Skák


Skák - 15.02.1956, Side 8

Skák - 15.02.1956, Side 8
missa peð) 24. Ha3 Bc8 25. Hb3! og vinnur. 22. — Hxdlf 23. Kxdl Hd8f 24. Ke2 g5 25. Rc5 a5 26. b3 Hd5 27. Rd3? Betra hefði verið að forð- ast uppskipti á riddara og biskupi. 27. — Bxd3f 28. cxd3 He5f 29. Kd2 Hf5 30. Ke2 Ekki 30. f3, vegna 30.-g4! 30. — He5f 31. Kfl c5 32. Hc4 Ke6! og hér sömdu keppendur um jafntefli. Skýringar eftir Inga R. Jóhannsson. Skák nr. 362. 5. einvígisskákin. Hvítt: Bent Larsen. Svart: Friðrik Ólafsson. Drottningar-indversk vörn. 1. Rf3 Rf6 2. g3 1)6 3. Bg2 Bb7 4. O—O e6 5. c4 Be7 Hér kemur einnig 5. - c5 sterklega til greina. 6. d4 O—O 7. Rc3 d5 7. - Re4 er algengari leikur og leiðir taflið inn á allt aðrar brautir, t. d. 8. Dc2 Rxc3 9. Dxc3 f5. Hvítur hefur heldur rýmri stöðu, en stöðumun- urinn er lítill. 8. Re5 Dc8 8. - c6 hefur einnig verið reynt og kemur þá sterklega til greina eftirfarandi peðsfórn fyrir hvítan: 9. e4 dxc4 10. Rxc4 Ba6 11. b3 b5 12. Re5 b4 13. Re2 Bxe2 14. Dxe2 Dxd4 15. Bb2 Db6 og staðan er greinilega peðsvirði. 9. cxd5 Rxd5 10. Rxd5 exd5 11. Db3 De6 12. Rd3 c6? Fram að þessu hefur skákin fylgt troðnum slóðum, en nú leikur svartur ó- nákvæmt og gefur hvítum færi á að komast í hagkvæm tafllok. — Betra var vitaskuld 12. - Hd8, eins og í skák þeirra Lundins og Bot- vinniks, Groningen 1946. 13. e4! dxe4 Þvingað. 14. Dxe6 fxe6 15. Rf4! Mjög vel leikið! 15. Bxe4 strax hefði veitt svörtum tækifæri til að koma riddara sín- um til d5. Nú er það útilokað. 15. — Hf6 Ég íhugaði hér lengi í stað þessa leiks 15. - Rd7, og virðist hann engu síðri. 16. Bxe4 er svarað með e5! og svartur hef- ur rétt allverulega við. 16. Rxe6 virðist því eina leiðin til þess að halda frumkvæðinu. Þá kemur 16. - Hf6 17. Rg5 Hd6. Nú koma aðal- lega þrjár leiðir til greina fyrir hvítan: a) 18. Bxe4 Rf6! (hótar h6) 19. Bg2 Hxd4 20. Be3 Hb4 og svartur má vera ánægður með sinn hlut. b) 18. Hdl c5 19. Rxe4 Hxd4 20. Be3 (HxH pxH 21. Rf6t BxR 22. BxB Hd8 er enginn á- vinningur) 20. - HxHf 21. HxH Hd8 22. Bg5 Rf6! 23. HxHt BxH 24. RxR pxR. c) 18. Rxe4 Hxd4 19. Be3 Hb4 20. Hfdl. Hvíta stað- an er heldur liðlegri, en með réttri taflmennsku ætti svartur að halda á sínu. — En snúum okkur nú aftur að skákinnl! 16. Bxe4 Rd7 16. - Ra6, með það fyrir augum að koma riddaranum til d5 (R-c7-d5 eða R-b4-d5) strandar á eftirfarandi leikjaröð: 16. -Ra6 17. Rd3! Rc7 18. Re5 Rd5 19. Bg5 Hf8 20. Bxd5 og hv. vinnur skiptamun. 17. Be3 e5 Eina leiðin til að losa um sig. Staðan er samt sem áður bæði erfið og vandasöm, enda kemur þar að, að svartur leikur af sér. 18. dxe5 Rxe5 19. Bd4 Óþægileg leppun og örlagarík! 19. — Bd6 20. Hfel He8 21. Hadl Hf7 21. - g6 var sennilega betra og öruggara í alla staði. 22. Bc3 Að sjálfsögðu ekki 22. Bxb6?, vegna axb6 23. Hxd6 Rf3t. 22. — Ilb8 23. He3 c5?? Þar kom að! Staðan var að vísu eng- an veginn góð, en Hfe7 var þó alltént reynandi, t. d. 24. Bc2 c5 25. Bb3t c4 (eða jafnvel Kh8) 26. Bxe5 cxb3 27. Bxb8 Hxe3 28. fxe3 Hxb8 29. axb3. Hvítur hefur að vísu unnið peð, en staðan gefur ekki mikil fyrirheit. Eftir síðasta leik sinn er svartur gjörsamlega glataður, og vinningurinn aðeins tæknilegt atriði fyrir hvítan. 24. Bxe5 Bxe5 Ekki HxB, vegna Hd8t. 25. Bxb7 Hxb7 26. Hdel Hbe7 27. Rd5 He6 28. Rc7 Einfaldur leikur, en áhrifamikill! 28. — Bxc7 29. Hxe6 Hxe6 30. Hxe6 Kf7 Svartur hefði vel getað gefizt upp hér, en mér komu í hug hin spaklegu orð Tartakovers gamla: „Enginn vinnur skák áþví að gefa hana“. Og þó! Allt hefur sín takmörk. 31. He4 b5 32. b3 Kf6 33. Kfl Be5 34. Ke2 g5 35. h4 h6 36. hxg5t hxg5 37. Kd3 Kf5 38. He2 a6 39. g4f Ke6 40. Ke4 Nú er svartur að komast í leikþrot, og vinningur- inn því ekki langt undan. 40. — a5 41. Hc2 Bd6 42. f3 Bf8 43. Hh2 c4 44. bxc4 bxc4 45. Hc2 og svartur gafst upp. Skúringar eftir Friörik ólafason. Skák nr. 363. 6. einvígisskákin. Hvítt: Friðrik Ólafsson. Svart: Bent Larsen. Griinfelds-vörn. I. c4 Rf6 2. Rc3 d5 3. cxd5 Rxd5 4. g3 g6 5. Bg2 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Hbl c6 8. Rf3 0—0 9. 0—0 Rd7 10. Dc2 Gegn Golombek lék Friðrik 10. c4, sem var svarað með 10.-e5. 10. — Da5 í stöðum svipuðum þessari er svarta drottningin bezt staðsett á a5. II. c4 Rc5 12. d3 Auðvitað ekki 12. d4?, vegna Bf5 og vinnur skiptamun. 12. — Da4 13. Dxa4 Að Öllum líkindum það bezta. Ef 13. Dd2, þá Hd8 og hótar Re4-c3. 13. — Rxa4 14. Ba3 He8 15. Hfcl Hb8 Fyrsta skrefið í áttina að sókn á drottningarvæng. 16. Hc2 Bd7 17. Kfl Hvítur bíð- ur átekta. Einnig var mögulegt h4. 17. — b6 18. Rd2 Hbc8 19. Rb3 c5 20. Rd2 Hc7 21. Bcl Biskupnum er ætlað mikilvægara hlutverk en að híma á a3. 21. — a6! Svartur hefur nú lagt síðustu hönd á verkið, og getur leikið b5 í næsta leik. 22. a3 Til að fyrirbyggja b4. 22. — b5 23. Hb3 h6 26. h4! Fyrirbyggir að biskupinn verði hrakinn af g5, og einnig hefur hvitur h4-h5 í huga, þegar tæki- færi gefst. 24. _ Hb8 25. Rf3 Hcc8 26. Bf4 IIb6 27. cxb5 Bezt. 27. — axb5 28. Be5 Biskupinn á g7 er of hættulegur til þess að láta megi hann óáreittan. 2 □ s KAK

x

Skák

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.