Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Qupperneq 14

Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Qupperneq 14
spusist RGS GR INNGANGUR „Getur Guð gert svo stóran stein, að hann geti ekki lyft hon- um?“ Menn hafa lengi efast um sannleiksgildi og réttmæti krist- innar trúar. Sumir hafa verið heiðarlegir og einlægir í efa sín- um, aðrir fullir háðs og yfirborðs- mennsku. Heimskulega spurn- ingin í upphafi, er einmitt vinsælasta vopn margra þeirra síðarnefndu. Grein þessi, er ekki tileinkuð þeim, er þannig spyrja. Hún er til þeirra, sem koma af einlægni og spyrja í efa um ýmis grund- vallaratriði kristinnar trúar. Grein þessi er ekki tæmandi listi yfir spurningar varðandi kristna trú og spurningarnar í sjálfu sér ekki tæmandi útlistun. Eftirfarandi orð eru aðeins til- raun til að grynnka á þeim hafsjó spurninga, sem hinn almenni les- andi kann að hýsa með sjálfum sér. ER BIBLÍAN EKKI FULL AF VILLUM? Kristnir menn trúa því, að Biblían segi frá einstæðri opin- berun Guðs í syni sínum Jesú Kristi. Að hún ein veiti okkur vitneskju um þann atburð er Guð varð maður, og sé á þann hátt grundvöllur kristinnar trúar. En þá er spurt: ,,Er Biblían ekki full af villum og mótsögn- um?“ Þar með er grundvöllur trúarinnar dreginn í efa. Þegar við spyrjum okkur þess- arar spurningar verðum við í fyrsta lagi að hafa í huga, að Biblían er bók skrifuð af mann- legum höndum. Hún er bækur, sem voru í smíðum í yfir þúsund ár. Hún flaug ekki alfiðruð niður af himni. Biblían er vitnisburður manna, er urðu vitni að stórkost- legum atburðum, þegar skapar- inn heimsótti sköpun sína og tal- aði til þeirra, sem maðurinnjesús Kristur. Þessir menn, lærisveinar Jesú, festu sér í minni orð hans og athafnir og skrifuðu síðan á bók- fell fáum áratugum síðar (elzta rit N.T. er frá því 49 e.Kr.). Á milli dauða og upprisu Jesú annars vegar og fyrsta rits N.T. hins vegar líða þannig um 20 ár. Á þessu tímabili varðveittist boð- skapur Jesú í munnlegri erfða- geymd, sem öll frumkirkjan stóð sameinuð um að héldist óbreytt. Þetta er stutt mjög sterkum rök- um sagnfræðilegra rannsókna á frumtextum Nýja testamentisins. Við getum þannig verið full- viss um, að boðskapur Biblíunn- ar, um opinberun Guðs og frels- un í Jesú Kristi sé hinn sami og sá, sem Jesú boðaði og sannaði með upprisu sinni frá dauðum. Hvað þá með mótsagnir í Biblí- unni? Það skal viðurkennt að mót- sagnir eru nokkrar í Biblíunni, en þær eru yfirleitt smávægilegar. Tökum lítið dæmi: Jóhannes guðspjallamaður heldu.r því fram, að Jesú hafi veriðkrossfest- ur degi fyrr, en sagt er frá í samstofna guðspjöllunum þrem- ur (14. dag Nisanmánaðar, en ekki 15.). Rannsóknir hafa sýnt, að líklega hefur Jóhannes rétt fyrir sér. Hann skrifaði seinna, en hin- ir guðspjallamennirnir, og hefur þar af leiðandi haft guðspjöll þeirra við hendina, er hann samdi rit sitt. Hann hefur viljað leiðrétta fyrri tíma misskilning og gert það án þess að frumkirkjan sæi nokkuð athugavert við það. 14 Gaman hefði verið, að impra á fleiri atriðum í þessu sambandi, en sökum rúmleysis er það ekki hægt. Við getum þó fullyrt: 1. Biblían er vitnisburður manna um opinberun Guðs. 2. Menn þessir voru leiddir af þeim Guði, er hafði birst þeim og undir handleiðslu hans sömdu þeir rit sín. 3. Þeir voru menn eins og við. Þeim gátu orðið á mistök í ritum sínum. Mistök þessi eru þó það smávægileg (sbr. dæmið), að þau skipta engu máli fyrir boð- skapinn, er lærisveinarnir vildu koma á framfæri. ER JESÚS EINA LEIÐIN TIL GUÐS? Svarið við þessu er já. Okkur finnst það kannski þröngsýnt, en raunar er svo ekki ef við göngum út frá vissum forsendum. Við höfum áður rætt um áreið- anleik Biblíunnar og komist að þeirri niðurstöðu, að hún er mjög trúverðug heimild um boðskap Krists. Hann staðfesti boðskap sinn með upprisu sinni og með því að gefa lærisveinum sínum anda sinn (ath. breytinguna á lærisveinunum fyrir og eftir þessa atburði — upprisuna og hinn

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.