Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Page 25

Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Page 25
0*< af nað Dýrðar stað á himinhæðum hefir herrann búið mér, og hann leysti mig frá allri sekt og synd. Inn í ljóma öllu æðri sem ei auga nokkurt sér, mun hann flytja mig að lífsins tæru lind. Hvernig get ég verið svo viss um að Guð vilji taka við mér inn í ríki sitt? Verðskulda ég dvöl þar? Nei, síður en svo. Ég er syndari, ég brýt á móti boðum Guðs og ég veit að mér mun aldrei takast að halda þau. En hvers vegna vill Guð taka við mér eins og ég er? Guð skapaði manninn í sinni mynd þ.e. til samfélags við sig. Strax í upphafi braut maðurinn á móti vilja Guðs og þannig komst syndin í heiminn. Kyn- slóðir komu og fóru, syndin dafn- aði, því að fólkið vildi ekki hlusta á Guð. Guð er réttlátur og heilag- ur og þolir ekki synd, því varð hann að refsa þeim sem höfðu gerst brotlegir við hann. Guð er einnig kærleiksríkur og vildi ekki Iáta refsingu syndarinnar koma niður á mönnunum, því að ,,laun syndarinnar er dauði“. I fyllingu tímans sendi Guð því einkason sinn til að deyja fyrir syndir mannanna. ,,Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf‘. Öll reiði Guðs bitnaði á honum. í Jes. 53 stendur: „Hann var þjáður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin sem vér höfðum til unnið kom niður á honum og fyrir hans benjar urð- um vér heilbrigðir“. Jesús kom í heiminn til að deyja á krossi okkar vegna. Þess vegna vill Guð taka við mér eins og ég er. Jesús friðþægði fyrir syndir okkar. Hann greiddi gjaldið inn í Guðs ríki. Jesús brúaði gjána sem myndast hafði milli Guðs og mannsins. En Jesús dó ekki eilíf- um dauða. Hann reis upp frá dauðum. Hann lifir enn í dag og kallar á menn til fylgdar við sig. Því miður eru margir sem hafna Jesú. „Hann kom til eignar sinn- ar og hans eigin menn tóku ekki við honum. En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans“. Hefur þú tekið á móti þessari miklu gjöf, Jesú Kristi, sem lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir okkur synduga og einskis nýta menn. Við gerum ekki annað en að eyðileggja þær gjafir sem Guð hefur gefið okkur. Við verðskuldum ekkert gott. „Af ndð eruð þér hólpnir orðnirfyrir trú, en það er ekkiyður að þakka heldur Guðs g]°T‘-Jesús hefur gefið mér ævar- andi gleði. Ekki stundargleði eins og þá sem sumir finna á skemmtistöðum heldur sannan frið og gleði. Þótt allt annað bregðist mun Jesús aldrei bregð- ast. Því get ég verið örugg og treyst Guði. Langar þig ekki til að eignast fyllingu í lífið? Vantar ekki eitthvað í líf þitt? Finnurðu ekki stundum til tómleika innra með þér? Leyfðu Guði að komast að í lífi þínu, þá finnurðu sannar- lega tilgang með lífinu. Hvers vegna er ég að segja þér frá þessu? Vegna þess að mig langar að þú eignist þessa sömu ham- ingju og ég. Jesús er vegurinn sannleikurinn og lífið. Hann er hamingjuleiðin. Komdu til Jesú og talaðu við hann. Segðu hon- um frá því sem þér liggur á hjarta. Leyfðu honum að komast að í þínu lífi. Þá muntu eignast hamingjusamt líf (þrátt fyrir of- sóknir þeirra sem vilja brjóta nið- ur kristna trú). „Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir“. Þú munt falla á vegi trúarinnar og þér mun finnast þú langt í burtu frá Guði, en mundu þá eitt: Guð vill taka við þér aftur og aftur, aðeins ef þú kemur og játar synd þína. Treystu Guði og taktu hann á orðinu. Þá muntu komast að raun um að hann er eina leiðin til sannrar lífshamingju. Guð blessi þig. Ásta B. Schram.

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.