Alþýðublaðið - 03.02.1920, Side 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Tilkynning.
Það tilkynnist hór með, aö „Hásetafélag Beykjavíkur" hefir breytt
um nafn og heitir hér eftir „Sjómannafélag Reykjavíkur“.
Stjóvnin.
5jómarinafélag ‘Rvíkur.
heldur fund í Bárubúð Fimtudag 5.-febr. 1920 kl.
77« síðdegis.
Hvildartímamálið til umræðu. — Fjölmennið!
Stj órnin.
Xoii konnnpr.
Eftir Upton Sinclair.
(Frh.).
XXIII.
Nú var tími kominn tii þess
fyrir Mary að kveðja, og Hallur
stóð upp til að fylgja henni, en
kveinaði þó af sársauka. Hún
leit á hann með meðaumkvun,
hún hafði ekki haldið það aður,
að svona væri komið. Þegar þau
höfðu gengið nokkurn spöl, sagði
hún: .Hví gengur þú í þessa
vinnu þegar þú þarft þess ekki?“
„En eg er neyddur til þessl
Eg verð að vinna fyrir mérl“
„Þú þarít ekki að gera það á
þennan hátt! Ungur og vel gefinn
maður eins og þú — Ameríku-
maðurl“
Einmitt það,“ sagði Hallur,"
mér fanst það þess virði, að sjá
kolanámurnar.“
„Nú ertu búinn að sjá þær,“
sagði unga stúlkan, — „hættu nú."
„Það getur varla sakað mig, þó
eg sé hér ögn lengurl"
„Ekki það?“ Hvernig veistu
það? Hvern daginn sem er, get-
urðu verið borinn upp úr námu-
göngunuro liðið lík,“
Samkvæmisskapið var farið.
Rödd henuar var full biturleiks,
eins og ætíð, þegar hún mintist
á NorðurdaL
„Eg veit hvað eg segi, Joe
Smith Hafa ekki tveir bræður
mfnir farist á þennan hátt — korn-
ungir og hraustirl Og eg hefi séð
fjölmarga aðra hrausta drengi fara
lifandi niður í göngin, en koma
upp liðin lík — eða það, sem
verkamanni er ennþá verra, sem
örkumlarnenn. Stundum á morgn-
ana grípur mig áköf löngun til
þess, að fara niður að námugöng-
unum og hrópa til þeirra: Farið
ekki niður, farið ekki eitt fet!
Farið héðan samstundis! Sveltið,
ef nauðsyn krefur, betlið, ef þið
þurfið þess með, en fáið ykkur
aðeins aðra vinnu en kolahöggl"
í fjálgletksofsanum hafði hún
hækkað röddina — nú breyttist
hijómblærinn — ákafur kvíði:
„Þetta versnar — sfðan þú komst
Joe! Að sjá þig hefja kolavinnu,
þig sem ert svona ungur og sterk-
ur og alt öðru vísi en hinir allir.
Æ, farðu héðan Joe, farðu meðan
það er ekki um seinan!"
Hann var hissa á ákafa hennar.
„Vert þú alls ósmeik um mig,
Mary*, sagði hann. „Það kemur
ekkert ilt fyrir mig. Eg fer bráð-
um burtu."
Þau gengu eftir þröngum götu-
troðning og hatin hafði smeygt
handleggnum undir handlegg henn-
ar. Hánn fann að húu titraði, og
flýtti sér að bæta við: „Það er
ekki eg, sem ætti að fara héðan,
Mary, það ert þú Þú hatar þetta
bæli — það er skelfilegt, að þú
skulir neydd til þess, að dvelja
hér. Hefir þér aldrei dottið í hug
að komast héðan?"
Hún ansaði ekki undir eins, og
þegar hún gerði það, var allur
ákafi horfinn úr rómnum; hann
var hljómlaus og tómur af von-
leysi: „Það er gagnslaust að hugsa
um mig. Fyrir mig er ekkert um
að gera, ung stúlka getur ekkert,
þegar hún er fátæk. Eg hefi reynt
— það er eins og að berja höfð-
inu við steininn. Það er meira að
segja ógerningur fyrir mig, að
draga saman fyrir einn járnbraut-
arfarseðill Eg hefi reynt það. í
tvö ár dróg eg saman, og hvað
heldurðu svo, Joe, að það hafi
verið mikið? Sjö dalir — í tvö
ár! Já — manni er ekki unt að
halda f aurana, þeg&r svo margt
er umhverfis mann, sem maðnr
kvelst af að sjá. Það er hægt að
hata þá, af því þeir eru lyddur
— en það er ógerningur að hjálpa
ekki, þegar fjölskyldufaðir slasast
til dauðs og fjölskylda hans er
borin út um hávetur, án þess hún
hafi nokkursstaðar skjólshús."
„Þú ert altof góðgjörn, Mary".
„Ó, nei, það er ekki það.
Ætti eg að fara í burtu, þegar
systkini mín neyðast til þess að
verða hér eftir?"
„Þú getur unnið þér inn fé,
og sent þeim það*.
Aug-lýsingar.
Auglýsingum í blaðið er fyrst
um sinn veitt móttaka hjá Ouð-
geir Jönssyni bókbindara, Lauga-
vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á
afgreiðslunni á Laugavegi 18 b.
Kaupið
Fæst hjá
Guðgeiri Jónssyni.
Ijásetafélagar!
Öllum tillögum til fólagsins,
eldri og yngri, er veitt móttaka
á afgr. Alþbl. (Laugav. 18 B) alla
virka daga kl. 10—7.
Gjaldkerinn.
Peningfabudda fundín. Má
vitja á afgr.
H.omóða óskast til kaups.
fyrir sanngjarnt verð og í not*
hæfu standi. Afgr. v á.
Hýlegf skinnhúfa fundm í upp'
bænum. Afgr. v. á.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Ólafur Friðriksson.
Prentsmiðjan Gutenberg.