Leikskrár Þjóðleikhússins - 24.01.1969, Side 30
Shewing-up of Blanco Posnet (1909) er aftur á móti ritgerð um
trúmál.
Eftir að hafa hlaupið útundan sér með þeim hætti, sem hann
sjálfur kallaði „tomfooleries“, setur hann fram ósk sína um
þjóðleikhús í leikritinu The Dark Lady of the Sonnets (1910).
Misalliance (1910) fjallar um samband foreldra og barna, en
Fanny’s First Play (1911) er einkum eftirtektarvert vegna for-
málans og eftirmálans.
í Androqles and the Lion (1912) er frumkristni líkt við svo-
nefndar „siðspillandi kenningar“. Pygmalion er einskonar ösku-
buskuævintýri handa leikkonunni Patrick Campbell, sem Shaw
var skotinn í fram á gamals aldur (við höfum kynnzt því í Kæri
lygari, sviðsverki sem byggt er á bréfum þeirra og Þjóðleikhúsið
sýndi haustið 1966). Þar skapaði Shaw enn eitt óskahlutverk
leikkvenna. Overruled (1912) er gamanleikur, er nálgast farsa.
The Great Catherine (1913) var skrifað fyrir Gertrude Kingston
og fjallar um Katrínu miklu með nokkuð léttúðugum hætti. Þá
koma fimm stutt leikrit, samin á árum fyrri heimsstyrjaldar-
vnnar — en þá þýddi ekki að bjóða upp á annað en létt og auð-
melt. Shaw var samt hinum þræðinum að velta fyrir sér vanda-
málunum sem bjuggu að baki hinum hroðalegu atburðum bess-
ara tíma. Hann byrjaði á leikritinu Heartbreak House árið 1914,
en lauk því ekki fyrr en 1919. Leikritið fjallar um upplausn
evrópskrar menningar. Hann fjallar enn um þessa þróun og nú
ad infinitum í miklu leikriti, Back to Methusaleh (1919—
1921), sem hann taldi sjálfur höfuðverk sitt á sviði leikritunar.
Fleiri eru þó, sem telja söguleikinn Saint Joan (1923) bera
hæst af leikritum hans: sönn túlkun á sögulegum atburðum og
fyrirmynd að leikritun þessarar tegundar. Svo sem fyrr segir
hefur leikrit þetta verið flutt hér í Þj óðleikhúsinu (1951) og
einnig í útvarpi nú fyrir skemmstu.
28