Alþýðublaðið - 16.02.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.02.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐID Ungverjaland.1 | Mörgum kann að finnast ein- kennilegt, að hin stórfekla seð!a- fölsun, sem helztu menn fhalds- flokksins í Ungverjalandi hafa framið, skuli hafa vakið miklu meiri eftirtekt og umtal í blöðum úti um heim allan en hin frá- munalega svívirðilegu manndráp og hryðjuverk, sem sú sama í- haldsstjórn hefir látið fremja núna samfelt í sex ár. En þetta er svo sem vel skiljan- legt, þegar það er vel athugað. Ríkisbubbar og blaðaeigendur í vesturlöndum álfunnar telja, að það komi þeim ekki mikið við, þótt drepnir séu menn austur í Ungverjalandi, enda eru það aðal- lega jafnaðarmenn og verka- mannaleiðtogar, sem fyrir því verða. íhaldsstjórnin ung- verska með ríkisstjórann Horthy í fararbroddi, getur því látið ríkis- lögreglu sína og hvítliðasvJtir leika sér að mannslífunum eftir vild, án þess að mikið sé gert úr því í blöðum Vestur-Evrópu, því það kemur ekkert við pyngju auð- manna. En öðru vísi horfir málinu við, þegar uppvíst verður, að ung- versk ríkisstofnun er notuð til seðlafölsunar í stórum stíl. Þá sjá auðmennirnir sér og auði sín- um alþjóða hættu búna. Þá rísa þeir upp fullir vandlætingar, þótt manndrápin gætu enga vandlæt- ingu fram kallað hjá þeim, og blöð þeirra, sem árum saman hafa leitt hjá sér morð og mann- skemminga;r ungversku íhalds- stjórnarinnar, flytja dag eftir dag og viku eftir viku nákvæmar frétt- ir af seðlafölsunarmálinu, og loks hefir þá hvítliðanum Horthy og ríkislögreglustjórn hans tekist nieð seðlafölsuninni að fá blöð Vestur-Evrópu á móti sér, þótt þau létu manndráp hans og morð afskiftalaus. Manndráp þau, sem beinlínis hafa verið framin að undirlagi hvítliðastjórnar Horthys eða af ríkislögreglunni, skifta þúsundum eða jafnvel tugum þúsunda; — enginn veit töluna nákvæmlega, enda er siður ríkislögreglunnar að fleygja líkum þeirra, sem myrtir hafa verið, í Duná, og þó þús- undir líka hafi fundist rekin, skilar þetta mikla fljót þeim ekki öllum aftur fyrr en langt fyrir austan landamæri Ungverjalands. Hér er ekki rúm til þess að tilfæra mörg dæmi upp á réttar- ástandið i Ungverjalandi, en þó skulu tilfærð hér nokkur dæmi, tekin eftir tveimur velþektum Ungverjum. f ameríska tímaritinu „Current History“ kom fyrir nokkrum mán- uðum viðtal við Karolyi greifa, er eitt sinn var stjórnarforseti á Ungverjalandi. Lýsir hann réttar- farinu á Ungverjalandi þannig, að svívirðingar hins heilaga rann- sóknarréttar hafi ekki komist í hálfkvisti við það, sem framið sé á Ungverjalandi undir íhaldsstjórn Hortys. Segir hann, að t. d. hafi maður verið dæmdur og líflátinn fyrir n/ósnir án nokkurra sannana, eingöngu eftir ásökun hálfgeggj- aðs manns, sem hafði verið einn af framkvæm’dasömustu blóöhun'd- um hvítu ógnarstjórnarinnar. Enn fremur segir hann, að undirforingi hokkur í ríkisfögreglunni hafi lát- ið hengja einn óbreyttan liðsmann fyrir það eitt, að hafa sýnt lítil- fjörlega óhlýðni, og þegar eitt frjálslynt blað hafi komið máli þessu fyrir dómstólana, hafi hinn opinberi ákærandi gefið út yfir- lýsingu um föðurlandsást morð- ingjans. Það hafi verið alt það, sem fengist hafi upp úr málsókn- inni. Enn fremur segir Karolyi, að hræðilegt sé að sjá, hve mis- jafnt dómstólarnir dæmi eftir því, hvaða pólitiskum flokki hinn á- kærði fylgi. Til dæmis hafi rit- stjóri fyrir frjálslyndu blaði, sem á tíu ára afmælisdegi stríðsins — sjö árum eftir að það hætti — ritað um, jhve mikið fé og mörg mannslíf stríðið hafi kostað, ver- ið dæmdur til strangrar fangels- isvistar með því fororði, að greinin rýrði álit Ungverjalands út á við, en ritstjóri fyrir íhalds- blaði„sem hafði skorað á menn að útrýma Gyðingum með blóðugum manndrápum, hafi að eins verið dæmdur í lítilfjörlega sekt. í júnímánuði í fyrra gaf ung- verski stjórnmálamaðurinn Ed- mund Beniczky ýmsar upplýsing- ar um Horthy. Þóttu þær upplýs- ingar ekki sízt merkilegar af því, að Beniczky er fyrr verandi inn- anríkisráðherra og forgöngumað- ur þeirra, sem aftur vilja koma á þingræði í Ungverjalandi. Meðal annars sagði Beniczky frá því, að í gildi einu, er Horthy hélt fyrir yfirmenn í ríkislögregl- unni skömmu eftir, að hann komst til valda, hafi mönnum orðið tíð- rætt um tvo blaðamenn í flokki jafnaðarmanna, er rituðu í blaðið „Nepszava" í Budapest. Höfðú blaðamenn þessir riíað illþyrmis- lega um Horthy og ríkislögreglu hans, og lá mönnum, sem þarna voru í gildinu, þungt orð til þeirra. Hafi þá Horthy sagt alt í einu: „Nú er nóg komið af oröum. Nú þarf verknað." Tveim dögum síðar kom verknaðurinn. Blaðamennirnir tveir voru gripnir upp í bifreið og drepnir þar, en líkúm þeirra fleygt í Duná, og fundust þau þar nokkru síðar. Bifreiðin, sem notuð var, var ein af bifreiðum herforingjaráðsins, sem Horthy stjórnaði þá. Rétt eft- ir, að morðin voru framin, hclt herforingjaráðið gildi til heiðurs við þá, sem morðin höfðu framið. Enginn hefir enn þá vefengt þessa frásögn, en nú er hún aftur fcomin á gang í erlendum blöðum, sem eru reið Horthy vegna seðla- fölsunarmálsins. Nýlidi. Rauði krossinn. Rauði kross fslands er nú að eins rúmlega ársgamall og því ekki hægt að búast við miklurn framkvæmdum hjá honum enn sem komið er. Aðalstarfið hefir verið í því fólgið að safna félög-. um. Það hefir gengið fremur vel hér í Reykjavík. Rauði krossinn mun þegar vera orðinn eitt af mannflestu félögum, hér í bæ. Deild er og stofnuð á Akureyri og úti um land hafa margir gerst félagar. En meira má, ef duga skal til þess að vinna að þeim heilbrigðis- og mannúðarmálum, sem Rauði krossinn berst fyrir. Hjúkrunarsystur réð félagið í fyrra vor, og starfaði hún á-Siglu- firði um síldveiðitímann. Síðan var hún hér í Reykjavik og víðar við hjúkrun fram í janúannánuð, en fór þá til Sandgerðis og verður þar yfir vertíðina. Akureyrardeildin hefir og ráðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.