Leikskrár Þjóðleikhússins - 24.01.1969, Side 29
G. B. S.
(Framhald af bls. 21).
hæfis, ef honum þóknaðist. Þessi fjögur leikrit kallaði hann
„skemmtileg", og sýnist það vel við hæfi. í hinu skoplega
molodrama ,Devil’s Desciple (1896), stillir hann þorpara upp
sem hetju; hann reynir að skáka Shakespeare með Caesar and
Cleopatra (1897), en tókst það illa að flestra dómi — nema
sjálfs sín. Captain Brassbound’s Conversion (1898) er samið
handa Ellen Terry, sem var ein af þeim fögru og mikilhæfu
prímadonnum leiksviðsins er heilluðu Shaw. The Admirable
Bashwille (1900) sauð Shaw upp úr skáldsögu eftir sig, er nefnd-
ist Cashel Byron’s Profession. Að uppástungu A. B. Walkley, sem
þá var leiklistargagnrýnandi við Times, þess efnis að hann
setti saman leikrit um Don Juan, skrifaði Shaw Man and Super-
man (1901), íburðarmikið verk með miklum tilþrifum, en mörg-
um hefur þótt það nokkuð langt og ofhlaðið.
Til þessa hafði áhugi Shaws nær eingöngu beinzt að Englandi,
en írland virtist hafa horfið í yztu myrkur — þar til William
But.ler Yeats bað hann að semja leikrit handa Abbey-leikhúsinu.
Shaw skrifaði leikritið John Bull’s Other Island (1904), og er
það enn í góðu gildi, þráttfyrir nokkuð breytt viðhorf í sambúð
þessara þjóða.
Shaw samdi leikritið How She Lied to Her Husband (1904)
eftir beiðni; hér er um að ræða svipað efni og í Candidu. í
Major Barbara (1905) fjallar Shaw um meinsemdir í þjóðfélag-
inu, og einnig öllu ýtarlegar í The Doctor’s Dilemma (1906), en
þar er umbóta-reseftið nægilega rótækt til að valda endalausu
rifrildi í blöðum og meðal lækna. í leikritinu Getting Married
(1908) er fjallað um giftingar og fráskilnað á enska vísu. The
27