Skák


Skák - 15.12.1957, Page 5

Skák - 15.12.1957, Page 5
SKÁK mámaðarins Eítir Itr. 31. Euwe Eftir heimsstyrjöldina síðari kom mikll gróska í skáklífið í öllum heiminum Sérlega athyglisvert er, hve sterkar skákþjóðir Mið- og Austur-Evrópu- löndin eru orðin. A stuttum tíma hefur Júgóslavíu tekizt að kom- ast í annað sætið í skákheiminum, og þar virðist heldur enginn skortur á nýliðum, sem meira að segja stundum byrja feril sinn með glæsilegum árangri. í þessu sambandi má minna á hinn at- hyglisverða árangur Ivkovs í tveim sterkum skák- mótum í Suður-Ameríku, og árangur Matanovics í Hamborg og Beverwijk. Einnig Ungverjum hefur tekizt aö halda sæti sínu meöal sterkustu skákþjóðanna, meðal annars af þvi, að beztu Ungverjarnir voru þekktir þegar fyrir stríð (Szabó, Barcza og aðrir). Aðeins í Póllandi hefur orðið greinileg afturför. Þeir tímar, þegar pólska hðið, með Rubinstein og Tartakover í broddi fylkingar, var eitt af þeim hættulegustu á Olympíumótunum, virðast liðnir fyrir fullt og allt. Sem stendur er Sliwa sterkasti Pólverjinn, en ekkert útlit er fyrir, að hann muni nokkru sinni ná sama styrkleika og hinir frægu fyrirrennarar hans. Nú síðustu árin — sérstaklega eftir tvö síðustu Olympíumót —■ hafa Búlgarar og Rúmenar sótt mjög á í Búlgaríu er það sérstaklega hinn ungi skákmeistari Padevsky, sem náði ágætum árangri í Moskvu, bæði í Olympíumótinu og í Minningar- móti Aljekíns. Einnig Búlgaríumeistarinn í ár, Neikirch, hefur staðizt þolraunina í svæðakeppn- inni í Sofíu. Ekki er loku fyrir það skotið, að hann geti enn unniö sér þátttökuréttindi í millisvæða- keppninni. Eftir skákmótið í Búkarest 1953 var búizt við miklu af Ciocaltea. Nú virðist hins vegar ekkert útlit fyrir að hann nái nokkru sinni stórmeistara- styrkleika. Hins vegar hefur Balanel náð góðúm árangri undanfarið í skákmótum í Rúmeníu. Balanel er ekki lengur ungur, en hann skortir ekki frískleika æskunnar í taflinu Hann hefur næmt auga fyrir leikfléttum, er óhræddur við að tefla á tvísýnu og hefur mikinn sigurvilja. Þessir eiginleikar valda því, að hann er hættulegur and- stæðingur fyrir hvaða skákmann sem er. í eftirfarandi skák koma áðurtaldir eiginleikar hans vel í ljós. Skák nr. 607. Ploesti (Rúmeníu) 1957. Hvítt: J. BALANEL. Svart: Dr.............i). Sikileyjarvöm, Najdorf-afbrigðið. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 Gautaborgar-árásin er aftur kom- in úr tizku, en um tíma var hún álitin leiða til vinnings fyrir hvit- an. Larsen hefur náð góðum ár- angri á móti henni með svart, og einnig í síðasta rússneska meist- aramótinu náðist góður árangur á svart. 6. — Rbd7 Venjulega er leikið 6. - e6, en þessi leikur er ef til vill nothæfur. 7. Bc4 h6 8. Bh4 Einnig kemur 8. Be3 til greina. Svartur verður þá að ráða fram úr hvernig hann ætlar að koma kóngsbiskupi sín- 1) Því miður hefur falliö niður í handriti nafn þess, er stýrir svörtu mönnunum, og vannst ekki tími til að afla upplýsinga um það. um í spiliö, t. d. 1) 8. - g6 9. f3 Bg7 10. Dd2 og svartur getur fyrst um sinn ekki hrókað stutt. 2) 8. - e6 9. O—O og nú dugir 9. - Be7 ekki, vegna 10. Bxe6! fxe6 11. Rxe6 Da5 12. Rxg7f og 13. Rf5 með sterkri sókn. 8. — b5 Leikurinn veikir reit- inn c6, sem hvítur getur brátt fært sér í nyt. Bezt var 8. - g6. 9. Bd5! Ef 9. Rd5, þá 9. - Bb7 (ekki 9. - bxc4, vegna 10. Rc6). 9. — Rxd5 10. exd5 Nú hótar hvítur 11. Re6 (ll.-fxe6? 12. Dh5t). 10. — Rb6 11. 0—0 Bb7 Athyglisvert er 11. - b4 12. Rc6 Dc7, og nú 1) 13. Rxb4? Dc4! og vinnur mann. 2) 13. Re4 Rxd5 14. Dxd5 Bb7 (14. - e6? 15. Da5! og vinnur mann); 15. Rxd6f Dx d6 16. Dxd6 exd6 17. Rxb4 með afgerandi yfirburðum. 12. Hel Valdar d5 óbeint. 12. — Dd7 Til þess að koma í veg fyrir 13. Rf5. Eftir 12. - Rxd5 kemur 13. Rf5 Rxc3 14. RxdO'f Kd7 15. bxc3 með miklum yfir- burðum. Eða 12. - b4 13. Rf5 bx c3 14. Rxe7 Bxe7 15. Hxe7f Dxe7 16. Bxe7 Kxe7 17. Dg4 og hvitur fær afgerandi sókn, þar sem svörtu mennirnir geta ekki unnið saman. 13. Df3 Eykur þrýstinginn á veiku punktana c6 og f5. En sv. hefur ekki sofnað á verðinum og byrjar nú heiftarlega gagnsókn. Aðalatriðið fyrir báða er að finna leikfléttur. 13. — b4 S KÁK 99

x

Skák

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.