Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Qupperneq 11

Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Qupperneq 11
Gídeonfélagið er alþjóðleg samtök kristinna kaupsýslumanna og sérmenntaðra manna úr flest- um evangeliskum kirkjudeildum heims, með höf- uðstöðvar í Nashville, Tennessee, Bandaríkjunum. Gídeonfélagið var stofnað í Bandaríkjum Amer- íku 1. júlí 1899 af þrem kristnum sölumönnum. Tildrög að stofnun félagsins voru þau að haustið 1898 kom sölumaður að nafni John H. Nicholson frá Janesville, Wisconsin til borgarinnar Boscobel og baðst gistingar á Hótel Central. Að þessu sinni var gistihúsið fullskipað næturgestum. Það rættist þó úr þessu vandamáli og hann fékk að vera í herbereá með öðrum sölumanni, sem hét Samuel E. Hill. 26 árum áður en þetta bar við hafði John þá 13 ára gamall gefið deyjandi móður sinni það loforð að lesa dag hvern í Biblíunni. Þegar hann nú var kominn upp í herbergið og hugðist leggjast til hvíldar sagði hann við Samuel um leið og hann tók Biblíuna sína upp úr ferðatöskunni: ,,Ég er kristinn og það er venja mín að lesa í Heilagri Ritningu og biðja áður en ég fer að sofa“. Það gleður mig að heyra svaraði þá Samuel, því ég er einnig kristinn og þetta er einnig mín venja. Nú ákváðu þeir að eiga sameiginlega guðræknistund. Meðan þeir báðu saman fæddist með þeim sú hugsjón er síðar varð að hinum blessunarríka veruleika í Gídeonfélaginu sem nú breiðir sig út um öll lönd og náð hefur fótfestu í 107 þjóðlönd- um með sívaxandi áhrifum til blessunar þjóðum og einstaklingum. Þegar þeir skildu morgunin eftir ákváðu þeir að hittast síðar, sem þeir og gerðu og stofnuðu Gídeonfélagið ásamt þriðja sölumanninum, William J. Knight, 1. júlí 1899. Þeir áttu úr vöndu að ráða hvað viðkom nafngift félagsins. Vandann lögðu þeir fram fyrir Guð í bæn. Er þeir höfðu beðið um stund reis Knight á fætur og sagði: Við skulum kalla okkur ,,The Gideons“, (Gídeonítar.) Síðan opnaði hann Biblíuna sína og las 6. og 7. kapítula Dómarabók- arinnar, þar sem segír frá hinum unga Gídeon, hinni hraustu hetju Guðs. Brátt breiddist félagið út um öll Bandaríkin. Árið 1911 var svo félag stofnað í Kanada og síðan áfram í fleiri löndum heims. Fyrsta Gídeonfélagið, sem stofnað var utan Bandaríkjanna og Kanada var Gídeonfélagið á fslandi, og átti það sér stað 30. ágúst 1945 og er félagið því 30 ára á þessu ári. Tildrögin að stofnun félagsins hér á landi eru það merkileg að það er saga út af fyrir sig sem ekki verður sögð í stuttri grein sem þessari. Þó er ekki úr vegi að geta þess að nokkru hér, því til sönnunar, að vegir Guðs eru órannsakanlegir. Maður hét Kristinn Guðnason, fæddur austur í Flóa 1884 og dáinn í California 1958. Kristinn hafði alist upp sem tökubarn við sult og seyru, eins og hann sjálfur hefur sagt frá. 16 ára gamall komst hann með norsku síldveiðiskipi til Noregs. Um tvítugt ákvað hann að freista gæfunnar í Ameríku. Meðan hann beið í Kaupmannahöfn eftir fari til Ameríku kom hann kvöld eitt inn á hótelið þar sem hann bjó, nokkuð undir áhrifum víns. Afgreiðslumaður hótelsins ávarpar hann og segir um leið og augu þeirra mætast: ,,Ungi maður, þú þarft að gerast kristinn“. Kristinn hélt svo sannarlega að hann væri það, bæði skírður og fermdur og þar að auki safnaðarmeðlimur. Þá rétti maðurinn honum Biblíu og bað hann að lesa 53.kap.Jesaja. Þegar hann svo kom upp í herberg- ið sitt fór hann að Iesa Biblíuna. Hann las um þann sem hafði þjáðst vegna synda mannana. Hann fór aftur niður og bað hótelþjóninn um að útskýra fyrir sér það sem hann hafði verið að lesa, sem hann og gerði. Síðan fór hann aftur upp í herbergið og reyndi að sofna, en gat það ekki fyrir þeirri hugsun sem á hann sótti, að allt þetta hafði frclsarinn gjört fyrir hann. Nú fór hann fram úr rúminu, kraup við það og úthellti hjarta sínu fyrir Guði, og við það færðist ólýsanlegur friður yfir hann. 11

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.