Skák


Skák - 15.02.1985, Síða 12

Skák - 15.02.1985, Síða 12
B-flokkur 1. Baldvin Viggósson 9J4 v. 2. Hrannar Arnarsson 7 / v. 3. Guðni Harðarson 7 v. 4. Steinar Haraldsson 5)4 v. 5. Magnús G. Jóhannsson 5 v. 6. Pétur Matthíasson 4 J4 v. 7. Kristinn Guðmundsson 4 v. 8. Karl Asgeirsson 4 v. 9. Olafur Einarsson 4 v. 10. Jón Jóhannsson 3 v. 24. Re2 Dh3t 25. Kgl Hxf2 26. Gefið Vogun vinnur, vogun tapar segir máltækið og í þetta skipti gekk dæmið upp hjá svörtum. Skák nr. 5415 Og önnur skák úr 1. umferð. Hinn 12 ára gamli Hannes Hlífar Stefánsson byrjaði mótið með því að leggja Snorra Bergs að velli á eftirfarandi hátt: Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: Snorri Bergsson Frönsk vörn 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rfd7 5. Rgf3 c5 6. c3 Rc6 7. Bd3 Db6 8. O—O cxd4 9. cxd4 Rxd4 10. Rxd4 Dxd4 11. Rf3 Db6 Hvítur hefur fórnað peði fyrir spil og stendur vel að vígi á meðan svartur er á eftir í liðskipan. 12. Dc2 h6 Fyrsta veikingin á kóngsvæng svörtu stöðunnar. 13. Bd2 Bb4 14. Bf4 Dc5(?) Hálfvandræðalegur drottningar- leikur, en svartur á erfitt um vik. Eðlilegast virðist að leika 14. - O—O strax. 15. Da4 De7 Nú er drottningin að vísu komin í vörnina en svarti biskupinn er úti á borðinu eins og illa gerður hlutur. 16. Hacl O—O 17. Bbl He8 18. a3 Bc5 19. Dc2 Hvítum hefur tekist á laglegan hátt að notfæra sér hina klaufalegu stöðu biskupsins, því nú hefði ver- ið gott að geta leikið Rf8, en það gengur að sjálfsögðu ekki núna þar sem biskupinn á c5 yrði þá óvald- aður. 19. — g6 20. Bxh6 Dd8 21. h4 Bf8 22. Bg5 Be7 23. Da4 Drottningin er á leið yfir á kóngs- væng. 23. — Bxg5 24. hxg5 Kg7 25. g3! Þó Hannes sé ungur að árum teílir hann stundum eins og fullþroska og reyndar skákmeistari! Nú hyggst hann koma hrókum sínum í gagnið á h-línunni. 25. — Rb6 26. Df4 Bd7 27. Kg2 Hg8 28. Hhl Bc6 29. Hh7t og svartur gafst upp, því hann verður mát í nokkrum leikjum eít- leikjum eftir 29. - Kxh7 30. Dxf7. ir 29. - Kxh7 30. Dxf7. Skák nr. 5416 I 7. umferð var þýðingarmikið uppgjör milli þeirra Gunnars Gunnarssonar og Róberts Harð- arsonar. Hvítt: Gunnar Gunnarsson Svart: Róbert Harðarson Spánski leikurinn 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O—O Rxe5 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. c3 Bc5 10. Rbd2 0—0 11. Bc2 Rxf2 Róbert hafði reynslu af þessum leik úr hraðskák, en sagðist aldrei hafa þorað fyrr en nú að prófa hann í kappskák. Leikurinn er marg reyndur í þekktum kapp- skákum og þykir gefa svörtum góða möguleika. 12. Hxf2 f6 13. exf6 Bxf2t Gert til þess að hafa kónginn á f-línunni. 14. Kxf2 Dxf6 Upp er komin vandtefld staða þar sem ekkert má út af bregða. 15. Kgl Hae8 16. Dfl! Leikið eftir 30 mín. umhugsun. Eftir Rfl fær svartur gott spil með 16. - Re5 17. Be3 Rxf3 18. gxO Dxf3 19. Dxf3 Hxf3. 16. — Bf5 Með þessum leik, sem virðist mjög öflugur við fyrstu sýn, gefur svart- ur upp á bátinn leppun riddarans á f3. Gerð hefur verið tilraun með framhaldið 16. - Kh8 17. h3 Bf7 18. Rb3 Bh5 en þannig tefldu þeir Kozlov - Estrin í Sovétríkjunum 1973 og svartur virðist hafa ennþá spil fyrir manninn. 17. Bxf5 Dxf5 18. b3 He3(?) Öflugara framhald virðist 18. - Dc2. 19. a4 Re5 20. axb5 axb5 21. Ba3 Hf6 22. Bc5 Hvítum hefur tekist að koma öll- um sínum mönnum í góðar stöður og öll hætta varðandi leppun á f3 er úr sögunni. 22. — Rxf3 23. Rxf3 He8 24. Dxh5 Hvítur gefur sér tíma til að vinna þýðingarmikið peð á b5 og nú blasir sigurinn við, en það er ekki öll nótt úti enn. 24. — c6 25. Dfl Dc2 26. Hel He4 27. Bd4 H5f4 28. b4 g5 Svartur gerir síðustu örvæntingar- fullar tilraunir til að notfæra sér Ieppun riddarans á f3, en um leið verður svarti kóngurinn alveg ber- skjaldaður. 36 SKÁK

x

Skák

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.