Guð sjdlfur niður til mannsins, — i eingetnum syni sinum, Jesú Knsti. Af því að maðurinn getur ekki frelsað sig sjálfur, hefur Guð af náð sinni og kærleika frelsað manninn. Guð hefur gjört allt, sem gjöra þarf til þess, að maðurinn geti eignazt samfélag, — hann hefur gjört það í Jesú Kristi. Sá maður, sem trúir á Jesúm Krist og þiggur þá náð, sem Guð vill gefa í honum, eignast samfélag við Guð. Hann er leystur undan kröfum lögmáls- ins. Hann játar getuleysi sitt til sjálfslausnar, — játar synd sína og sekt frammi fyrir Guði og þiggur náð og fyrirgefningu Guðs, sem veitist fyrir trúna á Krist. Sá maður hins vegar, sem hafnar lausn Guðs í Jesú ICristi, — neitar að viðurkenna sekt sína og þörf á náð hans, lokar sig um leið úti frá náð hans. Hann er þá áfram á Iögmálsleiðinni, undir kröfum Guðs, sem hann getur ekki uppfyllt, hann er án samfélags við Guð. Þetta er í hnotskurn eðlismunurinn á boðskap kristindómsins og annarra trúarbragða, sem eiga uppruna sinn í mannlegum huga. Trúarþörfin er hin sama, og sektartilfinningin er hin sama. En munurinn er fólginn í Jesú Kristi og því, sem hann hefur fyrir okkur gjört. Kristin trú boðar, að Kristur sé hinn einstæði. Hann var sannur Guð og sannur maður. Þetta verðum við að halda fast við. Enginn annar er líkur Kristi. Það er aldrei nóg að skipa honum fremst í hóp mikilmenna sögunnar, telja hann æðri og betri en alla aðra. Það reyna margir nú á dögum. Meðan Jesús Kristur er þér aðeins einn af mönnunum, er hann þér raunverulega enn einskis virði. Ef hann var aðeins einn úr hópi mannanna, þótt hann væri fremstur þeirra, gæti hann ekkert það sagt um Guð, sem við getum treyst sem sannleika, ekki frekar en aðrir menn. Þá væri 7

x

Kristilegt skólablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.