Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Blaðsíða 8

Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Blaðsíða 8
boðskapur hans aðeins mannasetningar, eins og önnur trúarbrögð manna. Lestu sjálfsvitnisburð hans í guðspjöllunum. I Jóhannesarguðspjalli, 14,6 segir hann: ,,Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig“. Fleiri staði svipaða mætti nefna. Og lokaákæran gegn honum, þegar hann var dæmdur til dauða, var sú, að hann segðist vera sonur Guðs, — segðist vera Guði jafn. Andstæðingar hans leituðu með logandi ljósi að ákæru á hendur honum og höfðu njósnara á hælum hans til þess að reyna að finna sakarefni gegn honum, en þetta var hið eina, og það var sannleikur, en þeir neituðu að trúa því. Hefurðu nokkurn tíma reynt að gjöra saman- burð á Jesú Kristi og þeim trúarbragðahöfundum, sem hæst ber í sögunni? Það er næsta fróðlegt. Búddha var konungssonur og lifði í vellysting- um praktuglega. Er hann var orðinn 29 ára, laukst upp fyrir honum, hve innihaldslaust líf hans var og syndum spillt. Þá sneri hann baki við því og tók að leita fullkomnunar. Svipuðu máli gegnir um Múhameð. Líf hans var ófullkomið, og jafnvel sumir fylgjendur hans settu ofan í við hann vegna þess. Berðu þetta saman við Jesúm Krist, — þá sérðu muninn skýrt. Hann var án syndar. Hann gat gengið fram fyrir andstæðinga sína og spurt: Hver yðar getur sannað á mig synd? Og þeifn varð orðfall. Það gat enginn, því að hann var syndlaus. Hann lifði hinu fullkomna lífi. Eða hefur þú gjört samanburð á boðskap þeirra? Hvorki Búddha né Múhameð gjörðu kröfu til þess að vera Guð. Þeir létu sér nægja aðeins að benda á þann veg, sem menn skyldu ganga, — benda á þann Guð, sem menn skyldu tilbiðja. Búddha gjörði meira að segja lítið úr sjálfu guðshugtakinu. Fyrir honum var siðferðileg breytni í lífinu aðalatriðið. Múhameð sagðist hins vegar vera spámaður Guðs, — spámaður Allah. Jesú Kristur gjörði kröfu til þess að vera hinn einstæði, — vera Guð. Hann batt trú manna við sjálfan sig. „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig“. Eða hvar eru þeir nú niðurkomnir, Búddha og Múhameð? Reyndu að spyrja fylgjendur þeirra. Þeir munu þá leiða þig að gröfum þeirra. Þarna liggja þeir grafnir. Þarna eru hinir heilögu staðir, til minningar um það, sem einu sinni var. Spyrðu kristinn mann um Jesúm Krist. Hann bendir þér ekki á neina gröf, ekki þá nema tóma gröf. Kristur er þar ekki lengur. „Hví leitið þér 8 hins lifanda meðal hinna dauðu? Hann er ekki hér, hann er upprisinn“. Þessi vai boðskapur páskadags,og þessi er boðskapurinn enn á okkar dögum. Jesús Kristur er ekki dauður. Hann reis aftur upp frá dauðum og situr nú við hægri hönd Guðs föður á himnum. Við kristnir menn eigum lifandi, upprisinn frelsara, en ekki aðeins einhvern dauðan spámann. Og við megum aldrei gleyma því, að kristin- dómurinn er alls ekki fyrst og fremst kenning, - kristindómurinn er líf, í samfélagi við Jesúm Krist. Við fáum daglega að finna návist hans. Hann gengur við hlið okkar og gefur styrk og kraft í daglega lífinu. Hann vakir yfir okkur og biður fyrir okkur. Hann þekkir þjáningar okkar og erfiðleika, gleði okkar og sorg, því að hann hefur sjálfur gengið í gegnum allt hið sama og við. Við megum leita til hans með allt. Hann heyrir bænir okkar. Og að lokum mun hann koma aftur og setja endanlega á stofn ríki sitt við enda hinnar jarðnesku tilveru. Þetta er sá frelsari, sem kristindómurinn boðar, — þetta er fagnaðarerindið í fyllstu merkingu þess orðs. Lögmálið með kröfum sínum verður okkur til syndaþekkingar. Það dæmir okkur, — sýnir okkur þörf okkar á náð og fyrirgefningu Guðs. Þess vegna fær það okkur til þess að leita til hans með bæn um fyrirgefningu og náðun. Þetta er hið einstæða við kristna trú. Engin önnur trúarbrögð flytja neinn samsvarandi boð- skap.

x

Kristilegt skólablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.