Leikskrár Þjóðleikhússins - 24.01.1969, Side 22
Fyrsta leikrit Ibsens, sem sýnt var fyrir meðlimi leikklúbbsins,
var Afturgöngur. Gagnrýnendur í London létu óspart í ljós van-
þóknun sína á þessum viðbjóði, sem þeim kom saman um að
leikurinn væri. Fjandskapur pressunnar og áhorfenda var svo
mikill, að um tíma leit út fyrir að leikhúsið neyddist til að leggja
niður klúbbstarfsemi sína. Loks lægði þó ofstopann, og er sett
höfðu verið á svið allmörg erlend leikrit með þessum hætti,
hafði ekkert meiriháttar enskt leikrit verið uppfært. Grein sneri
sér því til Shaws og hvatti hann til að setja saman leikrit (sem
kemur reyndar ekki alveg heim við frásögn hins síðarnefnda af
þessu og vitnað er í hér á eftir). Shaw minntist samvinnunnar
við Archer, endurskoðaði árangur hennar, endurritaði tvo fyrstu
þættina, bætti þeim þriðja við, nefndi leikinn Widower’s Houses
(1892). Þetta leikrit um eignarétt í fátæktarhverfum vakti geysi-
legan úlfaþyt í London, þar sem það var hafið til skýjanna af
frjálslyndum mönnum, en úthrópað af íhaldssömum.
Þannig atvikaðist það, að litríkasti gagnrýnandi á leikbók-
menntir, er þá var við lýði í London, gerðist fremsta leikrita-
skáld meðal enskra um og upp úr aldamótunum. Sjálfum segist
honum svo frá þessu í formála að útgáfu á „Skemmtilegum leik-
ritum“ (Plays Pleasant — 1898): „Þeir sem lesið hafa ræðuna
er fylgdi úr hlaði leikritunum í áður útkomnu hefti (þ. e. Plays
Unpleasant, ■— aths. þýð.) munu minnast þess, að ég sneri mér að
leikritun, þegar heilmiklar umræður um „nýja leikritun“ — og
í kjölfarið fylgdi raunverulega stofnun „nýs leikhúss" (hið
Óháða) — virtust ætla að enda í þeirri niðurlægjandi uppgötv-
un að hin „nýja leikritun", a. m. k. í Englandi, væri tilbúningur
uppreisnargjarnrar ímyndunar. Við slíkt var ekki unað. Ég
hafði af hvatvísi kastað hanzkanum, og fremur en að horfa
á málsstaðinn verða sér til skammar bjó ég sjálfur til sönnun-
argagnið.
20