Leikskrár Þjóðleikhússins - 24.01.1969, Side 25
GEORGE BERNARD SHAW fœddist í Dyflini árið 1856, af mótmœl-
endum kominn. Eftir fremur misheppnaða tilraun sem skáldsagna-
liöfundur (að 19. aldar sið), aflaði hann sér mikils orðstírs sem blaða-
gagnrýnandi og fjallaði sem slikur um flestar greinar listarinnar, p. á.
m. tónlist og leiklist, og þykja þau skrif enn hin markverðustu vegna
skoðana, er þar koma fram, og ekki síður framsetningarinnar: þá þegar
kom i Ijós, að um var að rœða einstakan snilling ritaðs máls. Á þess-
um árum gaf Shaw sig mjög að stjórnmálum og lét ekkert tœkifœri
ónotað að koma sósíalistískum skoðunum sínum á framfœri. Þrátt fyrir
allt þetta vannst honum tími til að sinna öðrum hugðarefnum, skrifaði
m. a. merkar ritgerðir um Ibsen og Wagner, svo eitthvað sé nefnt.
Árið 1892 kemur hann fram á sjónarsviðið sem leikritahöfundur í
„nýjum stíl", og fyrir aldamót voru komin út eftir hann tvö leikrita-
söfn, „Óskemmtilegir leikir' (Plays Unpleasant) og „Skemmtilegir leik-
ir“ (Plays Pleasant). Það var þó ekki fyrr en upp úr aldamótum að
andspyrnan, sem hann hafði lengst af mátt þola (og ekki alveg að
ófyrirsynju!), hafði verið brotin á bak aftur að því marki, sem hún
megnaði ekki lengur að dylja stcerð hans sem leikritahöfundar.
G. B. S. hafði heitið því að verða allra karla elztur, og mundi hann
standa við það svo fremi hann kœmist ekki undir lœknis hendur.
Þetta kom á daginn: árið 1950 var lœknir kvaddur til hans vegna fót-
brots (hann hafði dottið niður úr tréi), og lézt hann skömmu síðar.
„Skemmtilegu leikirnir' (Kappar og vopn, Candida og Það er aldrei
að vita) hafa verið sýndir hér á landi; Candida var fyrst sýnd á vegum
L, R. árið 1924 og seinna á vegum leikflokksins „Sex i bíl“ (1948). Einn-
ig sýndi Þjóðleikhúsið (1951) Heilaga Jóhönnu, og fleiri leikrit og
þœttir eftir Shaw hafa verið sýndir hér eða fluttir í útvarpi.
23