Skák - 15.02.1956, Side 5
SKÁK
Rit8tjóri oo útoefandi: Birolr Siourösson — Ritnefnd: Inoi R. Jóhannsson, Einar Þ. Mathieaen, FriöriTc ólafsson oq Arinbjörn Ouö-
mundsson — Blaöið Tcemur út 8 sinnum á ári, 16 síður í hvert sinn — Áskriftarverö þess er kr. 65.00 — Einstök blöö kr. 10.00 —
Ojalddaoi er 1. janúar — Afgreiösla blaösins er á HoltsQötu 31 — Prentaö i fsafoldarprentsmiöju h.f.
Benft Larsen Skákmeisftari Norðurlanda
Sigraði Friðrik Ólafsson í einvígi með 4J/2:3r/2
Arið 1955 var haldið Skákþing
Norðurlanda í Osló. í landsliðsfl.
báru sigur úr býtum þeir Bent
Larsen og Friðrik Olafsson. Til
þess að fá úr því skorið, hvor
skyldi hljóta tignina Skákmeistari
Norðurlanda, urðu þeir að heyja
einvígi. Því var fundinn staður i
Reykjavík, og fjöldi skákanna á-
kveðinn átta. —• Skáksamband ís-
lands sá um allan undirbúning
keppninnar, sem haldin var í Sjó-
mannaskólanum.
Einvígið fór mjög vel fram, þeg-
ar tekið er tillit til fjöldans, sem
það sótti. Fyrsta kvöldið varð að
loka húsinu, þegar komnir voru á
sjöunda hundrað áhorfenda, en
hámarki sínu náði aðsóknin í síð-
ustu umferðinni, því að þá munu
hafa komið 800 manns til að horfa
á lokabaráttuna. Þetta mun hafa
verið bezt sótta skákkeppni á Is-
landi, og er það sannarlega á-
nægjulegt að almenningur skuli
vera farinn að gefa skákinni meiri
gaum en hann gerði. Keppnin var
ákaflega spennandi og skemmti-
leg, því aðeins ein skák varð jafn-
teflisdauðanum að bráð. Aftur á
móti voru skákirnar ekki eins vel
tefldar og búast mátti við af svo
góðum skákmönnum, sem þeir
Friðrik og Larsen eru. Það kom
ekki ósjaldan fyrir, að annar aðil-
inn lék af sér manni eða skifta-
mun, sem ekki myndi henda þá
nema einu sinni eða jafnvel aldrei
í 19 umferða skákmóti. Þessi mikli
fjöldi afleikja stafar fyrst og
fremst af taugaóstyrk, sem báðir
keppendur komust í snertingu við.
Eftir 5 skákir stóðu ieikar 3%:1%
Larsen í vil. Þessi vinningatala
hefði orðið til þess að draga úr
kjarki hvers meðalmanns, en Frið-
rik er enginn meðalmaður, eins og
við komumst að raun um í 6. og 7.
skákinni. Hann gerði sér lítið fyr-
ir og sigraði í tveim skákum í röð,
og tókst þannig að jafna metin
fyrir síðustu skákina. Eftir þessa
tvo síðustu sigra Friðriks áleit ég
að hann myndi bera sigur úr být-
um í einvígi þessu, en í annað
sinn kom Larsen mér á óvart með
sinn sterka sigurvilja. f fyrra
skiptið var það í Osló, er hann
sigraði Friðrik í úrslitaskákinni í
síðustu umferð, og svo núna í 8.
skákinni tókst honum að sigra
Friðrik, sem valdi flókið afbrigði
gegn Sikileyjar-vörn Larsens. —
Larsen kom með nýjung í byrjun-
inni, eins og í Osló, og Friðrik
eyddi miklum tíma til þess að
átta sig á hinu nýja viðhorfi, sem
skapaðist við leik Larsens. Friðrik
hóf síðan sókn á kóngsvæng, en
hafði ekki gefið sér nægilegan
tíma til að undirbúa sóknina,
enda var hún andvana fædd.
Þannig lauk þessu skemmtilega
skákeinvígi með sigri danska skák-
meistarans Bent Larsens, sem af
flestum var álitinn hafa teflt bet-
ur í þessari keppni.
Eg gekk þess ekki dulinn, að
Friðrik tefldi undir sínum vana-
lega styrkleika í flestum skákum
einvígisins. Aðeins tvisvar sinnum
sá ég hans gamla sigurvilja
glampa, en það var í 2. og 7. skák-
inni. Ég freistast því til að álíta,
að hann hafi ekki haft nægilega
langan tíma til hvíldar eftir skák-
mótið í Hastings. Þetta ættu for-
ráöamenn Friðriks að athuga, þeg-
ar hann heyr næstu baráttu sína
fyrir Islands hönd.
Skákstjóri var Áki Pétursson, og
keppnisstjóri Jón Einarsson. Þess-
ir menn leystu starf sitt vel af
hendi og gætu eftirkomendur
þeirra margt lært af þeim. Guð-
mundur Arnlaugsson sá um út-
skýringar á hverri skák, jafnóðum
og hún var tefld, og honum til
aðstoðar voru margir af kunnustu
skákmönnum Reykjavíkur. Þessi
nýbreytni féll í góðan jarðveg hjá
áhorfendum, sem fengu að leggja
orð í belg, þegar útskýrendur
ræddu um hin margvíslegu af-
brigði, sem komið gátu fyrir í
hverri skák fyrir sig. Æskilegt
væri að hafa slikar skýringar í
framtíðinni á meiriháttar skák-
mótum, sem íslendingar kunna að
halda.
Forseti Skáksambandsins, Sig-
urður Jónsson, á þakkir skildar
fyrir það mikla verk, sem hann
hefur lagt af mörkum við fram-
kvæmd á þessu skákeinvígi, og er
óskandi að hann sjái sér fært að
gefa skákinni eitthvað af tíma
sínum í framtíðinni.
Inoi R. Jóhannsson.
1 2 3 4 5 6 7 8 V.
Bent Larsen .. 1 0 1 Vz 1 0 0 1 4y2
Friðrik Ólafsson .. .. 0 1 0 % 0 1 1 0 3%
S KÁK 17